Samtíðin - 01.04.1944, Blaðsíða 13
SAMTOIN
9
höndum, var látin lognast út af.
Vafalaust verður þetta merki ein-
hvern tíma á ný tekið upp í einhverri
mynd. En síðan núverandi styrjöld
skall á, vill svo til, að land vort og
þjóð hefur verið „kynnt heiminum“
á áhrifameiri hátt en vér hefðum
sjálf megnað. Mætti nú öllum þjóð-
hollum íslendingum þykja það
mildu varða, að menning vor yrði
ekki vegin og léttvæg fundin um
þessar mundir. Það mun mála sann-
ast, að sú hámenning, sem reis hér í
fornöld og skóp þá Eddur vorar og
sögur, hafi reynzt íslendingum hin
styrkasta brjóstvörn í menningar-
baráttunni bæði innbyrðis og út á
við. En þá vaknar þessi spurning:
Hvað líður sköpun varanlegra
menningarverðmæta hér á landi nú
á dögum? Vér höfum upp á síðkast-
ið aflað fjár á tá og fingri. Allt liefur
snúizt hér um það eitt: að græða fé.
Margir eru að vísu liræddir um, að
þjóð vorri kunni að haldast illa á
stríðsgróðanum, er til lengdar lætur.
Vér kunnum áreiðanlega litt að gæta
fengins fjár, enda er slíkt alls ekki
nema að litlu leyti á valdi alls þorra
manna eins og allt er hér í garðinn
búið. Vísast er, að íslenzkir stjórn-
málamenn taki sig til, áður en varir,
og skerði eignir manna að verulegu
leyti með uppáhalds krabbameins-
skottulækningaraðferð sinni: gengis-
lækkuninni illræmdu. Hvenær lærir
sú manntegund nokkuð af biturri
reynslu, sem vesalings þjóðin sýpur
jafnan seyðið af? Hinn stórvitri mað-
ur Stefán Zweig, einn af snjöllustu
rithöfundum þessarar aldar, komst
eitt sinn þannig að orði, að stjórn-
málamenn væru hinir tryggu óvinir
opinberrar ráðdeildar!
HVENÆR EIGUM vér að skapa si-
gild, þjóðleg menningarverð-
mæti, er lýsi eins og vitar yfir róti
þessara furðulegu veltiára, ef ekki
einmitt nú, er atvikin liafa rétt oss
úr margra alda kút? Eittlivað verð-
ur sú kynslóð, sem nú lifir, að af-
lienda niðjunum, sem talizt geti ó-
brotgjarn menningararfur. Mér dett-
ur í liug, að ríkið ætti einmitt nú að
veita ríflega fjárliæð (ég vil ekki
nefna neina tölu) til þess að vei'ð-
launa beztu tónvei’k, er ætlað væri
að spegla íslenzka lífsbai’áttu og við-
horfið til vors fagra og sérkennilega
lands. Mundi þá ef til vill geta skap-
azt hér „Islandia“ fyrir sitt leyti eins
og finnska þjóðin eignaðist hér um
árið sitt óumræðilega tónverk „Fin-
landia“. Þetta væntanlega tónverk
yrði síðan flutt hér lieima og víða
erlendis, sem vottur þess, að á fslandi
býr nú á dögum hugsandi fólk, en
ekki einvörðungu strilandi lýður, er
ekkert skj-njar nema þarfir munns
og maga.
Þjóðliátíð sú, er lialdin var liér á
landi sumarið 1874 á 1000 ára af-
mæli íslandsbyggðar, knúði fram
sköpun lofsöngsins „Ó, guð vors
Iands“, sem nú er oi’ðinn að þjóðsöng
vorum og lyft hefur mörgum ís-
lenzkum hugum „duftinu frá“. Ég
var eitt sinn staddur i boi’g nokkurri
sunnarlega í Mið-Evrópu ásamt
nokkuð á annað hundrað Norður-
landabúum. Samkoma skyldi lialdin
suður þar af hálfu borgarstjórnar-
innar til heiðurs hinum norrænu