Samtíðin - 01.03.1948, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.03.1948, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐIN landssvikarar í þjónustu Þjóðverja voru valdir að morði Kaj Munks, sams konar menn og líflátnir voru í maí s.l., eins og áður er getið. Dönum telst til, að þeir hafi tapað 12 milljörðum á hernámi Þjóðverja. Því tjóni eiga þeir örðugt með að gleyma. En þeir hafa líka lært mikið á árunum 1940—45. Meðal annars hafa þeir komizt að raun um, hvílík hætta sérhverri þjóð stafar af föðurlandssvikurum sínum, þessari undar- legu manntegund, sem ávallt virðist reiðu- búin til að fremja hvers kyns glæpi á samborgurum sínum og baka þjóð sinni í heild hvert það tjón, er vera skal, í blindri auðsveipni við erlenda valdhafa, einungis ef fé eða völd eru í boði. Þessa mann- tegund notuðu Þjóðverjar í Danmörku og Noregi til að fremja ýmis þau óhappa- verk, er þeir töldu sjálfum sér ósæmandi að koma nálægt. Danir og Norðmenn hafa með dýrkeypfri reynslu öðlazt næsta nyt- samlega þekkingu á þessum vanmetakind- um þjóðfélagsins. „Ég get ekki étiö þetta andsk.... buff yðar?“ „Takk, en hvers æslcir herraiín?“ „Einhvers, sem er meirt, t. d. leðurpjötlu.“ ÍJAMTÍÐIN er tímarit íslenzkra menn- W ingarheimila; hún flytur einungis úr- valsefni, íslenzkt og útlent. Gerizt áskrif- andi strax í dag, ef þér eruð það ekki áður. Munið: 320 bls. fyrir aðeins 20 kr. á ári. Þetta eru -beztu bókakaupin. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarmálaflutningsmaður. Aðalstræti 8. — Sími 1043. Skrifstofutími 10—12 og 1—6. Kolbjörn í Smæruhlíð: fíííl í wnyrkri Ég Jigg- á hnjánum og hlusta og lieyi við sjálfan mig stríð. Svo strýk ég spýtu um stokkinn og stari’ inn í liðna tíð. Brátt læsa sig rauðir logar um lítið vísnakver, bein af mínum beinum og blóð úr holdi mér. Vísurnar, sem þar voru, voru mitt einkamál, ýmist um ástir í meinum ellegar svik og tál. Nú brennur þetta allt til ösku, en innst við hjartað ég finn svo sem ég sé að missa síðasta vininn minn. Vitið þér þetta ? Svörin finnið þér á bls. 29. 1. 1 hvaða átt stefna jökulrispur (frá isöld) á Skólavörðuhæðinni í Reykjavík? 2. 1 hvaða löndum eiga Ijónin heima? 3. Hve þung er jörðin? 4. Munið þér eftir sjö heimsfrægum rithöfundum, sem allir voru hnepptir í fangelsi? 5. Hvorl er þyngra mjólk'eða vatn? Afgreiðslan er eftir röð eins og hespa og kengur, svo að næsta símastöð er sjaldan opin lengur.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.