Samtíðin - 01.09.1947, Qupperneq 8

Samtíðin - 01.09.1947, Qupperneq 8
4 SAMTÍÐIN aðeins, að lesið sé í þessum tilgangi, sé um list að ræða .... Hver sá maður, sem les bók einungis af skyldurækni, ber eng- in kennsl á listina að lesa .... Lestur, sem miðar að því að skapa persónulegan ynd- isþokka í ytra útliti mannsins og raddblæ hans, er þá að skoðun Huangs sú eina teg- und lestrar, sem til greina kemur, að menn eigi að tileinka sér. Þessi yndisþokki í út- liti er auðvitað allt annað en líkamlcg feg- urð. Það, sem Huang á við með orðunum: „viðurstyggilegur á að líta“, er ekki.lík- amlegur Ijótleiki. Það eru til ófríð and- lit, sem eru gædd töfrandi yndisþokka, og falleg andlit, sem eru næsta sviplaus á að líta. Höfuðið á einum af vinum mín- um í Iiína er eins og sprengja í lögun, og samt er alltaf gaman að sjá hann .... Það, sem Huang mundi kalla fallegt andlit, ei ekki fegrað með dufti eða roða, heldur einungis mótað af hugsanaorku. Að því er snertir raddhreiminn, er hann einungis undir því kominn, hvaða lestraraðferð menn temja sér. Það er einvörðungu liáð lestraraðferð manna, hvort ræða þeirra er gædd „litblæ“ eða ekki. Ef lesari tileinkar sér hljóm bókanna, mun hann opinbera þau áhrif í samræðum, og ef viðræður hans eru blæauðugar, getur ekki hjá því farið, að slíks gæti einnig í ritum hans .... Ég tel, að sú uppgötvun, hver sé þér kærastur allra rithöfunda, sé mikil- vægasti viðburður á andlegri þroskabraut þinni. Til er það, sem nefnist andlegur skyldleiki, og meðal höfunda að fornu og nýju verða menn að reyna að finna þann, sem er þeim andlega skyldur. Með því einu móti geta þeir vænt sér nokkurs ábata af lestrinum. Þeir verða í því efni að fara sínar eigin götur og leita meistara sinna. Enginn getur spáð neinu um það, hver sé uppáhaldshöfundur manns, jafnvel ekki hann sjálfur. Það er eins og ást við fyrstu sýn. Ekki er unnt að skipa lesandanum að elska þennan eða hinn. En samkvæmt eins konar eðlishvöt skynjar hann sjálfur, hvenær hann hefur fundið þann höfund, sem hann elskar. Áskriftarsími Samtíðarinnar er 2526 icfóljur ^jbavíL óáon HEKLUGOSIÐ Eftirfarandi kvæði orti Ingólfur Davíðs- son magister, er liann sá aðfarir Heklu fyrsta gosdaginn, 29. marz s.l. Rammlega hrikti, rofnaði gnípan. Sprakk sundur jörðin og spúði ösku. Hraunflóðið brauzt upp úr djúpunum dunandi, dró fyrir sólina gosmekki brunandi. Dimmrauðum björgum úr bálinu þeytandi blikuðu eldstrókar, himinsins leitandi. Fljótshlíð var svört og falin í vikri, ruddi sig Rangá, rökkvaði’ í Eyjum, grúfðu þar yfir geigvænleg ský. Römm ertu, Hekla. Hví rann þér í skap? Glampa á fjalli geystir logar, bifast foldin, og brenna hamrar. Streyma úr gígunum eldhrannir æðandi, ísinn í fossandi stórflauma bræðandi. Vel er kynt undir í Heklufellshlóðunum, hálfstorknuð björg fljóta’ á kvikandi Reið ertu jörð, [glóðunum. og reið eru goðin, þrymur í fjarska þungur niður. Hryllir byggðum við heljarstraum. Hamförum hættu í hundrað ár, tröll.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.