Samtíðin - 01.03.1948, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.03.1948, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN SKDPSÚGUR gREZKA SKÁLDIÐ Kipling var eitt sinn staddur á grímudansleik, þar sem hver maður var klæddur í bún- ing, sem átti að tákna heiti á bók. Flest bókaheitin var auðvelt að þekkja, en enginn gat ráðið i hvaða bók búningur einnar konunnar álti að merkja. Loks komust menn að þeirri niðurstöðu, að þessi búningur ætti að merkja vindlakveikjara. „Skiljið þér ekki, hr. Kipling, að þessi búningur merkir titilinn á einni af bókum yðar: Ljósið, sem hvarf,“ mælti konan. JgKYNSAMUIt maður lenti eitl sinn i hópi eintómra bjána. 1 fyrstn vissi hann ekki gjörla, hvernig hann ætti að hegða sér i þessum félags- skap. En þegar hann varð þess var, að það eina, sem bjánarnir mátn nokkurs, var, að goldið væri jákvæði við öllu, sem þeir sögðu, kinkaði hann alltaf kolli, og ásjóna hans ljómaði af skilningi og velvild, er þeir höfðu lokið máli sinu. Upp frá þeirri stundu var þessi skynsami maður vitur talinn, jafn- vel meðal bjána. * Myndin er af liinum heimsfrægu Nia- gara-fossum, sem eru á mótum New York ríkis i Bandaríkjunum og Ontario-fylkis í Kanada. Sá foss, sem mest ber á hér á myndinni, er Bandaríkjamegin i Nia- garafljótinu; hann er 167 fet á hæð. Talið er, að um 2 millj. manna fari árlega að skoða Niagarafossana. „Nú eru þeir búnir að finna upp apparat,- sem afhjúpar mann, þeg- ar maður hjgur.“ „Ég er nú giftur einu þess háttar.“ HLÍNAR-prjónavörurnar eru fremstar og beztar. Prjónastofan HLÍN. Skólavörðustíg 18. — Sími 2779. Frúin: „Mikið er að vita þetta, stúlka! Nú hafið þér lúitið barnið bíta sig í tunguna.“ PENDIÐ Samtíðinni 125 kr. í peningum eða póstávísun, og þér fáið um hæl burðargjaldsfrítt allt, semtileraf eldri árgöngum ritsins fram til síðustu áramóta. Hvert hefti er sjálfstætt um efni. Notið yður þessi einstöku kostakjör: Um 4000 bls. af fjölbreyttu lesefni fyrir aðeins 125 krónur!

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.