Samtíðin - 01.11.1944, Side 13

Samtíðin - 01.11.1944, Side 13
SAMTIÐIN 9 Dr. BJÖRN SIGFÚSSON: Úr ísl. menningarsögu II. Ein lög, einn siður, ein stétt „Þar stóö hann Þorgeir á þingi, er við trúnni var tekið af lýði.“ i ÞEIRRI STUND var Islandi mik- Aill voði búinn. Heiðni og kristni börðust um völd, og lá við Itorð, að öll þjóðfélagsbönd yrðu slitin milli heiðinna manna og kristinna, tvö fjandsamleg ríki yrðu í landinu. Þorgeir frá Ljósavatni var fenginn til meðalgöngu, því að honum trúðu bvorir tveggja til sáttarhyggju og framsýni. Þá mælti hann það af Lögbergi, sem frægt er orðið. Hann beitli hvers konar fortölum til að sýna þingheimi, hvers virði rikis- heild og þjóðarsátt væri og hve háskalegt væri að kljúfa, sagði, að þá mundu þær barsmíðir takast á milli manna, er landið eyddist af. Rað bann menn láta „eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast, og miðl- um svo mál á milli þeirra, að bvor- irtveggju hafi nokkuð síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sund- ur lögin, að vér munum slíta og friðinn." Eftir það játuðu hvorir tveggja, að ein lög skyldu allir hafa, þau er Þorgeir teldi fært upp að segja, og það ráð skyldi tekið í trúarefnum, sem fyrirbyggði trúarofsóknir og tryggði, að ríkistrúin teldist ein, en ekki tvær. Kristni var síðan lög- tekin með undanþágum, sem nægðu þeim, er enn voru trúmenn heiðins siðar. Frá þessu segir Ari Þorgilsson, Gellissonar, sonar Þorkels og Guð- rúnar Ósvífursdóttur, og er ein skoð- un þeirra Ara prests og Þorgeirs goða þrátt fyrir trúarmun. Svo er að skilja, að landsmenn bafa að vísu tekið trú við ræðu Þorgeirs, ekki eindregna kristni þá í bili, heldur trú á ríkissamheldni, um- burðarlyndi í trúmálum, fordæming þess að setja utan garðs í þjóðfé- lagi þá menn, sem öðru trúa en meirihlutinn, og loks trú á rétt hvers einstaklings til að blóta í ein- rúmi bvaða himingoð, sem liann kýs. Þessi trú varð íslenzkri krislni farsælust allra vöggugjafa, svo að islenzkir menn liafa ekki getað stað- ið í trúardeilum, sem nafn sé gef- andi, nema flytjast fyrst í aðra lieimsálfu, úr ríki Þorgeirs. Ræða Þorgeirs varð að þingsá- Ivktun, sem færði islenzka ríkið af bernskuskeiði á myndugsaldur, gaf því fastari réttarmarkmið en fvrr og aukið vald yfir þegnum, sem kynnu að hatast við bið rúmgóða lögmál um ein lög og einn sið. Enn ber að minnast þess, að Þor- geir, lieiðinginn, vann bezt fyrir kjörorð sitt um einn sið með því að afsala sér sínum sið, sem hann sá feigð á, og gera ekki viðhald hins gamla að lífakkeri þjóðrikisins,

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.