Samtíðin - 01.04.1944, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.04.1944, Blaðsíða 31
SAMTÍÐIN 27 Raddir lesenda vorra GREINDUR búfræðingur úr Skaga- firði skrifar m. a.: „Hr. ritstjóri! Mér finnst það vera skylda okkar les- enda og kaupenda tímaritanna, að láta ykkur ritstjórana vita svona öðru hvoru, hvernig okkur líkar við þau. Samtíðin á það fyllilega skilið, að vera keypt og les- in af hverjum þeim, sem alþýðlegum fróð- leik ann, og mikið má vera, ef hún á ekki eftir að ná því marki, að verða vin- sælasta og útbreiddasta tímarit landsins, og það á hún vissulega eftir að verða, ef hún heldur áfram á þeirri braut, sem hún hefur markað í íslenzkum bókmenntum. Vaxi gengi Samtíðarinnar." Fjöldi svipaðra ummæla barst ritinu úr öllum áttum í sambandi við 10 ára af- mæli þess um siðastl. áramót. — Hlýleg ummæli, ásamt sanngjarnri gagnrýni, eru hverju tímariti auðvitað kærkomin, og í þeim eru vissulega fólgin ríkuleg laun fyrir það erfiði, sem útgáfa tímarits með jafnfámennri þjóð og íslendingum hlýtur að hafa i för með sér. Tímarit, sem náð hefur sama aldri og Samtiðin og ætlað er alþjóð, en ekki einvörðungu „einum flokki“ eða afmörkuðum hópi vissra á- hugamanna (sérfræðitímarit), mundi með stórþjóð vafalaust eiga sér kaupendahóp, er skipti hundruðum þúsunda. Hér á landi verður sá hópur aldrei nema nokkrar þúsundir sakir fámennis, en honum má þó fjölga furðanlega, ef allir vinir tímarits- ins leggjast á eitt og útbreiða það kapp- samlega. Aukið áskrifendatölu Samtíðar- innar að miklum mun. LEITIÐ UPPLÝSINGA UM VÁTRYGGINGAR HJÁ: Nordisk Brandforsikring A/S Aðalumboð á fslandi Vesturgötu 7. Reykjavík. Sími 3569. Pósthólf 1013. Borðið Físk og sparið FISKHÖLLIN Jón & Steingrímur Sími 1240 (3 línur). önnumst húsa- og skiparaflagn- ir, setjum upp vindrafstöðvar fyrir sveitahæi og útvegum allt efni til þeirra. Sjáum um teikningar af stærri og smærri rafveitum. Lúðvík Guðmundsson Raftækjaverzlun og vinnustofa Laugaveg 46. Sími 5858.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.