Samtíðin - 01.04.1944, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.04.1944, Blaðsíða 7
SAMTiOIN Apríl 1944_Nr. 101_11. árg„ 3. hefti ÚTGEFANDI: SIGURÐUR SIÍÚLASON MAGISTER. UM ÚTGÁFUNA SJÁ BLS. 32 • 9 OLL FINNUM við sárt til með því fólki, sem orðið hefur fyrir ein- hvers konar heilsutjóni, og í siðuðum þjóðfélögum er reynt með ýmsu móti að létta því raunir þess. Hér á landi hef- ur m. a. verið stofnað og starfrækt fé- lag til hjálpar blindum mönnum, og hef- ur það látið mikið gott af sér leiða. Við dáumst oft að rólyndi blindra manna og ekki síður næmleika þeirra, og mætti margt athyglivert um slíkt rita. Það hef- ur lengi verið mönnum ráðgáta, hvernig blindur maður getur, einn og óstuddur, meira að segja staflaust, gengið rétt eins og hann væri alsjáandi. Ef blindi maður- inn kemur að múrvegg, nemur hann stað- ar, án þess að til áreksturs komi. Því hafa menn sagt sem svo: Blindir menn öðlast sér til hjálpar, e. k. dularfulla at- hygligáfu, sem oft er kölluð þeirra „sjötta skilningarvit'11. Þetta nýja skilningarvit þroskast, eftir að sjón þeirra tekur að þverra. Þannig veitir náttúran þeim all- verulega uppbót fyrir hinn tilfinnanlega missi sjónarinnar. Ameríkskur vísindamaður, dr. Karl M. Dallenbach, sem starfar við Cornell-há- skólann og er sérfræðingur í heyrnar- sjúkdómum, telur sig, eftir að hafa gert 1500 tilraunir, hafa fundið svar við því, hvernig standi á hinum mikla næmleik blindra manna. Tveir af nemendum dr. Dallenbachs, Wilton Cotzin og Michael Supa, sem er blindur, aðstoðuðu hann við rannsóknir hans í þessum efnum. Þeir drógu allir hettur á höfuð sér, þannig að þeir sáu ekki neitt, og gengu því næst áleiðis að töflu mikilli, sem reist hafði verið upp alllangt frá þeim. Var svo til ætlazt, að þeir rækjust á hana, en það fór á annan veg, því að þeir beygðu allir hjá henni án þess að snerta hana. Þar sem allir, bæði blindir og sjáandi menn, er bundið hafði verið fyrir aug- un á, stóðust þessa prófraun, hélt dr. Dallenbach í fyrstu, að hörund þeirra blindu mundi vera aðsetur „sjötta skiln- ingarvitsins“, og mundu þeir með tilstyrk þess skynja aukinn loftþrýsting, er þeir nálguðust harða hluti. Hann gætti þess nú vandlega, að hver einasti blettur á hörundi sínu og félaga sinna væri hulinn. En Supa, hinn blindi maður, gekk enn hik- Iaust á snið við allar hindranir og virt- ist, eins og verið hafði áður, næmari fyrir öllu en hinir, sem sjónina höfðu. Taflan var látin í 15 feta fjarlægð frá honum. Gekk hann því næst hiklaust í áttina til hennar, en þegar hann átti eftir um það bil 3 þuml. að henni, nam hann skyndilega staðar og vék til hliðar án þess að snerta hana, hvað þá, að til nokk- urs árekstrar kæmi. Er þeir félagar byrgðu eyrun, fundu þeir þegar að veru- legu leyti lausn á þessu vandamáli, og er þeir tóku af sér skóna og gengu á sckkaleistunum, sáu þeir gerla, hvernig x öllu lá: Missir sjónarinnar er bættur mönnum að nokkru leyti upp með auk- inni heyrn. Þegar blindur maður gengur, heyrir hann dauft bergmál af fótataki sínu. Er hann nálgast vegg eða aðra veru- lega hindrun, dvínar þetta bergmál. „Sjötta skilningarvitið“ reyndist því, þeg- ar til kom, aðeins vera aukin heyrn. SAMTÍÐIN- þakkar öllum þeim mörgu áskrifendum sínum, er þegar hafa greitt árgjald sitt, og biður þá, sem enn eiga það ógreitt, að senda það sem allra fyrst til þess að spara póstkröfur og inn- heimtukostnað. Margir nýir áskrifendur hafa oss bætzt síðan um áramót, og bjóð- um vér þá velkomna í hinn sífjölgandi kaupendahóp. Útvegið Samtíðinni áskrif- endur meðal vina yðar.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.