Samtíðin - 01.04.1944, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.04.1944, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN SIGURÐUR SKÚLASON: r Arið 1944 kallar á menningarverðmæti ISLENZKA ÞJÖÐIN. Ilvers konar fyrirbrigði er þetta? Fámenn hjörð, sem liefur dregið fram lífið — oft og einatt vesalt líf — í iiarð- leiknu, afskekktu landi norður við hið yzta haf í um það bil 1070 ár. Hópur af fólki, sem vakið hefur furðu hins „menntaða heims" síðan á 16. öld, er útlendingar tóku að slá sjálfa sig til riddara á því að setja saman furðuleg rit um þjóð vora. Veturinn 1592 tekur lærðasli prest- ur íslands, séra Arngrímur Jónsson, sig til og semur varnarrit á latínu. Heiti þess ber ekki vott um bljúgan hug; þar er ekki dregið af: „Brevis commentarius de Islandia, quo scriplorum de hac insula errores deteguntur et extraneorum quorun- dam conviciis ac calunmiis, quibus Islandis liberius insultare solent occuritur.“ — Þessu riti var ætlað að bnekkja óbróðri, er útlendir höf- undar höfðu borið á íslendinga. Það var prentað í Khöfn árið 1593. Höf- undur tileinkaði ritið Kristjáni kon- ungi IV., er þá var aðeins 16 vetra gamall, og bað liann í nafni íslend- inga að verja nafn þjóðar vorrar, er að ósekju hefði verið flekkað. Tilefni þessa rits var níðrit eitt um Islend- inga, sem komið hafði út í Ham- borg árið 1561 og kennt var við Þjóðverja nokkurn, Gories Peerse að nafni. Enn varð séra Arngrímur Jónsson að fara á stúfana árið 1611 og semja nýtt varnarrit gegn erlendum óbróðri, er birzt hafði suður í Leyden árið 1607 í bókarformi og nefndist „Is- landia, sive populorum et mirabilium quæ in ea insula reperiuntur accura- tior descriptio.“ Þetta rit er kennt við Dithmar nokkurn Blefken, og hnekkti séra Arngrímur því með hinu röggsamlega varnarriti sínu „Anatome Blefkeniana“. Loks tók séra Arngrímur sig til árið 1618 og samdi ritið „Epistola pro patria defensoria“ o. s. frv. gegn lygaþvættingi séra Davíðs nokk- urs Fabriciusar, er út bafði komið á þýzku tveim árum áður. Það er skemmst frá að segja, að öll þessi rit eru hatrömm varnarskrif eða landkynning í neikvæðum skiln- ingi, og sannast að segja hefðu ís- lenzkir rithöfundar oft og einatt haft ærið að starfa, ef þeir hefðu átt að standa í þeim stórræðum að bera blak af þjóð sinni og linekkja öllum þeim fávíslega þvættingi og miskilningi, sem útlendingar hafa löngum síðan dreift út um Islend- inga í fjölmörgum bókum, ritling- um, blaða- og tímaritagreinuin. NOKKUR ÁR eru liðin, siðan Is- lendingum tók að skiljast, að þeim væri sjálfum þörf á þvi að taka upp jákvæða landkynningu. Þá var formlega stofnað hér til slíks af þeirra liálfu. En sú stofnun, er ætlað var að liafa þessa kynningu með

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.