Samtíðin - 01.03.1951, Page 26

Samtíðin - 01.03.1951, Page 26
22 SAMTÍÐIN ar komið var til hans morguninn eftir, var hann fárveikur, og vikum saman lá hann í dái. En meðan þvi fór fram, úrskurð- uðu líkskoðunarmennirnir, eftir að hafa rannsakað dauðdaga Colliers, að hann hefði „látizt af slysförum.“ Rannsóknin leiddi í ljós, að Colliei' hafði verið að gera tilraun með nýtt deyfilyf, en notkun þess í Ameríku hafði vakið harðar umræður í Eng- landi. Frú Clifford hafði öðlazt mik- inn áhuga fyrir þessum tilraunum og hafði leigt húsnæði, þar sem menn gátu óáreittir prófað deyfilyf. - Filippus Collier hafði boðizt til að láta gera tilraunirnar á sér. Það var ekki fyrr en Kristófer Round las framburð vitnanna, að honum varð 'ljóst, að Collier hafði ekki neytt áfengis. Læknir Rounds sendi hann til Suður-Englands, þar sem hann átti að dveljast árlangt sér til hvíldar og hressingar. Þegar hann kom aftur til Cambrigde, var María Clifford farin, og sá hann liana hvorki né hafði spurnir af henni upp frá því. Eftir lát hennar, tíu árum seinna, sá hann þess getið í blaði, að til stæði að selja eigur hennar, og rak hann þá augun í þetta í skránni um þær: „Nr. 60 — tvær smámyndir i leðurumgerð“. Hann fór á uppboðið og keypti smámyndirnar. Aftan á aðra var skrifað með hendi Maríu nafnið „Filippus“ og á hina „Gefin mér af Filippusi“. „Þetta færði mér heim sanninn um, að hún unni honum,“ skrifaði hann. Og Kristófer Round lýkur máli sínu á þessa leið: TJÖLD SÓLSKÝLI Saumurn tjöld og sólskýli af öllum stærðum og gerðum. Athugið vinsamlegast, að ef þér liafið tjöld, sem þér þurfið að láta gera við, þá komið sem allra fyrst með þau til okkar, því að á vorin og sumrin, þá er fólk ætlar að fara að nota þau, er venjulega það mikið annríki á seglaverkstæðinu, að það er ekki hægt að fá þau viðgerð. „GEYSIR“ H.F. Veiðarfæradeildin.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.