Samtíðin - 01.04.1944, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.04.1944, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN HANS KLAUFI: 4. grein Ur dagbók Högna Jónmundar Sunnudagurinn, 29. apríl 1942. P G VAR AUMUR í morgun, J—^ þegar ég vaknaði. Mér fannst ég ekki vera ég sjálfur, heldur ein- hver allt annar, alveg óviðkomandi persóna. Höfuðið á mér var eins og skilvinda í fullum gangi. Þar ægði öllu saman, löngu gleymdum dægur- lögum, óframkvæmdum fyrirætlun- unum, Ijóðum eftir Einar Markan, ó- veðursnóttum á Norðurlandi og ís- lenzka útvarpinu. Er á daginn leið, tókst mér þó að sameina hugsanir mínar og móta mér mynd, sem gaf mér skýringu á þessu öllu saman. Ég var á gömlu dönsunum í gær- kvöldi. Karólína hefur ekki linnt lát- um i allan vetur af æsingi yfir því að komast þangað. Ég veit, að það er Vigga Ámunda, sem hefur verið að spana hana upp í þetta. Vigga er allt- af að hlaðskellast á þessum skröllum. í gærkvöldi lét ég tilleiðast, illu heilli. Karólína klæddist sínu fínasta pússi, og þó skömm sé frá að segja, þá var ekki alveg laust við, að eg væri ofur- htið skotinn í henni, þegar hún hirt- ist í skrúða sínum. Svona er maður veikur á svellinu, þó að maður sé kominn á efri ár. Við fórum í bíl nið- ur í Gúttó. Ég veitti því athygli, að kerlingarnar í nágrenninu fjölmenntu í gluggunum, og augun ætluðu út úr höfðum þeirra af forvitni. Þó að ég sé enginn snobb, þá hafði ég dálítið gaman af þessu. Karólína bar höfuð hátt, þegar hún gekk út að bílnum, og liún minnti mig á eina af þessum fjórmöstruðu skonnortum, sem hann Sveinbjörn Egilson var á í gamla daga. Ég var í hláu clieviot-sunnu- dagafötunum mínum nýpressuðum og har mig eins og hershöfðingi á friðartímum. Já, maður getur nú líka látið til sin taka, ef svo ber undir, engu síður en kerlingin. Ekki spillti ])að ánægju minni, að ég átti romm- pela í rassvasanum, sem ég hafði sært út úr brezka heimsveldinu, sem hýr í litla vesturherberginu. Karólína iiafði enga hugmynd um pelann, enda var það eins gott, því að hún er ekkert hrifinn af því, að ég fái mér smurningu, þó að henni þyki sopinn góður sjálfri. Svona er þetta kven- fólk. Á leiðinni áminnti Karólína mig um að hegða mér sæmilega í sam- kvæminu og gefa mig ekki að þeim, sem lægra væru settir í mannfélagi en við. Ég áttaði mig ekki almenni- lega á þvi, við hverja hún átti, en ég sagði auðvitað ekki neitt. Þegar nið- ur i Gúttó kom, var þar fyrir múgur og margmenni. Ég tók strax eftir því, að sumir karlmennirnir litu Karólínu hýru auga, og ég ákvað að gera það, sem í mínu valdi stóð, til þess að verja liana öllum freistingum, því að ef satt skal segja, þá getur hún verið dálítið frí af sér, ef tækifæri hýðst, blessuð konan. Ég dansaði við hana þrjá fyrstu dansana, vals, galopade og skottís. Karólína lék við hvern sinn fingur. I einum dansin- um horfði hún á mig örvandi aug- um og sagði í ótrúlega þýðum tón: — Þú ert fyrsta flokks ballkaveler.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.