Samtíðin - 01.04.1944, Qupperneq 11
SAMTÍÐIN
7
Jón Magnússon
Pius páfi Xil.
ítalia hefur nú
um skei'ð orðið
vettvangur á-
kafra styrjald-
arátaka. Vér
birtum hér
myndir þriggja
ítala, er varp-
að hafa frægð-
arljóma á land
sitt, og mun
þeirra eflaust
íengur minnzt en ýmissa hinna
gæfuiitlu stjórnmálamanna
landsins. — Píus páfi XII. er
fæddur í Róm 2. marz 1876.
Hann er af alrómverskri ætt.
Afi hans var starfsmaður við
innanríkisráðuneyti páfa, og
varð hann 102 ára. Faðir páfa
var málaflutningsm. við páfa-
hirðina. Píus XII. hét, áður en
hann varð páfi, Eugenio Pa-
MERKIR SAMTÍÐARMENN
Jón Magnússon skáld var fæddur að Fossakoti i Andakíl 17. ágúst
1896. Foreldrar: Magnús Jónsson, bóndi þar, og kona hans, Sig-
ríður Þorkelsdóttir frá Goðhóli á Vatnsleysuströnd. — Jón missti
ungur föður sinn og ólst um tíma upp hjá vandalausum, en því
næst hjá móður sinni. Hann var iðnaðarmaður framan af ævinni,
en rak síðari árin umfangsmikið iðnaðarfyrirtæki. — Jón and-
aðist 21. febr. síðastliðinn, og hafði hann árum saman átt við
þrálátan sjúkdóm að stríða. — Með Jóni Magnússyni höfum vér
misst eitt af beztu skáldum vorum á miðri ævi,
en jafnframt nýtan þegn og frábæran dreng.
Eftir hann liggja fjórar ljóðabækur: Bláskógar
(frá 1925), Hjarðir (frá 1929), Flúðir (frá 1935)
og Björn á Reyðarfelli, einyrkjasaga í Ijóðum,
sem tengd eru frásögnum i óbundnu máli (frá
1938). Jón vakti þegar athygli, er fyrstu ljóð
hans birtust, og komu þá þegar fram þau ein-
kenni, er jafnan voru á verkum hans: inni-
teiki, formfegurð og drengileg tök á hverju
yrkisefni. Hann var sívaxandi skáld, sem að
líkum lætur, og átti sér ótæmandi sjóð yrkis-
ofna. Víðsvnn var hann og sjálfmenntaður svo
sem bezt má verða. Hann var
og prýðilega hagur á óbundið
mál. Jón var kvæntur Guðrúnu
skáldkonu Stefánsdóttur frá
Fagraskógi, kunnri gáfukonu.
Tyrone Power
Toscanini
celti. Hann er doktor i guð-
fræði, kirkjulögum og borgaralegum lögum. Var
23 ára vigður til prests (2. apríl 1899), siðan
kennai’i við prestaskóla. 25 ára varð hann
starfm. við ráðuneytisskrifstofur páfa, vígður
biskup 1917 og siðan erindreki páfa i Miinchen,
1920-29 erindreki páfa um allt Þýzkaland, kar-
dináli 1929, utanrikisráðh. páfa 1930, kjörinn
páfi 2. marz 1939 og krýndur 12. marz sama
ár. Mikill tungumálamaður, fornfræðingur og
stjórnmálamaður. Einkunnarorð hans eru:
„Opus justitiæ pax“, og gætu ýmsir stjórnmála-
menn mikið af honum lært. — Arturo Tosca-
nini, frægasti, núlifandi hljómsveitarstjóri, er fæddur 1867. Var
upphaflega fiðluleikari. Hljómsveitarstjóri Metropolitan-óper-
unnar í New York 1908—20 og Scala-óperunnar í Mílanó 1920
—29. Þoldi ekki siði fascista og fór til Ameríku 1930. Stjórnaði
hljómsveitinni við hátíðasýningar i Bayreuth 1932—33, en fór
til Ameríku í mótmælaskyni vegna Gyðingaofsókna nazista. —
Benjamino Gigli er talinn einhver ágætasti tenórsöngvari, sem
nú er uppi. Fæddur 1890. Söng fyrsta óperuhlutverk sitt 1914, en
hefur síðan sungið í flestum söngleikhúsum Evrópu og Ameríku.
Hann er því einn frægasti óperusöngvari, sem nú er uppi, en er
einnig mjög vinsæll fyrir söng í kvikmyndum og á hljómplötum.
Tyrone Power, hinn mikilhæfi,
ameríkski kvikmyndaleikari, er
fæddur í Ohio-ríki 5. mai 1914.
Hann lék upphaflega á leik-
sviði og í útvarp, en réðst svo
til kvikmyndatökufélags og hef-
ur síðan leikið
hvert stórhlut-
verkið á fætur
öðru við sívax-
andi orðstir, m.
a. í þessum
myndum: Ma-
rie Antoinette,
Suez, Jesse Ja-
mes og The
Rains came. Á
hann hér fjölda
aðdáenda.
Gigli