Samtíðin - 01.03.1948, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.03.1948, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN 11 það ])arí‘ að skera hann upp. Lækn- arnir eru kvíðafullir. Hann kemur heim af sjúkrahúsinu, en er nú ófær til vinnu. Allt gengur þó vel, því að Billie getur unnið fyrir þeim öllum. Vesalings faðirnn fær óþolandi kvala- köst hvað eftir annað. Hann engist sundur og saman af kvölum, en að- eins þegar enginn sér. Billie er orð- in fræg fyrir dans sinn og söng, og henni hýðst nú staða scm forstöðu- konu í „Valhöll“, einum íl)urðar- mesta næturklúbb borgarinnar. Billie kemur heirn klukkan þrjú og fjögur á nóttunni. Hún situr hjá föður sínum og segir honum sögur af einu og öðru skemmtilegu, sem fyrir hana kemur í ldúbbnum. Hún er oft svo þreytt, að hún getur varla staðið á fóturium, en lætur á engu bera. Hún vill ekki auka á áhyggj- ur föður síns. Þar kemur að lokum, að faðirinn fær ekki dulizt lengur l'yrir dótt- urinni. Nótt eftir nótt situr hún hjá honum og reynir að liria kvalir hans. Bæði eru þau uppgefin af þreytu og angist. „Þér eruð dásamlegar, Billie“, hvíslaði Maxine og þrýsti henni að sér, og hún meinti það al' öllu hjarta. „Bíðið ögn við“, anzaði Billie og stundi við. Læknarnir voru fullii; samúðar og gerðu allt, sem í þeirra valdi stóð, en allt kom fvrir ekki. „Það versta er“, sögðu þeir, að hann getur hald- ið áfram að kveljast árum saman og deyfandi lyf fara smátt og smátt að hætta að hal'a áhrif á liann. Og svo fór, að deyfilyf drógu ekki leng- ur úr kvölunum. 1 örvæntingu bið- ur hann guð að líkna sér og lofa sér að deyja. Hann þrábiður dóttur- ina um hjálp. Hana hryllir við lil- hugsuninni. Hann leggur fastar og l'astar að henni. að losa sig við þess- ar óbærilegu kvalir, og einn morg- un um sólaruppkomu kveður hún föður sinn með kossi og gefur hon- um svo stóran skammt af eiturlyfj- um, að hann deyr. Höfuðið hvílir á koddanum. Tign og ró lýsir af hverjum andlitsdrætti. Hann var sterkur í dauðanum eins og hann hafði verið í lífinu. Það var ])að síðasta, sem þau sáu. - Þau sátu í myrkri. Enginn hreyfði sig. Maxine þurrkaði tárin af aug- unum. „Við skulum sitja hér kyrrar, þangað til allir eru farnir“, hvíslaði hún. Billie kinkaði kolli til sam- þykkis. Dauf ljós voru kveikt, en enginn hreyfði sig. Maxine sleppti Billie og ætlaði nú að hjálpa henni á fætur, en Carrillo hafði gripið um báðar hendur hennar. Hún ætlaði að segja eitthvað, en kom engu orði upp. Tárin streymdu niður kinnar hennar. Hún stóð upp og flýtti sér hurt. Frú Forsythe gekk nú lil Billie og rétti fram skjálfandi höndina. „Ég dáist að yður, ungfrú Bowen“, sagði hún. „Þér eruð óviðjafnanleg- ar. En hvers vegna þér eruð hér og hvað þér eigið að afplána, það er mínum skilningi olvaxið“. Hún snéri til herbergja sinna. Billie hreyfði sig ekki, og Maxine heið eftir henni. Enginn hafði yrt á hana. Það var eins og allir hefðu gleymt henni. Svo snéri Billie sér að henni og sagði lágt: „Það vissi þetta enginn nema ég og læknirihn

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.