Samtíðin - 01.03.1948, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.03.1948, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN og presturinn, sem ég skriftaði fyr- ir. Það er áreiðanlegt, að lækninum var fullljóst, hvað ég hafði gert, en þegar ég ætlaði að fara að tala við hann um það, lét hann sem hann skildi ekki, hvað ég væri að fara og fór strax að tala um allt annað. Ég þagnaði, en stundu seinna fór ég og skriftaði, mér til hugarléttis“. „Það, sem þér gerðuð, var rétt, Billie.“ „Hvað er rétt, og hvað er rangt, veit ég ekki, en eitt er víst, ég hef aldrei iðrazt þess og mun aldrei iðr- ast þess“. Þær leiddust að útgöngu- dyrunum. Hallarjómfrúin og Brent sátu kyrr. Maxine varð litið til þeirra, en skipti sér ekki af þeim. Hallar- jómfrúin stóð J)á upp og gekk til þeirra. „Ég þekkti föður yðar og móður, ungfrú Perry“, sagði hún. „Ég þekkti þau, þegar Jiau voru hér“. Maxine hrökk við: „Voru þau hér? Hér, á þessum stað?“ „Já, en aðeins mjög stuttan tíma“. „Verða allir að koma hingað?“ greip Billie fram í fyrir þeim. „Nei, nei“, svaraði hallarjómfrú- in, „þetta er aðeins einn af mörgum viðkomustöðum. Einn af fyrstu við- komustöðunum, eins og Hardy komst að orði. Stundum er hér margt manna“. Svo vék hún tali sínu að Billie: „Þér breyttuð rétt, — ég er yðar megin auðvitað -—, ég er ævinlega öfugu megin — þess vegna er ég svo lengi hér“. „Ég get ekki séð, að það geti ver- ið tvær hliðar á því máli“, sagði Maxine óhikað. „Jú, það er J)að vissulega“, sagði hallarjómfrúin og snéri máli sínu enn á ný að Billie. „Það er litið svo á J)etta hér, að þér hafið hjálpað föð- ur yðar til sjálfsmorðs og að hann hafi þvingað yður til þess að fremja morð. Þið hafið þess vegna hvort um sig gerzt sek um tvöfaldan glæp. Þið verðið því í sameiningu að af- plána hann“. Þegar Billie heyrði þetta, ljómaði hún af ánægju. „Ef við pabbi fáum að vinna að því í sameiningu, fer allt vel“. „Misskiljið mig ekki“, sagði hall- arjómfrúin. „Við erum að tala um siðferðislegu hliðina á málinu. Hún er álitin mjög mikilsverð hér. Þið þurfið bæði mikið að læra“. Svo gekk hún frá J)eim. Brent kom nú til Billie. „Mig lang- ar til að laka í höndina á yður“, sagði hann. „Ég er líka öl'ugu meg- in við lög og rétt. Ég get víst búið mig undir að vera hér öldum sam- an“. „Viljið J)ér ekki taka í höndina á mér líka? Mér þætti vænt um J)að“, sagði Maxine. „Nei!“ Það var eins og hann skyrpti orðinu af afli framan í Max- ine. „En ég skal viðurkenna, að ég dæmi yður ekki eins hart nú og áður. Ég vissi ekki, að þér höfðuð sagt Bert eins og var, áður en hann yfirgaf yður. Þér voruð hreinskilin — en J)ví miður of seint“. „Getið þér ekki fyrirgefið mér?“ „Ég á ekki auðvelt með að fyr- irgefa. Yður ætti að vera J)að kunn- ugt“. Maxine horfði á hann: „Get ég á engan hátt fengð yður til að hugsa til mín með minni beiskju? Ég játa

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.