Samtíðin - 01.03.1951, Page 24

Samtíðin - 01.03.1951, Page 24
20 SAMTÍÐIN ann, þar sem vatnið er rösklega sex feta djúpt. Áður en varði slangraði hann alla leið að runnunum, reyndi af öllum mætti að rétta sig við, en lenti við það alveg yzt út á gangstígsbrúnina. Hinn gljúpi garðvegur lét undan þunga hans. Ég sá hann haða út höndunum, eins og liann væri að reyna að ná jafnvægi á ný, en sú tilraun mistókst, og hann rak upp óp, sem kafnaði við það, að hann stakkst á höfuðið í vatnið. Hann var góður sundmaður, en virtist ringlaður og var því linur við sundtökin. Ég hafði verið i miklum vafa, hvað ég ætti að gera. Ef ég hefði kallað til hans, þegar hann stóð á stignum, mundi ég hafa gert hon- um hverft við, og hefði slíkt vel getað átt sinn þátt í slysinu. Það var enginn tími til að ná til hans og bægja honum frá þessari hættulegu leið. En jafnskjótt og ég sá hann steypast í vatnið, ruddist ég gegnum runnana og kom niður að vatninu nálægt krukkunni, sem varðveitir jarðneskar leifar Jósefs Mede. Hann brauzt nú um í dýpri hluta laugar- innar, skammt frá henni miðri og var um það bil sex fet frá bakka hennar, þar sem líkneski þeirra Miltons og Cudworths standa. Þar sem ég lá á bakkanum, kom ég auga á löngu stöngina með þunga járnkróknum á endanum, sem höfð er lil að veiða upp úr vatninu ýmsa hluti og til þess að opna með l'lóð- gáttina. Ég greip stöngina og beindi henni í áttina til Colliers, þegar ég varð þess var, að hann buslaði þó heldur í áttina að bakkanum, þar sem ég stóð. Daníel Þorsteinsson & Co. h.f. Bakkastíg, Reykjavík. Símar 2879 og 4779. * Utgerðarmenn og sjómenn! Þekking, fagleg kunnátta og löng reynsla vor við nýsmíði og hvers konar viðgerðir á skipum er bezta trygging fyrir vandaðri vinnu og traustum frágangi á skipum yðar. £eljum myndir og málverk og margs konar gjafavörur. fiaJ nýjaita: Framleiðum mikið úrval af alls konar rammalistum og myndarömmum, máluðum og skreyttum eftir sænskum fyrirmyndum. Sendum gegn póstkröfu um allt land. ItAMMAGERÐIN HAFNAR5TRÆTI 17

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.