Samtíðin - 01.03.1948, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.03.1948, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 15 Thomas Bnck í Stratford-on-Avon s.l. sumar og bað hann að skýra les- endum tímaritsins frá því, hvernig honum hefði verið innan brjósts, er hann hvarf frá herþjónustu eftir rösklega 5 ára skeið og tók til við liorgaraleg störf á nýjan leik, en slíkl mun tákna meiri viðhrigði en margan grunar. Buck varð fúslega við þessum tilmælum. Frásögn lians er þeim mun athygliverðari sem hún táknar einnig viðhorf í'jöl- margra annarra manna. Honum fór- ust orð á þessa leið: „Það er talsvert örðugur hjalli í lífsbaráttunni, sem menn klífa, er l)eir hverfa frá margra ára herþjón- ustu og takast að nýju á hendur friðsamleg störf. Ýmsum hermönn- um finnst eftir á, að þeir hafi glat- að þeim árum ævinnar, sem þeir evddu í stríðinu. Ég á íslandi og því, sem ég lærði þar, það að þakka, að stríðsár mín fóru ekki í glatkistuna. En það er óneitanlega örðugt að hefja lífsstarf sitt á ný eftir að hafa gegnt herþjónustu árum saman. Flestir, sem þannig er ástatt um, eru fyrst í stað sífellt að leita að þeirri tilveru, sem þeim höfðu van- izt, áður en stríðið hófsl. Þeir þrá af alhug það, sem þeir hurfu þá frá, cn finna það sjaldnast á ný. Allt er orðið gerhreytt. Fólk verður að semja sig að nýjum siðum. Við Englendingar verðum nú að horfast í augu við ])á staðreynd, að þjóð okkar er mjög fátæk eftir allt þetta langa stríð. Þetta skilja allir sæmilegir Englendingar. Stríðið hef- ur að sönnu opnað augu okkar fyr- ir ýmsu, sem mönnum virtist áður dulið. Nú sjáum við á mörgum svið- um betur en áður, hvað aflaga fer. Strfðið þjappaði ensku þjóðinni sam- an. Þá lærðist öllum, jafnt háum sem lágum, að standa hlið við hlið, en það er önnur saga. Eitl af meiri háttar viðfangsefn- um okkar nú er að fegra borgir okk- ar og bæta hollustuhætti þeirra að miklum mun. Loftárásirnar hafa gert ægilegan usla í ýmsum brezkum bæjum. Nú eru uppi mikil áform um það, að af rústum þessara bæja megi rísa miklu fegurri horgarhlut- ar en áður voru. Coventry, sem Þjóð- verjar léku verst allra enskra hæja, að London einni undanskildri, var gamall bær. Nú á að reisa nýjan fagran bæ á rústum hans. Þar eiga að verða fagrir skrautgarðar, og ný og fögur dómkirkja á að rísa í stað þeirrar gömlu, sem eyðilögð var. Þá laiigar mig til að minnast á enska skóla, því að það mál er mér skylt. Skólaæskan hér í Englandi er í allt öðrum sniðiun nú en sú æska, sem fyllti skóla landsins fyrir stríð. Ég ætla mér ekki að reyna að skýra hér frá orsökum þess. Aðeins tvennt langar mig til að minnast á í þvi sambandi. Annað er það, að í stríð- inu var allmargt enskra harna er- lendis. Eftir heimkomuna voru ])ess- ir unglingar hálfgerðir gestir á ætt- jörð sinni, eins og við hermennirnir vorum reyndar líka. Hitt atriðið er það, að tímarnir hafa fært nálega allt úr sínum gömlu skorðum, kom- ið öllu á fleygiferð. Fjöldi stórkost- legra uppfinninga hefur verið gerð- ur. Þetta hvort tveggja hefur orðið til þess að Iileypa ólgu í blóð æsk-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.