Samtíðin - 01.04.1944, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.04.1944, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN BJÖRN SIGFÚSSON: ,,Að fornu skal ÁGUFALLSSÝKI er gömul á íslandi. Elztu dæmi mætti nefna úr fornritum. Frá 19. öld er margt dæma. En landfarsótt liefur hún aldrei verið nema á okkar dög- um. Allar farsóttir hjaðna og skilja aðeins menjar eftir. Þess vegna er alls ekki fánýtt að reyna að útrýma þágufallssýkinni sem fyrst og af- neita öllu liennar athæfi og menjum. Ein af menjum þágufallshneigðar á 19. öld og fyrr er þgf. fyrir þf. með so. þora. En í formála Heimskringlu segir Snorri Sturluson, að ekkert skáld, sem yrkir um konung „myndi þat þora at segja sjálfum honum þau verk hans, er allir þeir, er heyrði, vissi, at liégómi væri ok skrök, ok svá sjálfr hann“. — Rétt er að segja um kjarkleysing, að hann þori fátt eða ekkert. Meirihluti landsmanna, hygg ég, hefur enn þolfall með so. þora eða áræða, og geta aðrir liaft þá fyrirmynd. Menn leggja net, leggja tundurdufl, en leggja skipi. Orðið laukréttur o: réttur og eðli- lega skapaður — er vafalaust fornt i tungunni, en spurður hef ég verið um skilning þess eins og fleiri kynlegra orða. Á 19. öld var orðið munntamt ýmsum Mývetningum og lifir víðar. Laukur er jurt, skyld liljum, en virð- ist í fornmáli lílt skorðað tegundar- lieiti og táknar beinvaxnar, glæsileg- ar jurtir. Guðrún segir um Sigurð Fáfnishana: „Svá var minn Sigurðr| hjá sonum Gjúka | sem væri geir- TUNGAN 8. hyggja, ef....“ laukr (grænn laukr i Guðr. II) j úr grasi vaxinn.“ Sá laukur var réttur, laukréttur, því að réttur þýðir eigin- Iega heinn og þar næst sannur, rétt- látur, enda ættu sannindi og réttlæti ekki að vera krókótt í laginu. í lík- ingu orðsins laukréttur fekst hin fagurvaxna mynd beinnar, eðlilegr- ar jurtar, og svo fagurvaxin ættu laukrétt lög og Iaukrétt sannindi að vera. Sighvatur skáld Þórðarson hef- ur þekkt hugtakið laukrétt lög. I Bersöglisvísum kveður liann um „Iaukjöfn“ lög (jafn = réttur, á þeim stað) og rímar nöfn — móti jöfn. Hann þurfti vegna ríms að breyta laukrétt í „laukjöfn“, enda Iiægt án þess að rugla merkingu. Það eru fornskáldin, sem liafa mót- að orðið laukréttur og hina tvíhverfu merking þess. Spurt er, hvort það sé nokkuð nema tilgerð og hégómleg nýhreytni í máli að segja „með ágætum“, þegar til er orðið ágætlega. Svar: Iiið fyrr- nefnda er áhrifameira og ekki að- eins nýhreytni, lieldur fornt mál, tíðkað á ýmsum öldum. Merking orðsins ágæti o: áfhragð — er áhrifa- meiri en ao. ágætlega, og þegar forn orð eru lifguð, verka þau meir en hversdagsleg, hálfsljóvguð orð á vit- und manna. Sæmir að Iiafa orðið haus fyrir höfuð á mönnum og skepnum? er spurt. Svar: Það er ekki rangt, en þykir eiga misvel við. Sjaldan er

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.