Samtíðin - 01.03.1948, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.03.1948, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN látnar framleiða frost. Við þær voru tengdir alls konar aflmælar og mæli- tæki. Ef þær stóðust próf sín, „út- skrifuðust“ þær með merkiseðli, á- letruðum nafni prófdómandans, sem er ábyrgur fyrir hverri þeirri vél, er hann „útskrifax,“. Atvinnumissi varðár, ef út af Jjessu cr brugðið. Að öllu þessu loknu er vélin flutt í deild, þar sem hún er látin í kassa, og er hún þá loks ferðhúin, hvert sem vera skal. Mönnum, sem vinna við vélagerð, þykir oft mjög vænt um þessar „járn- verur“, sem þeir margir hverjir hafa eyll miklum hluta ævi sinnar við að fullkomna, eftir því sem hugvit þeirra framast leyfði. Þeir nauð- þekkja hvert hljóð og litring, sem myndast við gang vélanna og vitá eins og læknar, er fást við lifandi verur, hvað hezt á við, ef eitthvert óeðlilegt iiljóð heyrist eða ef einhver ganglimur vélarinnar sýnir óvið- felldin einkenni. Þar sem vélarnar eru sendar lit um heim allan, veltur á miklu fyrir verksmiðjuna, að þær standist sam- kcppnina við aðrar vélar og fullnægi strönguslu kröfum vandlátustu not- enda við ólíkustu skilyrði. Svo var að sjá sem vélar þessarar verk- smiðju hefðu gefið góða raun, því að allir verkfræðingar hennar báru á barmi sér merki, er Bandaríkja- stjórn hafði veitt þeim í viðurkenn- ingarskyni fyrir fráhært starf við framlciðslu ágæts vélakosts. B. F. Sendið Samtíðinni bréf til birtingar. Þessi framhaldssaga byrjaði í marz s.l. ár. Lesið hana frá upp- hafi. Elizabeth Jordan: Fyrsti viðkomustaður 14. kafli. YRSTA MANNESKJAN, sem Max- ine sá, þegar liún kom inn, var hallarjómfrúin. Sú næsta var Justin Brent. Hún kipptist við, þegar hún sá hann, einmana og yfirgefinn. Þarna voru tvær verur, sem enga meðaumkun myndu hafa með henni í kvöld. Þær settust. Henni þótti vænt um að hafa Billie við lilið sér. „Ef helvíti er til, ])á er ég þar nú“, sagði hún við sjálfa sig. Hvað skyldu faðir hennar og móð- ir hugsa núna, þegar þau væru leidd fram lil að vitna móti henni? Hún hafði reyndar verið aðcins seytján ára, þcgar þau fórust í bifreiðar- slysi. Þá hafði hún orðið erfingi mik- illa auðæfa. Þarna komn þau. Hjartað harðisl ólt í brjósti Maxine. Þau voru að- dáanleg, svo virðuleg, elskuleg og svo hrifin af henni og hvort af öðru. Þau mikluðust ekki af auðæfum sin- um og allsnægtum, en tóku því sem sjálfsögðum hlut. Ættingjar þeirra höfðu verið liefðarfólk í marga ætt- liðu. Það voru sýnd atriði úr dag- legu lífi móður hennar. Hún vann að ýmsum mannúðarmálum og tók að sjálfsögðu mikinn þátt í sam- kvæmislífinu. En þrátt fyrir það hugsaði hún fyrst og fremst um mann sinn og barn, sem hún elsk- aði innilega.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.