Samtíðin - 01.04.1944, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.04.1944, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 17 Þótt undarlegt megi virðast, hlýnaði mér um hjartaræturnar við þessi orð hennar, og ég roðnaði eins og Sam- vinnuskóladrengur. Þetta eru líka einu viðurkenningarorðin, sem liún liefur látið um mig falla þéssi tuttugu ár, sem við höfum haldið lest. Hún hefur aldrei verið örlát á svoleiðis hún Karólína. En þegar gleði mín stóð sem hæst, skall ógæfan yfir mig. Ógæfan kom í liki negra. Þetta er ó- trúlegt, en satt. Sótsvartur negri var kominn í salinn, og hann glotti svo glannalega, að maður félck ofbirtu i augun. Hann renndi veiðibráðum valsaugum um salinn, og þau stað- næmdust á Karólínu minni. Svo skipti það engum togum; haun sveif á hana og bauð henni upp. Mér til sárrar gremju og óbætanlegrar sví- virðingar tók hún boði hans. Á næsta augnabliki sveif hún í hans svörtu örmum yfir gólfið. Ég sat eftir og sá svart. Hann dansaði við hana einn dans, liann dansaði við hana tvo, hann dansaði við hana þrjá dansa. I þriðja dansinum fór ég fram og hellti í mig rommi. Þegar ég kom inn aftur, var Karólina komin í sæti silt. Ég settist hjá henni, og mér leizt ekkert á hana. Það var annarlegur, ástríðufullur glampi í augum henn- ar, glampi sem ég hafði ekki séð síð- ustu nítján árin. Það vottaði fyrir kærule5rsislegum dráttum kringum munnvikin, dráttum, sem mér geðj- aðist ekki að. Þegar ég settist hjá henni, hvarf glampinn, og hún horfði á mig köldum, liversdagslegum aug- um og sagði: — Ilvern fjandann sjálfan ertu alltaf að flækjast fram, drengur? Ég varð orðlaus af undrun yfir ó- svífni hennar. En svo kom rommið til skjalanna. Það var rommið, sem gaf mér óviðjafnanlegt liugrekki, svo að ég sagði: — Hvern andskotann ert þú að dansa við negra af allra svörtustu tegund, tösen þín! Nú var það hún, sem varð hissa. Hún greip andann á lofti, og ég hélt, að hún væri að fá asma-kast. Hún ætlaði að fara að svara, en þá kom negrinn, bauð henni upp og bjargaði lífi mínu. Ég fór fram og hellti í mig því, sem eftir var af romminu. Von bráðar varð ég að nýjum manni. Nýjum manni, hugrökkum sem ljóni og sterkum sem óblönduðum spíra. Ég fann, að vöðvar mínir þrútnuðu út og urðu eins og melónur eða eitt- hvað svoleiðis. Mér fannst ég vera Samson sterki, eða livað liann nú hét. Ég óð inn í salinn, og menn horfðu á mig óttaslegnum augum, allir nema negrinn. Það leið j'fir tvær taugaveiklaðar, blóðlausar konur. Mér komu orð Roosevelts í hug: Sláðu fyrst. Og ég gekk rakleitt að negranum — og sló. — Sló eitt högg. En svo kom eitlhvað óvænt fyrir. Gólfið í Gúttó strauk vanga mína með blíðu og viðkvæmni. Danslag kvöldsins dunaði i eyrum mér bland- að brimhljóði frá ströndum Afríku, niðdimm þoka tók mig í faðm sinn og vaggaði mér eins og litlu, saklausu barni. Og svo kom eitthvað — eða ekkert. Myrlcui’, draumlaus svefn, meðvitundarlejrsi. Ég var ekki upp á marga fiska í morgun, þegar ég vaknaði.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.