Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 16
12 SAMTlÐIN Sýnum bókmenntum vorum meiri rækt SÚ VAR tíðin, að íslendingar lásu fáar bækur, en lásu þær liins vegar frábærlega vel. Þá var tími og tækifæri til að Imgsa um það, sem menn lásu, vella því fyrir sér og melta jiað í andlegum skilningi. Þá liitli maður fólk, sem kunni beztu íslendingasögurnar á fingrum sér, og menn liöfðu hvers konar kveð- skap á takteinum og ortu í viðbót, ef á þurfti að halda! Bókmenntirnar voru þá gildur þáttur i menningu þjóðarinnar, þær voru buggun benn- ar og sálubót, þær voru oft og ein- att Iíf liennar. Þær og tungan voru þjóðinni: .. ..„ljó's í lágu hreysi langra kvelda jólaeldur fréttaþrátSur af fjarrum þjóðum frægðargaldur liðinna alda.“ Nú er þella að breytast. Nú eru Is- lendingasögurnar orðnar fjarlægir bálindar, vafðir þoku, og ekkert þýð- ir að vitna í íjóðskáldin. Unglingarn- ir kannast ef lil vill við nöfn þeirra, en fæstir kunna kvæði þeirra. Ný menning er komin hei' í land, umvafin annríki, liraða og hringsóli. ()g sú er spá vor, þótt djörf kunni að virðast, að eilt af því, sem. bókmenn- ingu þjóðarinnar sé bvað hættuleg- ast, sé einmitt hóflitil bókaútgáfa síðustu ára. Á bæ einum á Suður- Iandi veiddist fyrrum svo mikið af laxi, að þegar sá ágæti matur var borinn inn í baðstofuna, gengu hund- arnir út. Á öðrum laxveiðibæ kvað að sögn svo rammt að óbeit hund- anna á laxinum, að þeir lögðu niður rófuna og forðuðu sér-burt, ef þeir beyrðu lax nefndan! Hér á íslandi var áður lestrar- liungur, en menn kunnu um þær mundir þeim mun betur að lesa bæk- ur. Nú er með of mikilli bóka- og blaðaútgáfu verið að stuðla að and- legri ofmettun þjóðarinnar. Fólki fallasl hendur andspænis öllu þessu flóði prentmáls; það missir lystina og hættir að lesa sér til nokkurs gagns eða sálubótar. Við þessu er ekki nema eitl ráð: Að kaupa aðeins bóflega mikið af bókum og lesa þær vel, sem keyptar eru. Við opnum ekki útvarpið, nema eitthvað sé á boðstólum, sem slægur er í, og við litum ekki framar í Ié- legar bækur. Þella er ráðið. Hér er um verulegt alvörumál að ræða. Það er ekkert við þvi að segja, þótt smekkur þjóðar breytist og ný menn- ingarviðborf ryðji sér til rúins. En þegar þjóðin er að villast frá þeirri tegund menningar, sem hefur varð- veilt bana frá andlegum dauða í 1000 ár og er og verður lífsnauðsyn henn- ar, verða menn að rísa, allir sem einn maður, gegn hinni aðsteðjandi hættu. Sum beztu bókmenntatimarit ann- arra þjóða flytja lesendum sínum öðru hverju bókmenntagetraunir, sem ætlazt er til að þeir spreyti sig á, en venjulega eru ráðningarnar birtar í sama hefti. Samtíðin nnm framvegis birta eina bófehienntaget-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.