Samtíðin - 01.03.1948, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.03.1948, Blaðsíða 7
SAMTiÐIN Marz 1948____Nr. 140 15. árg., 2. hefti SAMTIÐIN kemur mánaðarlega, nema i janúar og ágúst. Árgjaldið er 20 kr. og greið- ist fyrirfram. Áskrift getur byrjað hvenær sem er. úrsögn er bundin við áramót. Ritstjóri og útgefandi: Sigurður Skúlason magister, sími 2526, pósthólf 75. Áskriftar- gjöldum veitt mótlaka í verzluninni Bækur & ritföng hf., Austurstr. 1, Bókabúð Aust- urbæjar, Laugaveg 34, og á Bræðraborgarstíg 29. Prentuð í Félagsprentsmiðjunni. BRDSIÐ, SEM HVARF J^JIKIL ALVARA hefur gagntekið Evr- ópumenn. Við geturn talað við Eng- lending tímunum saman, án þess að hon- um stökkvi bros, og ef hann brosir, flýg- ur manni ósjálfrátt í hug, að þetta bros hans sé „eins og geymt frá liðinni tíð“. Slíkt er naumast tiltökumál, þegar á það er litið, hvað enska þjóðin hefur orðið að þola á þessari öld. Þær eru ekki fáar fjölskyldurnar meðal vesturveldanna, sem hafa þá sögu að segja, að heimilisfaðir- inn féll í heimsstyrjöldinni 1914—18 og sonur hans í seinustu heimsstyrjöld. Er nokkur furða, þótt ekkjur þessara manna beri nokkurn kvíðboga fyrir framtíð drengjanna, sem nú eru að komast á legg og eru farnir að læra að axla byssur ný- fermdir? Sí og æ er verið að berjast ein- hvers staðar á hnettinum, og á háværum „friðarráðstefnum“ sitja stjórnmálamenn- irnir og vita oft og einatt ekki sitt rjúk- andi. ráð. íslendingar, sem koma til Danmerkur, hafa þótzt veita því athygli, að brosið og léttleikinn, er einkenndi Dani fyrir stríð, sé nú hvort tveggja horfið. Það er tals- vert til í því. Danir eru sárir og óánægðir. Þeir eru sífellt að hugsa um þjáningar sinar á hernámsárunum og al]t það tjón, sem Þjóðverjar ollu þeim þá. Norðmenn bita á jaxlinn, reyna til að gleyma liðn- um hörmungum og hamast við að vinna að endurreisn atvinnuvega sinna. En Danir eiga bágt með að gleyma því böli, sem þeir urðu að þola. Þeim finnst, að þeir hafi gersamlega glatað fimm dýrmæt- um árum. Að undanförnu hafa þeir verið að hreinsa til í þjóðfélaginu og dæma föðurlandssvikara, er unnu með Þjóð- verjum, í sektir, réttindamissi, fangelsi og jafnvel til lífláts, hópum saman. Snemma í maí s.l. vor fór t. d. fram af- taka nokkurra danskra spellvirkja frá hernámsárunum. Fyrirlitning allrar dönsku þjóðarinnar fylgdi þeim til af- tökustaðarins. Þeir, sem álasa Dönum fyrir heift þeirra í garð Þjóðverja og sinna eigin 5. her- deildarmanna, ættu að fletta myndabók einni mikilli, sem gefin hefur verið út í Danmörku og nefnist: 5 ára hernám- i ð í m y n d u m. Þar eru samtals 539 myndir og flestar þeirra af spellvirkjun- um, sem unnin voru í Danmörku á her- námsárunum frá 9. apríl 1940 til 5. mai 1945. Inngangsorð ritar dr. Poul Nþrlund, forstöðumaður danska þjóðminjasafnsins, en Ernst Mentze s'tuttan formála. Ollu hroðalegri, en jafnframt yfirlætislausari bók en þessa hef ég naumast haft handa á milli. Fjöldi ljósmyndara hefur lagt til efni í bókina, og hafa myndir hennar ver- ið valdar úr mörgum þúsundum mynda. Framan á bókinni er mynd af hinni al- kunnu standmynd af sjóhetjunni Niels Juul, en í baksýn sést stórhýsi Austur- Asíu siglingafélagsins í ljósum logum. Eyðilögðu Þjóðverjar það í hefndarskyni, og var það tjón eitt metið á 3 milljónir króna. Margar myndirnar sýna skemmd- ir á dönskum mannvirkjum og misþyrm- ingar á fólki. Sú mynd bókarinnar, sem orka mundi einna mest á Islendinga, er af hinu misþyrmda líki skáldprestsins Kaj Munks, er fannst myrtur skammt frá Silkiborg 5. jan. 1944. Danskir föður-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.