Samtíðin - 01.03.1948, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.03.1948, Blaðsíða 18
14 SAMTIÐIN THDMAS A. BUCK: Þegar ég kom heim úr stríðinu Thomas A. Buck ANN 10. MAl var Island hernum- ið af Bretum. Þau tíðindi eru lslendingum enn í fersku minni. Sjö dögum seinna renndi stórskipið „Franconia“ inn á ytri höfnina í Reykjavík með fjölda brezkra her- manna innan borðs. 1 þessnm stóra liój)i voru 5 ungir menri, sem kynnzt höfðu við heræfingar undanfarnar vikur. Ekki vissu þeir gerla, hvert ferðirini var heilið, er þeir stigu á skíþsfjöl í skozkri höfn. Þó riiun ]iá hafa rénnt grun í, hvert „Franconia“ stefndi, því að foringi þeirra var ein- att að lilaða í skáldsögunni „Á Is- landsmiðum“ eftir frakkrieska skáld- ið Pierri Loti. Þcssir 5 Bretar komust allir lífs al' í hildarleiknum 1939—'45, enda þótt þeir lentu ósjaldan í ýmsum ævintýrum, sem ekki verður getið hér. Tveir þéirra urðu mjög heillað- ir af tign lslands, íslenzkii tungu, og bókmenntum, enda fluggáfaðir menn og lærðir vel. Annar þeirra, Charles B. Wrigley kapteinn, meist- ari í fornleifafræði frá Cambridge- háskóla, starfar nú.í brezka sendi- ráðinu í Reykjavík; hann er kvænt- ur íslenzkri konu. Hinn, Thomas A. Buck, er nú skólakennari í liinum fræga Shakespeare-bæ, Stratford-on- Avon í Englandi. Ég efast um, að nokkur útlendingur, er dvaldist hér á slríðsárunum, hafi náð jai'n örugg- um tökum á íslenzkri tungu og Tho- mas Buck. Hann dvaldist m. a. um 18 mánaða skeið í Vestmannaeyjum og öðlaðist þar frábærar vinsældir, eins og Vestmannaeyingar vita gerst. Slíka tröllatryggð batt Buck við Eyj- ar, að ér hann hafði verið kallaður heim til Bretlands um skeið, sótti hann um að mega hverfa þangað á ný, og var honum leylt ]iað. Eftir að Buck fór alfarinn frá Islandi, dvaldist hann um eins árs skeið í Kaupmannahöfn. Þar lærði hann dönsku ágætléga, en öðlaðist þó minni áhuga fyrir lienni en íslenzku. Þann 8. júní 1945 flutti Buck erindi á íslenzku á kvöldvölui í Félagi ís- lenzkra stúdenta í Khöfn og nefndi það: „ísland séð með augum Eng- lendings“. Vakti þetta erindi mikla athygli; það mun birtast í „Sam- tíðinni“ innan skamms. Ritstjóri „Samtíðarinnar“ hitti

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.