Samtíðin - 01.04.1944, Blaðsíða 6

Samtíðin - 01.04.1944, Blaðsíða 6
2 SAMTÍÐIN Dað er ekki unnt að finna dýrlegri gjöf á Islandi IIEIIISKRIMCíLA Snorra Síurlusonar er í prentun lijá Helgafellsútgáfunni með nær 300 myndum. — Það verður gjöfin, sem allir velja vinum sinum á árinu 1944. Snorri Sturluson er tvimælalaust víðkunnasti íslendingur, sem uppi hefir verið fyrr og síðar, og einn frægasti rithöfundur í lieimi. Merkasta verk hans er „HEIMSKRINGLA“, ein frægasta hók allrar ver- aldar. Þetta ægifagra og stórbrotna listaverk er jafnnýtt og hrífandi fyrir þá, sem nú lifa og það var fyrir mörgum öldum. — Helgafellsút- gáfan hefur fengið leyfi til þess að nota í þessa útgáfu af Heimskringlu nær 300 myndir, sem sex frægustu málarar Norðmanna, þeir, Christian Krogh, Halfdan Egedius, Gerh. Muntlie, Eilif Petersen, Erik Werenskjold og Wilhelm Wetlesen, hafa gert fyrir norsku útgáfuna. Sýnist fara vel á þvi, að þessi hræðraþjóð okkar leggi sinn skerf til útgáfu á sögu nor- rænna höfðingja og konunga. Þessar einslæðu myndir hafa hlotið al- heimsaðdáun enda haft geysilega þýðingu til þess að auka skilning og ást á verki hins mikla norræna snillings. í Noregi mun VART TIL það heimili, sem ekki á þessa útgáfu af Heimskringlu. Á íslandi mun skammt að bíða, að HVERT EINASTA liimili eignist hana. Heimskringla kemur út í 2 bindum, alls allt að 7—800 síður i svipuðu broti og timaritið Helgafell og kosta bæði bindin ekki yfir 140 krónur. Þeir, sem vilja eignast verkið í svörtu silki eða alskinni, þurfa að panta það hjá útgáfunni eða hjá bóksölum. Áskriftarlistar hjá öllum bóksölum á landinu. HELGAFEIjL/, Aðalstræti

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.