Samtíðin - 01.04.1944, Blaðsíða 39

Samtíðin - 01.04.1944, Blaðsíða 39
FLATEYJ ARBÓK er í prentun. Hún verður gefin út í fjórum bindum, alls á þriðja þús- und blaðsíður með drjúgu, skíru letri. Ekkert verður til sparað að gera útgáfuna sem bezt úr garði. Handritum verður nákvæmlega fylgt, en staf- setning þó samræmd, svo bókin verði hverjum manni auðlesin. Sigurður Nordal, prófessor mun rita formála með hverju bindi, greinargerð fyrir sögu og efni handritsins og leiðbeiningar um lestur bókarinnar. Útgáfan verður prýdd myndum af sögustöðum og úr handritinu. Hvert bindi verður bundið í sérstaklega vandað skinnband. Tvö fvrri bindin koma út í sumar og tvö síðari bindin fyrra hluta næsta árs. — Flateyjarbók er stærsta og frægasta skinnbók, sem rituð hefur verið hér á landi. Hún er varðveitt heil og ósködduð; glæsilegur minnisvarði þeirra alda, þegar íslendingar báru af öllum þjóðum Norðurlanda í frumlegri bókmennta- starfsemi. Meiri hluti efnis hennar AÐALEFNI bindanna er þetta: 1. bindi: Ólafs saga Tryggvasonar hin meiri. 2. bindi: Ólafs saga helga hin meiri. 3. bindi: Sverris saga eftir Karl ábóta Jónsson. Hákonar saga gamla eftir Sturlu Þórðarson. 4. bindi: Saga Magnúsar góða og Haralds harðráða hin meiri. Annáll frá upphafi heims til 1394. En inn í eru felldar ýmsar heilar sögur, m. a. Orkneyinga saga, Færeyinga saga, Jómsvíkinga saga og sægur af merkileg- um og skemmtilegum þáttum, t. d. af Eind- riða ilbreið, Eymundi Hringssyni, Blóð- Agli, Hemingi Áslákssyni, Völsa þáttur og mikið af frásögnum, sem hvergi eru nema i Flateyjarbók, allt austan úr Garðariki og vestur til Vinlands. Hver fslendingur, sem vill kynnast auð- legð og fjölbreytni fornsagnanna og sækja þangað andlega heilsu og þrek, ætti að eignast þessa útgáfu Flateyjarbókar. Hún mun halda gildi sínu, vera hverj- um eiganda sínum dýrmætur fjársjóður, þegar flest af því, sem nú er prentað, verður gleymt og dautt. Eignizt Flateyjarbók. Með því móti get- ið þér fengið fáeina af seðlunum ykkar innleysta með gulli. er almenningi hér á landi ókunnur. Þvi miður verður vegna pappírseklu að hafa upplag bókarinnar mjög takmarkað. Áskrifendur, sem gefa sig fram fyrir 1. maí næstkomandi, fá bókina með lægra verði en hún kostar í lausasölu. Þeir verða látnir sitja fyrir eintökum í sömu röð sem þeir gefa sig fram. Eg undirritaður gerist hérmeð áskrif- andí að hinni nýju útgáfu Flateyjarbók- ar, og er undirskrift mín bindandi fyrir allt ritið. Hvert bindi greiðist við móttöku. Nafn ..................................... Heimili (Póststöð) ....................... Hr. yfirkennari Bogi ólafsson, Reykjavik. — Póstliólf 523. Dragið ekki að senda pantanir yðar. — Eftir tvo mánuði getur það orðið of seint. Verð hvers bindis — i úrvals skinn- bandi — verður til áskrifenda kr. 100,00, og tekur hr. yfirkennari Bogi ólafsson, Reykjavik á móti áskriftum (og áskrifta- listum). Flateyj arútgáfan

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.