Samtíðin - 01.03.1948, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.03.1948, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN 31 þeíF VITRU SÖGÐU: CERVANTES: „Menn hafa minni mætur á því, sem er ódýrt, en hinu, sem er dýrt“. SAMUEL JOHNSON: „Það, sem er stórkostlegt, getur ekki verið ó- dýrt, því að það, sem er ódýrt, er ekki stórkostlegt“. JOHN LYLY: „Það, sem er arð- vænlegast, er rekið með minnstum kostnaði“. MONTAIGNE: „Okkur þykir vænst um það, sem við höfum fórn- að mestu fyrir“. RICHARD BAXTER: „Það er erf- itt að gera stærilátum manni til hæf- is, vegna þess að hann býst við of nviklu af öðrum“. DANTE: „Stærilæti, öfund og á- girnd eru þeir r.eistar, sem kveikt hafa bál í sálum allra manna“. OVID: „Stærilæti magnast eink- um í meðlæti. Það er næsta örðugt nð þola meðlæti með jafnaðargeði“. MONTAIGNE: „Ég hef áhuga fyr- ir öllum hlutum heimsins. Jörðin kemur mér að gagni, af því að ég geng á henni; sólin, af þvi að hún veitir mér birtu, en stjörnurnar hafa sín áhrif á mig“. THOMAS FULLER: „Stærilæti og fátækt virðist ekki eiga samstöðu í tilverunni, en eru þó býsna oft sam- fara hvort öðru“. SAMI HÖFUNDUR: „Oft leynist stærilæti undir lóslitnum flíkurn". LA ROCHEFOUCAULD: „Ef við værum ekki stærilát sjálf, mundum við ekki harma stærilæti annarra“. XÝJAR BÆKUB Friðrik V. Ólafsson: Ivennslubók í sigl- ingafræði. Fyrir fiskimenn. Með mynd- um, 215 bls., íb. kr. GO.OO. Tichon Semúsjkín: Ljós yfir norðurslóð. Þjóðfélagslýsing Tjúkota. Halldór Stef- ánsson íslenzkaði, 237 bls., ób. kr. 23.00, íb. kr. 30.00. Björn Magnússon: lvandidatatal 1847— 1947. íslenzkir guðfræðingar 1847—1947. Minningarrit á aldarafmæli Prestaskól- ans 11. bindi. Með myndum, 335 bls. I—II ób. kr. 100.00. Benjamín Kristjánsson: Saga Prestaskól- ans og Guðfræðideildar Háskólans 1847 —1947. íslenzkir guðfræðingar 1847— 1947. Minningarrit á aldarafmæli Presta- skólans. 1. bindi. 5Ieð myiidum, 392 bls. Nýjar hugvekjur eftir íslenzka kennimenn. 5Ieð myndum af höfundum. Prestafélag íslands sá um útgáfuna, 439 bls. ib. kr. 50.00. Þórir Bergsson: llinn gamli Adam. Sögur, 231 bls., ób. kr. 33.00, íb. kr. 45.00. Endurminningar frú Gyðu Thorlacius. Frá dvöl hennar á íslandi 1801—1815. Með myndum. Sigurjón Jónsson islenzk- aði, 151 bls., ób. kr. 25.00 og 35.00. Arbækur Espólíns 10.—11. deild. íslands árbækur i söguformi. Af Jóni Esþólín, sýslumanni i Skagafjarðarsýslu. I.jós- prentað, 300 bls., ób. kr. 55.00. Sama rit 12. deild, 21 (> bls., ób. kr. 55.00. Anna Larsen-Björner: Leikliús og helgi- dómur. Ævisöguþættir. Með myndum. Sigurður Einarsson íslenzkaði, 143 bls., ób. kr. 15.00, íb. kr. 22.00. Guy Adams: Rússneska hljómkviðan. Ásl- arsaga. Hersteinn Pálsson íslenzkaði, 335 bls., ób. kr. 25.00, ib. kr. 36.00. Ötvegum allar fáanlegar íslenzkar bæk- ur. Fjölbreytt úrval erlendra bóka. Send- um gegn póstkröfu um land allt. BáJLii WdL á ocj memuncjar Laugavegi 19, Reykjavík. Sími 5055. Pósthólf 392.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.