Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 18
14 SAMTlÐIN Frú GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR,rBroddanesi: Molar úr djúpi minninganna HJÁ MÖRGUM börnum og ung- lingum eru það fjöllin, sem vekja fyrst eftirtektina. Fjöllin tak- marka oft útsýnið, og barnið spyr í huganum: „Hvað er fyrir handan þessi fjöll?“ Tvö fjöll vöktu fyrst eftirtekt mína. Það voru Eyjahyrna og Ennishöfði, bæði hér á Ströndum, og Ennishöfði mjög nálægt. Hann aðskilur Bitrufjörð og Kollafjörð og skagar út i Húnaflóa. Ennishöfði dregur nafn af hænum Skriðnes- enni, sem er yzli hær við Bitrufjörð að norðvestanverðu. Ennismegin heim með höfðanum er lítið undir- lendi, og sums staðar ekki neitt, nema gatan og fjaran, þangað til komið er lengra heim með sjónum eða heifn undir Ennisgrundir. Þá hreikkar undirlendið. Höfðinn geng- ur snarbrattur í'sjó fram. Þar er ekk- ert undirlendi nema fjaran, óg um flæðar má lieita, að sjórinn falli að fjallsrótunum. Klettar eru þar margra mannhæða háir, og standa tveir frammi í sjó, en tveir eru á landi, en eru þó flesta daga ársins brimbarðir og stundum klökugir. Þessir klettar lialda vörð um víkina undir höfðanum; hún heitir Stiga- vík. Áður var þar einstigi eða stein- þrep, sem gangandi maður komst um. Seinna var lagður þarna hest- vegur, um 1880, eða þar um bil. Hann er venjulega kallaður Stigaveg- ur. Ivletturinn, sem er að suðaustan- verðu við vikina, heitir Stigaklettur, en liinir þrir, sem eru að vestan- verðu, heita einu nafni Broddar. Að vestanverðu við liöfðann er meira undirlendi. Þar heim með sjónum eru víkur og grundir, en klettatangar á milli. Sumir þeirra ná langt fram í sjó. Á þeim hrotna öldur Ilúna- flóa, þungar og hljómmiklar, þótt annars staðar sé eklci mikið hrim. Öldur útliafs og flóa leggja þar til magn sitt. Það getur verið logn og bliðviðri i víkunum á landi, þótt brimaldan frevði í almætti sínu um skerin og tangana. Þar leika brim og hára á sömu strengi hrúðsöngva vorsins og hanaljóð haustsins. I þessum andstæðum eru fólgnir töfr- ar og tryllingur náttúruaflanna und- ir Ennishöfða. Yæri vesturkjálka landsins kippt frá meginlandinu um Gilsfjörð og norður í Bitrufjörð, þá væri Ennishöfði innsti vörður á Vest- fjörðum. Næsti hær höfðanum að vestanverðu heitir Broddadalsá. Þangað heim skiptast á grundir og smákhf. En alls staðar kveður við sami hafgýjusöngurinn. Bærinn stendur á grasigrónum klettarana. Þar við túnið rennur Broddaá. Hún kemur framan úr Broddadal. Sá dal- ur er slæju- og heitiland. Fyrir heim- an ána eru grundir lieim að túni á Broddanesi. Þar stendur hærinn í túninu fyrir ofan svokallað Bæjar- nes, mjög nærri vík, sem heitir Trað- arnesvík. Að vestanverðu við nesin er KoUafjörður; hann nær út að

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.