Samtíðin - 01.03.1948, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.03.1948, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN 9 Svo kom slysið. Maxine gat ekki séð það, sem fram fór, vegna tára. Næst var hún sýnd ein, yfirkomin af harmi og einmana. Hún eignast nýja vini. Það vorn gráðugir, eigin- gjarnir smjaðrarar, þeir flöðruðu upp um hana eins og hundar og smjöðruðu fyrir henni. Svo verður hún alvarlega ástfangin i fyrsta sinn. Það var i alla staði ákjósanlegur ráðahagur, tvær gamlar fjölskyldur, báðar auðugar. Nú gjörbreytist hún. Áður var hún óhófssöm, kærulaus og eigingjörn, en hugsar nú aðeins um manninn, sem hún elskar. Það eru sýndar myndir frá hamingju- stundum hennar. Hún nýtur ástar- sælunnar. Félagar hennar til beggja handa vikna og þerra tár af augum sér. Sjálf starir hún þurrum aug- um. Allt, sem sýnt hefur verið, er aðeins aðdragandi að því, sem verða vill og gjöreyðileggur þessa ungu stúlku. Næstu atvik koma öllum á óvart, ekki síður en þau komu henni sjálfri á óvart. Áhorfendurnir eru allt í einu staddir á dansleik, sem haldinn er hálfum mánuði fyrir fyrirhugað l)rúðkaup Maxine. Hún stendur á gluggasvölum og er að næla saman rifu á kjólnum sínum, og þau heyra, eins og hún heyi’ði þá, á samtal unn- usta hennar og stúlku, sem hann hafði verið með áður og er hezta vinstúlka hennar. Þau tala um ástir sinar og lífsóhamingju. Slíkt kemur þi-áfaldlega fyrir í skáldsögum og daglegu lífi: Óumflýjanlegu gjald- þroti tilvonandi tengdaföður hennar verður afstýrt með milljónum Perry- auðæfanna. Sonurinn verður að fóx-na hamingju sinni og giftast auð- uga erfingjanum. Mercedes Cai-rillo hefði aldrei gengið hnakkakertari eða virðulegri út af neinu leiksviði en dóttir Dou- glas Peri-y gengur inn af glugga- svölunum, helsærð í hjarta. „Þið hafið lagt framtíð rnína í rxistir. Það getur vel verið, að ég geti ein- hvern tíma fyrirgefið það“, sagði hún við þau. „Og þið liafið drepið hjá mér trúna á mennina. Það get ég aldrei fyi'irgefið. Ég get aldrei elsk- að eða ti’eyst neinum íTamar“. Og þannig fór það. Næstu tvö ár- in er Maxine sýnd gallhörð, ísköld, miskunnarlaus. 1 hvert sinn og ein- hver játar henni ást sína, er hún viss um, að það eru aðeins auðæfi henn- ar, sem hann elskax-, og hún hefnir sín grinxmilega. Hún daði’ar og ti’aðkar á tilfinningum annarra. Þetta voru óskemmtilegar myndir. Hver ungur maðurinn eftir annan leitar sér svölunar í drykkjuslarki og fjár- hættuspili. Svall og siðspilling sigl- ix* í kjölfar hennar, hvert sem hún fer. Maxine greip andann á lofti. Hún hafði aldrei gert sér ljóst, að hegð- un hennar hefði getað haft svona alvarlegar aííeiðingar. Hún sárkveið fyi’ir síðustu myndunum, myndun- um, sem Justin Brent beið eftir að sjá. Elskhuginn í þeim var yngri hróðir hans, indæll unglingur, varla annað en drengur. Honum var al- vai'a: hann elskaði hana af alhug. Eins og hún, var hann eftirlætis- barn, staðráðinn í að njóta alls, sem liægt var að njóta af þessa heims gæðum. Faðir hans dó, þegar hann

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.