Samtíðin - 01.09.1947, Síða 7
SAMTiÐIN
September 1947 Nr. 135 14. árg., 7. hefti
SAMTÍÐIN kemur mánaðariega, nema i janúar og ágúst. Árgjaldið er 2U kr. og greið-
ist lyrirl'ram. Áskrift getur úyrjað hvenær sem er. Úrsögn er bundin við aramót.
i-iitstjóri og útgeíandi: Sigurður Skúiason magister, simi 2526, pósthólf 75. Áskriítar-
gjöidum veitt móttaka i Bókaverzlun Finns Einarssonar, Austurstræti 1, Bókabúð Aust-
urbæjar, Laugaveg 34, og á Bræðraborgarstig 29. Prentuð i Féiagsprentsmiðjunni.
SLENDINGAR hafa löngum unnað bók-
menntum, og- lestur bóka hefur lengst
af verið höfuðskemmtun þeirra. Því má
ætla, að ýmsum þyki fróðlegt að kynnast
því, sem hinn vitri menntamaður, Kínverj-
inn Lin Yutang, segir um lestur. Hér
verða endursagðar nokkrar setningar úr
grein hans um listina að lesa:
Lestur, eða sú nautn, sem bækur veita,
hefur jafnan verið talinn til þess hugð-
næmasta, er menningin heimilar mönnum
að njóta. Slíkt er í hávegum haft og litið
öfundaraugum af þeim, sem sjaldan Unna
sér slíkra sérréttinda. Þetta er auðskil-
ið, þegar borinn er saman munurinn á
lífi þess manns, sem aldrei lítur í bók, og
hins, sem iðkar lestur. Sá, sem ekki legg-
ur það í vana sinn að lesa, er fjötraður af
nánasta umhverfi sínu, að því er snertir
tíma og rúm. Líf hans er lagt í ákveðnar,
vanabundnar skorður. Hann verður að láta
sér nægja að umgangast og ræða við fáeina
vini og kunningja, og hann sér ekki ann-
að en það, sem við ber í kringum hann.
Úr þessari prísund á hann sér engrar út-
göngu auðið. En jafnskjótt og hann tekur
sér bók í hönd, opnast honum nýr heimur,
og sé þar um góða bók að ræða, er hann á
sömu stundu kominn í samfélag við einn af
mestu mælskumönnum veraldarinnar.
Þessi málsnillingur gerist síðan leiðsögu-
maður hans og fer með hann inn í nýstár-
legt land eða til annarlegs tímabils. Stund-
um trúir hann honum fyrir hörmum sínum
eða ræðir við hann einhverja þá lífsskoðun
eða sjónarmið, sem lesandinn er gersam-
lega ófróður um. Fornaldarhöfundur veit-
ir honum samfélag við anda löngu horf-
innar aldar, og þegar hann les meira, fer
hann að mynda sér skoðun um útlit hins
forna höfundar og hvers konar maður
hann hafi verið .... Það ætti auðvitað að
vera öfundarefni því fólki, sem fjötrað er
viðjum líkama síns, að eiga þess kost að
lifa tvær klukkustundir af hverjum tólf
í aunarlegri veröld og gleyma þar með
annríki líðandi stundar. Slík breyting á
umhverfi er vissulega sambærileg við
ferðalag, hvað sálræn áhrif snertir. En
hér kemur einnig fleira til greina. Les-
andinn berst ávallt inn á svið hugsunar
og íhygli. Enda þótt bók fjalli um atburði
úr efnisheiminum, er ærinn munur á því að
sjá þá atburði gerast sjálfur eða vera þátt-
takandi í þeim og hinu að lesa um þá í
bókum, því að þá öðlast þeir ávallt ákveðna
mynd, og lesandinn verður óháður á-
horfandi. Það lesmál er því hollast, sem
vekur okkur til umhugsunar, en ekki hitt,
sem eingöngu fjallar um atburðaröð. Ég lít
svo á, að öllum þeim ókjörum af tíma, sem
varið er til þess að háma í sig blaðales-
mál, sé alls ekki varið til lestrar, því að
venjulegir blaðalesendur hugsa mestmegn-
is um að forvitnast um fregnir af atvikum
og viðburðum, sem eru fjarri því að þjálfa
hugsunina. Ég álít, að skáldið Huang
Shanku hafi skýrgreint allra manna bezt,
í hvaða tilgangi menn eigi að lesa. Hann
komst þannig að orði: „Námsmaður, sem
ekki hefur litið í bók r þrjá daga, verður
þess var, að ræða hans er orðin gersneydd
öllum hljómif er orðin bragðlaus) og and-
lit hans verður viðurstyggilegt á að líta
(í speglinum).“ Það, sem hann á við, er,
að lestur veiti manni vissan yndisþokka
og hugðnæman blæ, sem hefur í sér fólg-
inn gervallan tilgang lestrarins, og því