Samtíðin - 01.04.1944, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.04.1944, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN Nordahl Grieg Það er dirfska af sveinstaula að senda einn svolítinn minningarkrans til þín, sem ert orðinn og verður ástmögur fólks þíns og lands. Og hljóður ég höndina rétti og horfi á hin litfölvu grös, er batt ég með hikandi huga í hvirflandi daganna ös. Ég bið þig því gáleysi að gleyma, ég get ekki skilið það nú, að dánarsveig hnýtt ég þér hafði, né hvernig að fávizka sú greip mig. Ég get eigi skilið, ég gætti ei þegar hins, að þú lifir um ár og aldir í anda hins norræna kyns. Þinn andi var ímynd hins bezta, er átti hin norræna sál, því unnu þér allir sem bróður. Þitt einfalda hjartans mál, það vakti vort íslendings-eðli, þá erfð, er oss Noregur gaf, að kaupa ei frið fyrir kúgun né krjúpa við svínanna draf. Við fundum þar sögu’ okkar feðra, er flýðu ofríki eins manns, en áttu þó leið sína um aldir ú t til hins nýja lands. Og enn er hinn norræni andi ofinn úr þáttum tveim, trúnni á táp sitt og frelsið og tryggðinni’, er dregur oss heim. Þú ortir þig stóran í óði og ef til vill stærri i dáð. Hver hugsun, hvert orð og athÖfn af ást til þíns lands var skráð. Þótt beinin þín fái ei borið við brjóst sín þín feðraslóð, hún heimtir þó heim þig sjálfan, þitt hjarta, sál þína og ljóð. Brátt vorar um víðlendi Noregs af varma frá rísandi sól, og blánandi hamrahlíðar sér hreykja á grænbryddum kjól. Það hvíslar í laufi og limi hinum langþráðu tíðindum, þeim: Nú heilsar þér „æ 11 m o 1 d og á s t j ö r ð“, nú ertu þá loks kominn heim. Við kveðjum með hljóðlátum huga, sem höfum þig litið sem gest. Við vissum þú hlauzt þó að halda heim; þar er fegurst og bezt. En meðan að sögð er hér saga og sungið eitt einasta ljóð, þú lifir um ár og aldir og eilífð — hjá norrænni þjóð. Bjartmar Steinn.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.