Fréttablaðið - 24.12.2009, Síða 16
16 24. desember 2009 FIMMTUDAGUR
Þ
etta var hörmulegur
atburður sem skók
þjóðina, segir Jón
Ársæll. Hann segir
að þegar þeir Björn
hafi unnið saman að
þáttum um 20. öldina árið 1999
hafi þeir rekist á þessa sögu og
hitt fólk sem lifði slysið af. Þeir
hafi strax fundið að söguna þyrfti
að segja ítarlegar. Síðan hafa þeir
félagar unnið að verkefninu, safn-
að saman gögnum um hinstu ferð-
ina, kannað leitina að flakinu og
rætt við eftirlifendur; þar með
talað þýska kafbátahermenn.
Í byrjun nóvember árið 1944 var
Goðafoss á heimleið með skipalest-
inni UR-142 eftir tæplega mánað-
ar ferð til New York með viðkomu
í Loch Ewe á Skotlandi. Goðafoss
hafði siglt áfallalaust öll stríðsárin
og var í forystu skipalestarinnar.
Vopnaðir togarar fylgdu lestinni,
líkt og venja var.
Kafbátahernaði lokið
Kvöldið 9. nóvember, þegar skammt
var til lands, biðu skipverjar af
sér slæmt veður. Þeir sátu neðan
þilja og hlýddu á útvarpið. Þar var
Winston Churchill, forsætisráð-
herra Breta, í umræðum á breska
þinginu að lýsa því yfir að kaf-
bátahernaði Þjóðverja væri lokið.
Vissulega væri bátur og bátur á
stangli, en umfangsmikill hernað-
ur væri liðin tíð. Skipverjar og far-
þegar á Goðafossi fögnuðu þessum
fregnum eðlilega. Nú gátu þeir
haldið heim í friði og ró.
Þegar birti af degi var ljóst að
skipin hafði rekið hvert frá öðru
í veðurhamnum. Þrjú skip voru í
námunda við Goðafoss og þegar
siglt var fyrir Garðskaga mættu
þeim björgunarbátar af breska
olíuskipinu Shirvan sem var með í
lestinni. Skipið sjálft brann á haf-
fletinum. Í bátunum voru 20 skips-
brotsmenn, illa farnir eftir brun-
ann.
Örlagarík björgun
Skipstjórinn á Goðafossi, Sigurð-
ur Helgason, tók þá ákvörðun að
liðsinna skipbrotsmönnum. Meðal
farþega var Friðgeir Ólafsson
læknir sem tók til við aðhlynningu
hinna særðu.
Þýski kafbáturinn U-300, undir
stjórn foringjans Fritz Heins, hafði
grandað breska olíuskipinu. Ólíkt
því sem tíðkaðist ákvað kafbáta-
foringinn að bíða í nágrenninu, lík-
lega til að kanna hvort skipið sykki
og í von um að fleiri skip bæri að.
Kafbáturinn hafði verið nokkra
hríð við Íslandsstrendur og leynst
við Reykjanes.
Stuttu eftir að skipbrotsmennirn-
ir voru komnir um borð í Goðafoss
drógu fylgdarskipin upp svartan
fána, merki um að kafbátur væri
í nánd. Einn skipverja á Goðafossi
var á þessari stundu að sækja fatn-
að fyrir skipbrotsmennina í einum
af fjórum björgunarbátum skips-
ins, en varð litið af tilviljun yfir
hafflötinn á bakborða. Þar sá hann
það sem líktist hvítri rák sem nálg-
aðist skipið hratt. Aðeins gat verið
um eitt að ræða.
Sjö metra langt tundurskeyti
kafbátsins skall á Goðafoss rétt
aftan við miðja bakborðssíðuna og
sprakk af svo miklu afli að skipið
lyftist upp af haffletinum. Hávað-
inn og titringurinn sem fylgdi
sprengingunni var yfirþyrmandi
og skipið kastaðist 35 til 40 gráður
yfir á stjórnborða. Sumir farþeg-
ar misstu meðvitund við höggið,
aðrir, sérstaklega þeir sem voru í
vélarrúmi og neðan þilja, létu lífið
samstundis.
Björn og Jón Ársæll segja að
ákvörðun skipstjórans um að taka
skipbrotsmennina upp í hafi verið
örlagarík. Með því hafi Goðafoss
verið berskjaldaður gegn árás
kafbátsins. Skipið átti aðeins eftir
um einnar klukkutíma siglingu til
Reykjavíkur.
Leituðu bátsins fyrst
Goðafoss sökk á um sjö mínútum
eftir árásina. Risastórt gat kom
á bakborðssíðuna og skipið sökk
rólega niður að aftan, en fór síðan
lóðrétt niður með stefnið á undan.
Eftirlifendur reyndu að koma sér
í björgunarbátana eða finna sér
reköld. Margir voru léttklædd-
ir og voru farnir að búa sig undir
komuna til Reykjavíkur með því að
fara í betri fötin.
Skipbrotsfólkið mátti þola
tveggja tíma volk í köldum nóvem-
bersjónum á meðan fylgdarskipin
leituðu kafbátsins. Hann komst
þó undan og sökkti síðar tveimur
skipum við Gíbraltar áður en hann
náðist. Margir lifðu þá vist í sjón-
um ekki af.
Alls fórust á sjötta tug manna í
árásum þennan dag, en kafbátur-
inn sökkti einnig breska skipinu
Empire Wold. Af Goðafossi fórust
24, fjórtán skipverjar og tíu far-
þegar.
Miklar furður
Jón Ársæll segir að sagan af Goða-
fossi sé samofin sögu þjóðarinn-
ar. „Fyrsti Goðafoss strandaði við
Ísafjarðardjúp og þetta var skip
númer tvö sem fórst á þennan
hátt.“ Jón Ársæll segir þetta vera
Titanic Íslands.
Björn segir miklar furður hafa
tengst Goðafossi. Marga hafi
dreymt fyrir atburðinum. Þá hafi
vakið furðu að aðeins tvö lík rak á
land; tvo syni læknishjónanna sem
fundust við Snæfellsnes. Þá hefur
flakið af Goðafossi aldrei fundist,
þrátt fyrir ítarlega leit. „Flakið
gekk kaupum og sölum enda var
mikið um verðmæti í því. Kopar
á leið í Sogsvirkjun, forsetabíll
Sveins Björnssonar og áfengi. Þá
gengu sögur um peninga í vatns-
heldum umbúðum, sem áttu að
fara til bandarískra hermanna. En
flakið hefur aldrei fundist.
Heimildarmyndin um Goða-
foss verður sýnd í Ríkisútvarp-
inu í tveimur hlutum; á jóladag og
nýársdag.
Sökkt á síðustu metrunum
Mesta blóðtaka sem Íslendingar urðu fyrir í stríðinu varð þegar þýskur kafbátur sökkti Goðafossi rétt fyrir utan Garðskaga. Björn
Br. Björnsson og Jón Ársæll Þórðarson hafa unnið að mynd um atburðinn og sögðu Kolbeini Óttarssyni Proppé frá afrakstrinum.
LÆKNISSYNIRNIR þeir einu sem rak á land. SIGURÐUR HELGASON SKIPSTJÓRI.GOÐAFOSS Tíu farþegar og fjórtán úr áhöfn létust þegar Goðafoss var sökkt af þýskum kafbáti. Þá létust 19
skipverjar af bresku olíuskipi sem nýverið hafði verið bjargað um borð í Goðafoss. Flakið hefur aldrei fundist.
Jólin snúast um gleði, frið og góðar samverustundir.
Njótum þeirra örugg í faðmi fjölskyldunnar og förum varlega.
Við óskum þér hamingjuríkrar hátíðar og farsældar á komandi
ári og þökkum fyrir árið sem er að líða.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/V
O
R
4
82
63
1
2/
09