Samtíðin - 01.04.1944, Blaðsíða 32
28
SAMTÍÐIN
Flateyjarbók
ARIÐ 1662 flutti sagnaritarinn
Þormóður Torfason Friðriki
konungi III. dýrmæta gjöf frá Brynj-
ólfi Sveinssyni, biskupi i Skálholti.
Það var skinnbók ein mikil, er áður
hafði verið í eigu Jóns Finnssonar,
bónda í Flatey á Breiðafirði, og hef-
ur hún því hlotið nafnið Flateyjarbók.
—- Sjálfsagt hefur sendandann ekki
órað fyrir því, að þessi bók yrði
scinna ekki föl fyrir miljónir króna
og að slóreflis herskipi yrði eigi trúað
fyrir henni yfir Atlantsliafið. Nú er
hún vandlega geymd í Danmörku, og
útgáfan frá 1860—68 er aðeins i
fárra manna höndum. Sama máli
gegnir um hina ljósprentuðu útgáfu
frá 1930.
Það er sannarlega vel til fundið, að
liafizt hefur verið handa um útgáfu
á þessari stórmerku bók á þessu milda
merkisári í sögu íslands, og ber shkt
volt um hinn andlega stórhug, sem
enn býr með söguþjóðinni. Hinn á-
gæti bókmenntafræðingur vor, próf.
Sigurður Nordal, mun rita formála
að öllum fjórum bindum liinnar
væntanlegu útgáfu, og er elcki öðrum
treystandi til að gera það samvizku-
samlegar né betur. — Flateyjarbók er
skrifuð um 1390. í henni eru varð-
veittar Nöregskonungasögur, Orkn-
eyinga-, Færeyinga-, og Jómsvíkinga-
saga, annáll frá upphafi heims til
1394, ýmsir merkir þættir og kvæði.
Allmargt af þessu er hvergi annars
staðar varðveitt. Útgáfu þessari ber
að fagna sem merkisviðburði í ísl. út-
gáfustarfsemi.