Fréttablaðið - 24.12.2009, Page 4
4 24. desember 2009 FIMMTUDAGUR
Í grein um Hávallaútgáfuna í Frétta-
blaðinu á þriðjudag var útgáfan
rangnefnd. Einnig var farið rangt með
nafn Áslaugar Agnarsdóttur þýðanda
bókarinnar Bernska Tolstojs.
ALÞINGI „Ég held að þetta sé anna-
samasta árið í sögu Alþingis, að
minnsta kosti frá því að ég hóf hér
störf og það er langt síðan,“ segir
Helgi Bernódusson, skrifstofu-
stjóri Alþingis.
Lítið uppihald hefur verið í þing-
inu allt þetta ár. Vorþing stóð fram
í miðjan apríl, mánaðarhlé var
vegna kosninga, og sumarþing
stóð til ágústloka. Haustþing var
svo sett 1. október. Sem kunnugt
er verða þingfundir milli jóla og
nýárs sem er afar fátítt.
Helgi segir hættu á að mikið
álag og hraði bitni á störfum þings-
ins. Nokkur dæmi um mistök eða
villur við lagasetningu hafi komið
upp en ekki hafi hlotist skaði af.
Ekki er nóg með að þingið hafi
starfað óvenju lengi heldur hefur
það vikið frá venjum um fundar-
tíma. „Reglan hefur verið sú að
ekki hefur verið fundað á föstu-
dögum, heldur ætlast til að þing-
menn gætu nýtt þá vikudaga til
að sinna kjördæmi sínu og kjós-
endum. Þetta árið hafa hins vegar
verið margir fundir á föstudög-
um og líka á laugardögum,“ segir
Helgi.
Eins og gefur að skilja er fólk
þreytt og lúið eftir þessa löngu og
erfiðu törn. Helgi segir margt ungt
og kraftmikið fólk vinna í þinginu
en á móti komi að margt eigi það
lítil börn sem vitaskuld þurfi að
sinna. „Það er reyndar óvenjulega
gott og röskt fagfólk hér á Alþingi
en það eru mörk fyrir því hvað
hægt er að bjóða fólki. Áður, þegar
mikið hefur verið að gera, gat fólk
lifað með því að hér hefur verið
svolítið hlé frá jólum og fram eftir
janúar og svo frá miðjum júní og
fram í september. Nú er því ekki
að heilsa.“
Vegna hins langa sumarþings
gat margt starfsfólk ekki tekið
hefðbundið sumarleyfi. Helgi segir
að fyrir vikið eigi margir inni óút-
tekið orlof, sumir meginhluta þess.
„Það hefur hrúgast upp og við
eigum í hálfgerðum vandræðum
með þetta. Við höfðum ætlað fólki
að taka leyfi núna í kringum jólin
og í janúar en það verður allavega
ekki á milli jóla og nýárs.“
Fjárframlög til Alþingis hafa
verið skorin niður líkt og víðast
hvar í ríkisrekstrinum. Helgi segir
það bitna á starfsemi þingsins.
„Við gengum mjög langt í niður-
skurði á þessu ári, hér var skorið
niður um tíu prósent, meira en víða
í stjórnkerfinu, og við þurfum að
skera enn frekar niður á næsta ári.
Það var skorið niður bæði í rekstri
og ekki síður í greiðslum til þing-
manna. Laun starfsfólks hafa verið
lækkuð og það er auðvitað erfitt að
stjórna fólki sem í senn eru gerðar
auknar kröfur til og jafnframt er
verið að lækka launin við.“
Helgi segist hafa gert þingfor-
seta og forsætisnefnd grein fyrir
ástandinu og að formenn þing-
nefnda séu upplýstir um þá nýju
reglu að ekki sé unnið á skrif-
stofum þingsins eftir tólf á mið-
nætti og á sunnudögum. „Ég setti
þá reglu um síðustu mánaðamót
þegar ég tilkynnti starfsfólkinu
um launalækkun. Við höfum reynt
að halda þetta en á því hefur því
miður orðið misbrestur síðustu
vikur.“ bjorn@frettabladid.is
Mestu annir þingsögunnar
Mikið hefur mætt á starfsfólki Alþingis allt þetta ár. Álagið hefur aukist um leið og laun hafa lækkað. Mis-
tök hafa verið gerð í hraðanum. Margir starfsmenn eiga uppsafnað orlof. Nýjar reglur hafa verið brotnar.
NÝLIÐUM LEIÐBEINT Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sést hér kynna nýjum þingmönnum starfsemi þingsins, reglur
þess og venjur í kjölfar kosninganna í apríl. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SAMGÖNGUR Iceland Express
hyggst hefja áætlunarflug til
Winnipeg í Manitoba í Kanada
næsta sumar og fljúga þangað einu
sinni til tvisvar í viku frá júníbyrj-
un. Frá Winnipeg er tengiflug til
margra staða í Kanada, Bandaríkj-
unum og Suður-Ameríku.
Um 19 prósent íbúa Manitoba
eru af erlendum uppruna. Meðal
þeirra eru tugir þúsunda Vestur-
Íslendinga. - pg
Iceland Express:
Áætlunarflug
til Winnipeg
SUÐURSVEIT Mikið óveður gerði
um helgina í Suðursveit sem
gerði það að verkum að fjar-
skiptamastur sem stendur á Hest-
gerðishnútu á Borgarhafnarfjalli
féll. Menn sem reyndu að komast
til viðgerða á laugardag urðu frá
að hverfa. Frá þessu er greint á
vefnum Ríki Vatnajökuls.
Þegar veðrinu slotaði sáu menn
að húsið sem hýsir tækjabúnað,
tetrakerfið og tæki frá Flugmála-
stjórn, hafði lagst á hliðina, en
talið er líklegast að eitt stagið í
mastrinu hafi slitnað. Mastrið og
húsið eru í eigu Neyðarlínunn-
ar. Það þjónar skipum á hafi úti,
Suðursveit, Öræfum og Mýrum.
Mastrið er talið ónýtt. - kóp
Borgarhafnarfjall:
Fjarskiptabún-
aður eyðilagðist
MEXÍKÓ Fjórir fjölskyldumeðlim-
ir mexíkósks hermanns sem lést
í skotbardaga í áhlaupi á hús eins
stærsta eiturlyfjabaróns lands-
ins voru myrtir nokkrum klukku-
stundum eftir útför hans, að því
er fram kemur á vef BBC.
Byssumenn réðust inn í hús
fjölskyldu Melquisedet Angulo
Cordova og skutu móður, bróður,
systur og frænku hans til bana,
og særðu lífshættulega einn ætt-
ingja til viðbótar.
Talið er víst að með þessu hafi
byssumennirnir viljað hefna eit-
urlyfjabarónsins Beltran Leyva,
sem féll í skotbardaga við her-
menn fyrir viku. - bj
Hefnd fyrir eiturlyfjabarón:
Fjölskylda her-
manns myrt
DÓMSMÁL Eiður Smári Guðjohnsen
hefur stefnt ritstjórum og blaða-
manni DV vegna umfjöllunar um
fjármál hans. Krefst Eiður fimm
milljóna fyrir brot gegn friðhelgi
einkalífs hans, einnar milljónar til
að kosta birtingu dómsins í fjöl-
miðlum og þess að stefndu hljóti
þyngstu refsingu sem lög leyfa.
DV hefur upp á síðkastið greint
frá skuldum Eiðs, lántökum hans
hjá íslenskum bönkum og þátttöku
í fjárfestingum.
Í stefnunni segir að ekki sé heim-
ilt að fjalla að vild um einkamálefni
Eiðs þótt hann sé þjóðþekktur ein-
staklingur. „Fjárhagsmálefni stefn-
anda hafa ekkert með opinbera per-
sónu hans að gera og fráleitt er að
ætla að málefni þessi snerti á ein-
hvern hátt almenning.“
Þá segir að frásagnir DV af mál-
efnum Eiðs séu rangar. Það skipti
hins vegar ekki máli „enda telur
stefnandi að burtséð frá því hvort
umfjöllun stefndu var rétt eða
röng hafi í henni falist að greint
var opinberlega frá einkahögum
sem leynt eiga að fara,“ segir í
stefnunni.
Jón Trausti Reynisson, ritstjóri
DV, segir galið að Eiður krefji
hann um hærri bætur en sem
nemi öllum hans ævisparnaði. „Ef
ekki mátti fjalla um útrás Eiðs
Smára þá er spurning hvort búast
megi við því að útrásarvíkingar
komi hver á fætur öðrum og reyni
að sækja fé í vasa blaðamanna á
Íslandi,“ segir hann. - sh
Knattspyrnustjarna í mál vegna umfjöllunar um fjármál sín:
Eiður Smári vill sex milljónir frá DV
ÓSÁTTUR Telur umfjöllun DV ranga en
að það skipti í raun ekki máli.
NORDICPHOTOS/GETTY
GENGIÐ 23.12.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
236,2781
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
127,78 128,38
203,99 204,99
181,94 182,96
24,441 24,585
21,713 21,841
17,407 17,509
1,3905 1,3987
199,28 200,46
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Karlmaður sem nýverið hlaut dóm
fyrir að klæmast við greindarskertan
viðskiptavin sinn á húðflúrstofu var
sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot en
ekki kynferðislega áreitni.
LEIÐRÉTT
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
20°
7°
1°
2°
2°
2°
6°
3°
3°
23°
6°
19°
4°
25°
-1°
2°
14°
1°
Á MORGUN
Víða 5-10 m/s,
hvassara á Vestfjörðum.
ANNAR Í JÓLUM
Víða 5-13 m/s
hvassast SA-lands
-2
-1
-1
0
-2
1
-3
0
-2
2
-5
8
11
18
11
8
11
9
9
7
8
8
-2
0 -1
0
-1 -2
-1 -3
-1
0
GLEÐILEG JÓL!
Það verða hvít jól
víða um land enda
hefur snjóað norð-
an til og austan
síðustu daga. Í dag
og kvöld lítur út
fyrir leiðindaveður
á Vestfjörðum en
annars er veðrið
svipað og und-
anfarið, úrkoma
nyrðra en bjartara
syðra.
Soffía
Sveinsdóttir
Veður-
fréttamaður