Fréttablaðið - 24.12.2009, Page 10
10 24. desember 2009 FIMMTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
E
inhver kunnasta jólasaga í hinum enskumælandi heimi
gerist á blóðvöllum Frakklands, þar sem milljónir ungra
manna voru stráfelldar í skotgrafahernaði fyrri heims-
styrjaldarinnar. Hún byggir á sönnum atburðum, en á
aðfangadag 1914 mun það hafa gerst víða á vígstöðvunum
að hermenn lögðu niður vopn og sameinuðust í að syngja jólalög
eða skiptu liði og spiluðu saman fótbolta.
Frásögnin af knattspyrnuleikjum innan um skotgrafirnar og
sprengjubrotin er flestum kunn. Hún er lesin í skólum, rifjuð upp
í jólahugvekjum og fléttuð inn í stólpredikanir í kirkjum. Sagan
þykir falleg og að flestra mati felur hún í sér friðarboðskap. Sá
boðskapur ristir þó ekki jafn djúpt og ætla mætti í fyrstu.
Um margt minnir sagan um fótboltaleikinn á aðfangadag nefni-
lega á þær óteljandi jólamyndir frá Hollywood sem sýna alvörugef-
ið fullorðið fólk lenda í ævintýrum á aðventunni og komast í kynni
við jólasveininn. Boðskapurinn er sá að á jólunum megi menn láta
skynsemina lönd og leið og hegða sér eins og börn. Sá jarðbundni
og ábyrgi sleppir fram af sér beislinu í skamma stund, en svo fer
allt í fastar skorður. Það ranga við þessa sýn er að hún gefur sér
þá forsendu að stríðsrekstur sé rökréttur og nauðsynlegur, en það
að hafna stríði sé fjarstæðukennt og óraunhæft.
Í sérhverjum smábæ í velflestum löndum Evrópu má finna töflur
með nöfnum þeirra manna sem féllu í stríðinu mikla, fyrir málstað
sem fæstir muna lengur hver var. Hvernig getur sú slátrun með
nokkru móti talist rökrétt? Hvers vegna þykir okkur skringilegra
að nokkur hundruð manns hafi haldið út á einskismannslandið til að
keppa í boltaleik en að milljónir hafi hlaupið um sama svæði til móts
við fljúgandi byssukúlur? Hvor hegðunin er í raun fráleitari?
Blóðugar styrjaldir eru háðar um þessi jól í Afganistan, Írak,
Sómalíu, Pakistan og Jemen. Auk þeirra eru tugir átakasvæða í
heiminum þar sem fólk fellur í átökum milli þjóða, þjóðarbrota eða
annarra hópa. Á öðrum stöðum lætur fjöldi fólks lífið vegna síð-
bundinna afleiðinga gamalla stríða, svo sem á jarðsprengjusvæðum
Asíu og Afríku.
Þau öfl sem mæla fyrir hernaði og valdbeitingu gera það aldrei
með því að tefla fram tveimur kostum; stríði eða friði. Í slíkri
keppni fer friðurinn ætíð með sigur af hólmi. Þess í stað beita
stríðsæsingamenn rökum óumflýjanleikans, með því að hafna því
að aðrar leiðir séu færar. Stríðið verður þannig aldrei val heldur
óhjákvæmileg niðurstaða – eðlileg, rökrétt og skynsamleg. Tal um
frið og afvopnun verður þannig kjánalegur barnaskapur, líkt og
fallegt en sérkennilegt jólaævintýri.
Við eigum hins vegar alltaf val. Sá kostur er alltaf fyrir hendi
að hafna stríðinu en skipta þess í stað í tvö fótboltalið – að spyrna
knetti fremur en að hleypa af byssum. Það er kjarni málsins.
Það ranga við þessa sýn er að hún gefur sér þá for-
sendu að stríðsrekstur sé rökréttur og nauðsynlegur,
en það að hafna stríði sé fjarstæðukennt og óraun-
hæft.
Allegretto scherzando ( = 50)
Sópran
Alt
Tenór
Bassi
Skín við sól u- Skag a- fjörð- ur- skraut i- bú inn,- hey. Ó, þú hýr i- Hafn ar- fjörð ur-
Skín við sól u- Skag a- fjörð ur- skraut i- bú inn,- hey. Ó, þú hýr i- Hafn ar- fjörð- ur-
Skín við sól u- Skag a- fjörð- ur- skraut i- bú inn,- hey. Ó, þú hýr i Hafn ar fjörð- ur-
Skín við sól u- Skag a fjörð ur- skraut i- bú inn,- hey. Ó, þú hýr i- Hafn ar- fjörð- ur-
19
Key. Smá fríð- ur- þyk ir- mér Fá skrúðs- fjörð- ur- með frönsk u- skilt in- sín. Ít ur- vaxn- i-
Key. Smá fríð- ur- þyk ir- mér Fá skrúðs- fjörð- ur- með frönsk u- skilt in- sín. Ít ur- vaxn i-
Key. Smá fríð- ur- þyk ir- mér Fá skrúðs- fjörð- ur- með frönsk u- skilt in- sín. Ít ur- vaxn i-
Key. Smá fríð- ur- þyk ir- mér Fá skrúðs- fjörð- ur- með frönsk u- skilt in- sín. Ít ur- vaxn i-
7
hipp og kúl og gay. Kóp a- vog ur,- Vest manna- eyj- ar,- Vill ing- a- holt.- Ég dey.
hipp og kúl og gay. Kóp a- vog ur,- Vest manna- eyj- ar,- Vill ing- a- holt.- Ég dey.
hipp og kúl og gay. Kóp a- vog ur,- Vest manna- eyj- ar,- Vill ing- a- holt.- Ég dey.
hipp og kúl og gay. Kóp a- vog- ur,- Vest manna- eyj- ar, Vill- ing a- holt.- Ég dey.
14
Ís lands- Hrafn ist- u- menn- og meyj ar:- Mun ið- Huds on- Bay. Og haf ið- sagði' Ó
Ís lands- Hrafn ist- u- menn- og meyj ar: Mun ið- Huds on- Bay. Og haf ið sagði' Ó
Ís lands- Hrafn ist- u- menn- og meyj ar:- Mun ið- Huds on- Bay. Og haf ið sagði' Ó
Ís lands- Hrafn ist- u- menn- og meyj ar:- Mun ið- Huds on- Bay. Og haf ið- sagði' Ó
26
Vopn a- fjörð- ur:- Ver búð- in- er fín. Og bless uð- sért u borg in- mín.
Vopn a- fjörð- ur:- Ver búð- in- er fín. Og bless uð- sért u- borg in- mín.
Vopn a fjörð- ur:- Ver búð- in- er fín. Og bless uð- sért u- borg in- mín.
Vopn a- fjörð - ur: Ver búð- in- er fín. Og bless uð- sért u- borg in- mín.
Blessuð sértu borgin mín
Fjórtán þúsund nemendur sækja tónlistarskóla landsins auk allra þeirra, sem lokið
hafa tónlistarnámi og annarra. Þeim er þessi glaðningur einkum ætlaður. Kvæðið
kviknaði við kvöldverðarborð sumarið 2009, þar eru teknar laufléttu traustataki
hendingar frá séra Matthíasi, Guðlaugu Pétursdóttur, Erni Arnarsyni og Steini
Steinarr auk þess sem konan mín lagði í púkkið. Lagið varð til daginn eftir. Þar örlar
í einum takti eða tveim á Cole Porter, allt með ráðum gert. Gleðilega hátíð.
Í DAG
ÞORVALDUR GYLFASON
Fótbolti á einskismannslandi:
Friðarboðskapur
STEFÁN PÁLSSON SKRIFAR