Samtíðin - 01.03.1948, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.03.1948, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN unnar. Mér finnst, að unglingarnir uni sér yfirleitt miklu verr við nám- ið en áður. IINGIR rithöfundar eiga næsta örð- ** ugt hlutskipti í Bretlandi eins og nú standa sakir. Fyrir stríð skrif- aði ég að staðaldri greinar í ýms ensk hlöð. Þá voru dagblöðin okkar þetta um 20 hls. að stærð. Nú eru þau 6 síður vegna hins ægilega papp- írsskorts. Slíkur niðurskurður gerir það að verkum, að blöðin birða ekki framar um að birta greinar eftir unga og lítt kunna höfunda, hversu snjallir rithöfundar sem þeir kuúna að vera. Eldri og frægari höfundar sitja fyrir því litla rúmi, sem hlöð- in eiga nú yfir að ráða auk þess rúms, sem ætlað er fréttum og aug- lýsingum. Þetta er vitanlega mjög bagalegt, því að ungu mönnunum liggur oft margt á hjarta, sem á fullt erindi til þjóðarinnar. Mér delt- ur í hug annað dæmi í sambandi við pappírsskortinn. Ungur rithöfundur, sem ég þekki, er um þessar mundir að ljúka við bók. Hann seiidi helm- ing handritsins til þekkts forlags í London. Forlagið lauk miklu lofs- orði á þessa ritsmíð, en sagðist því miður ekki geta gefið hana út fyrr en eftir 2 ár vegna pappírsskorts. Það fannst höfundinum nú ekki gott, því að bókin fjallar um ýms vanda- mál Evrópu, eins og þau horfa við í dag. Hins vegar hefur hrezka útvarpið Iiorfið að því ráði að auka starfskrá sína, og hefur það hætt við hana hinni svonefndu þriðju dagskrá. Fyrir bragðið gela ungir höfundar komið þar á framfæri erindum, sög- um og leikritum, sem talið er, að hafi varanlegt menningargildi. Þess- ari dagskráraukningu er ætlað það hlutverk að bæta að nokkru leyti það tjón, sem af pappírsskortinum leiðir“. c VILTU nokkuð fræða okkur um stjórnmálaviðhorfið í Eng- landi?“ spurði ég Thomas Buck. Hann svaraði: „Hér í þessum alda- gamla og friðsama smáhæ við Avon- ána er satt að segja dálítið örðugt að setja sig í spor þess fólks á meg- inlandi álfunnar, sem finnst, að ger- hylting í pólitískum efnum sé yfir- vofandi. Hér í Englandi er fólki tamast að hugsa sér alla pólitíska þróun venjum og lögum samkvæmt, hversu mjög sem teflt kann að verða á tæpasta vaðið í þeim efnum í ná- inni framtíð. Hitt er mér l.jóst, að æskilegt væri, að Englendingar yfir- leitt reyndu ávallt að taka sem mest tillit til þess, sem er að gerast í stjórnmálum annarra þjóða.“ „Hvað viltu segja um atvinnu- og húsnæðismálin í Englandi eftir stríðið?“ „Þar ríkir nú næsta sögulegt á- stand í þeim efnum. Flestir hermann- anna, sem heim komu úr stríðinu, áttú auðvelt með áð útvega sér at- vinnu, en ýmsir þeirra áttu hins vegar mjög örðugt með að útvega sér húsnæði. Fjöldi íbúðarhúsa hafði eyðilagzt í styrjöldinni, og tiltölu- lega fá hús hafa enn verið reist í jæirra stað. Eiginkonur og börn margra hermanna dvöldust á stríðs- árunum hjá skyldfólki sínu, og er

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.