Samtíðin - 01.04.1944, Qupperneq 16
Í2
SAMTÍÐIN
borðinu stendur glas. Þér vilduð nú
víst ekki gera svo vel og gefa mér
vatn að drekka?
Stúlkan varð alveg himinlifandi af
fögnuði. Það var bókstaflega átakan-
legt að sjá, bve fúslega hún skundaði
að vatnskrananum, skolaði glasið og
færði mér síðan drykkjarvatnið á
sængina.
— Vilduð þér kannske annað glas ?
spurði hún, öll af vilja gerð.
Ég var nú alls ekki þyrstur lengur,
en til þess að gera henni til geðs,
hvolfdi ég i mig öðru vatnsglasi til.
Við vorum allt í einu orðin mestu
mátar. Henni jókst nú hugrekki, og
jafnframt losnaði um málbeinið á
lienni. Eftir örstutta stund hafði liún
sagt mér ævisögu sína: Endurminn-
ingar um dvöl i fátæklegum leigu-
hjalli, dauða föður síns, geysilega
fjárbagsörðugleika aðstandenda
sinna. Núna var hún alger einstæð-
ingur, átti bókstaflega engan að og
varla nokkurn kunningja. Hún liafði
gert sitt ítrasta til þess að vinna fyrir
brýnustu nauðþurf tum, búið til papp-
írspoka, gengið um beina í lélegum
veitingahúsum, unnið i ostaheildsöl-
um, saumað, þvegið og senzt.
En nú bafði hún ekkert við að vera.
Það var óskaplegt! Hún bafði ekki
liugmynd um, hvað við tæki, nema
eitthvað óvænt kæmi fyrir. Hún var
orðin skuklug um viku-liúsaleigu
í þessari bólelsnefnu, þar sem hún
bjó, og þar var si og æ verið að krefja
hana um þetta lítilræði.
Ég braut lieilann ákaft um það,
hvernig hægt væri að bjarga henni
út úr þessurn ógöngum. Loks flaug
mér i hug, að ef til vill gæti stúlku-
tetrið komist að sem aukapersóna í
einhverju leikhúsinu. En þegar ég
virti liana fyrir mér, sá ég, að slíkt
gat ekki komið til nolckurra mála.
Þessi vesalings horaði öreigi, sem
húkti þarna með mjóan silfurliring-
inn sinn sokkinn i kuldabólguna á
vísifingrinum, var fyrir löngu hrap-
aður ofan af þvi þrepi mannfélagsins,
sem leiksviðið lilýtur að miða við.
Ég kveikti mér i vindlingi og tók
að hósta. Þegar ég er nývaknaður,
selur venjulega að mér óskaplegan
liósta, sem ætlar mig alveg lifandi að
drepa. Stúlkan liorfði á það með
hryllingi, hvernig ég engdist sundur
og saman og gróf andlitið ofan í
koddann. Hún hljóp eflir vatni. Og
þegar hóstakastinu slotaði til þeirra
muna, að ég gat náð andanum, bauðst
hún tafarlaust til þess að lilaupa út i
apótek eftir hóstapillum. — Þær eru
ágætar fyrir hrjóstið! sagði hún.
Ég skýrði henni frá því, að hósta-
pillur væru alveg hættar að gera mér
gagn. En þetta leiddi til langrar sam-
ræðu um liósta. Vildi þá svo kyn
lega til, að aðstaða olckar tók að
breytast. Ég varð sá, sem kvartaði,
en hún reyndi að telja kjark i mig.
Þegar klukkan var orðin hálfþrjú,
vorum við orðin það miklir mátar,
eflir að við liöfðum rætt um atvinnu-
horfur liennar frá ýmsum sjónar-
miðum, að það hrökk fram úr henni,
að hún hefði aldrei verið við karl-
mann kennd, en nú væri liún alls
ekki frá þvi að hugsa til slíks sam-
lifs, ef hún hitti fyrir tryggan vin,
sem kærði sig um hana.
Ég leit á hana alveg höggdofa, og
það varð þögn.