Samtíðin - 01.03.1948, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.03.1948, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN ~Jlucjarlur&ur o^ óilaclraumar 7. Reykjavíkurdraumur fc, l. fy 'rn Jiigf-ií. uiðon II LDREI hef ég farið svo úr Reykja- ** vík missirisbil, að hún væri ekki stórbreytt, Jjegar ég kom aftur. Þess vegna dreymdi mig, að ég færi anst- ur yfir fjall, svæfi ])ar 52 ár, kæmi aftur vorið 2000, og ])á var orðin breyting miklu mest. Ég sal á reið- lijóli, forngrip, og lét mig renna svo hægt undan hallanum ofan frá Geit- hálsi, að tóm-var til að renna augum á báða hóga og undrast. Svo vorn Hólmsheiði og Grafar- Iieiði ræktaðar, að langt bar al' ])ví, sem nú er í Laugahverfi og Lang- holtum við Reykjavík, en þétthýli var svipað og ég minntist um Lauga- hverfið. Þetta var l'yrsta sérkenni Reykjavíkur árið 2000, að saman hafði In’áðnað borg og sveit. Svæðið frá Sandskeiði niður að Grensási, Fossvogi og Elliðaárvogi var ekki horg og ekki sveit, heldur hvort tveggja í senn og vafið blómlegum gróðri. Upp að skógum Heiðmerkur og Rauðavatnsása teygðust sunnu- dagstygjaðar lestir bæjarbúa, gam- alla og ungra, á margháttuðum far- tækjum, og upp til Sandskeiðs eða lengra var sveimur flugvéla á leið fram og aftur. l't með Elliðaárvogi og Viðeyjar- sundi voru samfelld hafnarhverfi og iðnaðarhverfi, og hafnargarður slór- vaxinn lokaði úti vestanölduna úr sundinu, en annar lá úr Gufunesi bil- fær fram í eyna. Iþróttasvæðin í Laugahverfinu sýndust fjölsótt og auðséð, hve vel þau voru í sveit sett milli borgar- hlutanna nú. Enn meiri straumur fólks var til sjóbaðs og sóll)aðs í Viðey, en þar og í Nauthólsvík’ við Skerjafjörð var séð fyrir öllu nauð- synlegu handa þéim, sem sleikja vilja sólskinið naktir, án þess að láta sér verða kalt. Á kyrrum skýjadög- um er dreift öllum skýjum frá sól yfir þessuin stöðum með öruggri tækni rafaldarinnar. Geislatæki eru höfð til uppbótar sólarhitanum, þeg- ar kaldast er, svo að sem flestir geti stundað sólhöðin vetur jafnt og sumar. Sjómannaskólinn er fyrsta stór- hýsið, sem kemur mér kunnuglega fyrir, og þangað leita ég upp til að rata og sjá útsýn yfir bæinn, sjá hann hrosa við mér, sindra og ljóma. Ryggðu svæðin næsl utan Hring- brautar reynast minna hreytt en margur mundi hyggja. Enginn siður virðist vera að byggja ofan á 2 hæða húsin, sem þar ber mest á, og stór- hýsi ern fá. Því meira er risið af stórhýsum í miðhæ. Niður í bæinn liggja mestu umferðargöturnar eins og tveir armar á langri töng. Mikla- hraut sunnar með framhaldi vestur Hringbraut, en Suðurlandsbraut norðar með framhald eftir Skúla- götu til hafnarinnar. Af gömlnm vana leita ég Lauga- vegar, þótt liann sé einhver ])rengsta og úreltasta verzlunargatan í bæn- um. Stórkostleg samvinnufyrirtæki fara með nær alla nauðsynjavöru-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.