Samtíðin - 01.03.1948, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.03.1948, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN 7 þEGAR skoðuð er vélaverksmiðja, er rétt að staldra fyrst við í efn- isafgreiðslunum. Þaðan er afgreitt efni til allra deilda verksmiðjunnar: plötur, öxlar og járnstengur af öll- um gerðum. Allt heyrir jietta undir óunnin efni til vélaiðnaðarins. Síð- an hefst smíði ýmissa vélahluta. Sér- hverjum hlut má fylgja frá upphafi smíðinnar. Annað hvort kemur hann stéyptur, pressaður úr stáli, skorinn úr plötu eða sagaður af stöng. Fell- ur þá óunninn járnbútur í kassa. Algengt er, að einn maður gæli 3—4 vélsaga og her honum að gæta þess, að þær hafi ávallt nóg að saga. Kass- arnir fyllast nú óðum af járnbútum, sem eiga að fara i ýmsa vélahluta. Síðan eru þessir kassar færðir að fyrstu vélinni, sem á að vinna járn- hútinn. Þar tekur við honum hand- fljótur vélsmiður, sem setur hlutinu í vél sina og gerir oft ekki annað en t. d. að bora á hann eitt gat eða slétta einn flöt á honum. Þannig út- lítandi fer hluturinn til næsta manns, sem breytir honum örlítið í rétta átl í sinni vél. Þannig gengur hann frá einum til annars — oft milli tuga af mönnum þar sem vélinni og þeim, er stjórnar henni, er ætlað ör- lítið verk af smíði hlutarins. Með þessu móti næst hinn stórkostlegi framleiðslumáttur með mörgum og smáum handtökum í vélum, sem eru eins vel til verksins fallnar og hugs- azt getur. Þannig er þróunarsaga hvers einasta vélarhluta, sem fram- leiddur er með nútíma tækni. Við samsetninguna fellur síðan allt hvað við annað og myndar að lokum heila vél. Áður en samsetning vélanna hefst, verður hver einasti hlutur að standast sína prófraun, því að hann er mældur á alla vegu með hárfín- um mælitækjum, sem eiga að tryggja, að sérhver hlutur af sömu gerð falli í hvaða vél, sem er, sömu tegundar, hvar sem hún fyrirfinnst á hnettin- um. Vélarhlutamir eru einnig vegn- ir með nákvæmum vogartækjum, því að í hinum fínni vélum verða allir hlutir, sem hafa hraða, að vera jafn þungir, til þess að þeir séu ekki í misræmi hver við annan, er vélarnar eiga að þreyta sína hörðu samkeppni á heimsmarkaðinum. Vél- arhlutarriir eru þrýstireyndir, gengið er úr skugga um styrkleik þeirra, þensluþol o. s. frv. Að því loknu er farið með þá í deild þá, þar sem vélarnar eru settar saman. Það er lærdómsríkt að sjá, hvern- ig samsetning hinna smærri véla fer fram á færibandi, sem líður hægt framhjá starfsfólkinu. Með þaulæfð- um handtökum er hver hlutur setl- ur á sinn stað: skrúfa, hjól o. s. frv. Hver starfsmaður hefur sinn hnit- miðaða tíma til að leysa af hendi sinn litla skerf við samsetning vél- arinnar. En kornið fyllir mælinn. Ótrúlega fljótt er vélin komin á enda færibandsins og er nú með öllu samsett. En þar með er ekki öllu lokið. Nú er vélin sett á band, sem húið er tækjum til þess að snúa lienni eins og henni er ætlað að ganga, þegar hún er fullgerð, Þar með hefst „reynslukeyrslan“, sem oft tekur nokkrar klukkustundir eða jafnvel nokkra daga. Þarna voru smíðaðar frystivélar. Þær voru fylltar kæliefni og síðan

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.