Fréttablaðið - 24.12.2009, Qupperneq 22
ÞAÐ HEITASTA Í ...
HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR
ferðalög kemur út mánaðarlega
með helgarblaði Fréttablaðsins.
Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is
Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir
Forsíðumynd Frá Soneva Kiri á Tailandi
Pennar Hólmfríður Helga Sigurðardóttir
Ljósmyndir Fréttablaðið, Getty Images
Auglýsingar Benedikt Freyr Jónssn
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ]
ferðalög
DESEMBER 2009
TÍU HEITUSTU
ÁFANGASTAÐIRNIR
ÁRIÐ 201O
Sælkeraveisla í
frönsku Ölpunum
Kokkurinn Oliver James
í Val d‘Isere
SÍÐA 2
Taktu á móti nýju ári í stuttbuxum
Bestu strandirnar til að halda áramót SÍÐA 8
2 FERÐALÖG
S
ælkerar streyma til frönsku
Alpanna í vetur þar sem
breski stjörnukokkurinn Oli-
ver James töfrar fram dýr-
indis rétti. James, sem lærði hjá Gordon
Ramsay, er farinn að vinna á lúxushót-
elinu Le Chardon Mountain Lodges á
skíðasvæðinu Val d‘Isére. Hann hefur
skapað spennandi matseðil sem er róm-
aður hjá matarskríbentum um heim
allan. Á honum eru til dæmis grillaður
aborri með trufflum og spenagrís með
reyktum hvítlauk og tarragon-hlaupi.
Gestir á hótelinu, sem reyndar er skipt í
fimm mismunandi lúxuskofa, geta einn-
ig lært ýmislegt um matargerð meðan á
fríinu stendur og pantað sér matreiðslu-
kennslu í hæsta klassa. Fullorðnir geta
kynnt sér sælkerauppskriftir á meðan
smáfólkið lærir að búa til jólakonfekt og
kökur. Þess má geta að Le Chardon er í
friðsælu þorpi sem kallast La Legettaz
og stærsti alpakofinn rúmar 20 manns.
Innifalið í vikuverði er matur, vín og
þjónusta.
www.lechardonvaldisere.com - amb
SÆLKERAVEISLA Á
SKÍÐUM Í VAL D’ISÈRE
Kokkurinn Oliver James eldar lúxusmat á hótelinu Le Chardon í frönsku Ölpunum þar sem
einnig er hægt að fara á námskeið í jólakökugerð
Skíðahótelið Le Chardon Skipt niður í fimm mismunandi alpakofa þar sem lúxus er í fyrirrúmi.
Hótelið Soneva Kiri opnaði í byrjun
árs á eyjunni Koh Kood í Taílandi og
er nú talið vera eitt besta hótel lands-
ins. Það samanstendur af 42 mismun-
andi einkavillum með eigin sundlaug
á sannkallaðri eyjaparadís með eyði-
ströndum og villtum frumskógum. Það
er einungis hægt að fara þangað með
einkaflugvél, svo hraðbáti og að lokum
jeppa og setur þetta mikinn James
Bond-svip á ferðalagið. Meðal þess
sem er í boði á hótelinu er risavaxið
útibíó, einstök heilsulind, veitinga-
staður uppi í trjánum sem er aðeins
upplýstur af kertaljósi og jógatímar.
Þess má geta að hótelið er byggt alfar-
ið með vistvænum efnum og umhverf-
isvænt hugarfar er haft að leiðarljósi.
- amb
VISTVÆNN LÚXUS
Hótelið Soneva Kiri er paradís í frumskóginum.
Einkavillur úr umhverfisvænum efnum Sérhverri villu fylgir einkasundlaug.
Lærðu að elda í Ölpunum Oliver James býður upp á margvíslega kennslu.
Þ
að eru ekki jól alls staðar, það eru engin jól
úti í geimnum,“ tilkynnti sonur minn mér
að morgni Þorláksmessu með spekingsleg-
um svip. Vangavelturnar um tilveru jóla-
sveinsins, jólahefðirnar og jólastressið á fullorðna
fólkinu höfðu verið miklar síðustu vikurnar. Engin
jól úti í geimnum? spurði ég og hváði. Jólin hljóta að
vera alls staðar þó að ekki sé haldið upp á þau sagði
ég. Ef mannfólkið hefði náð að setja upp Tunglstöð er
ég fullviss um að við hefðum troðið þangað gervijóla-
trjám, vakúmpökkuðum kalkúnabitum og jólasveina-
húfum á geimbúningana. Þannig erum við vestrænu
menn bara gerðir, alveg sama hvort jólahefðirnar eru
algerlega út úr kú við umhverfið þá ríghöldum við í
þær af öllum mætti. Þess vegna fá jólasveinar að rog-
ast um með hnausþykkan rauðan búning með hvít-
um loðbryddingum á suðurhveli jarðar í desember og
svitna rækilega undan hvítu skegginu. Undarlegasta
jólamáltíð sem ég hef snætt er í Norður-Ástralíu, þar
sem íbúarnir höfðu aldeilis ekki sagt skilið við bresk-
ar hefðir. Þrátt fyrir að hitastigið úti væri hátt í 50
stig á selsíus og að rakinn læki í stríðum straumum
niður gluggarúðurnar sátu konur við eldheita ofna og
bökuðu „mince pie“, litlar breskar jólakökur fylltar af
sætmeti. Jólamaturinn var að sjálfsögðu kalkúnn með
fyllingu, brúnuðum kartöflum og heitri sósu, þrátt
fyrir að fólk væri gegnvott af hræðilegum hita og
raka og það lægi við að falla í ómegin. Hvers vegna
engum datt í hug að staðfæra jólamatinn og framreiða
grillaðan fisk, salat og ískaldan kokkteil í stað kalk-
úns og rauðvíns hef ég ekki hugmynd um, en veit þó
að slíkt á sér stað víðs vegar um heim: í Suður-Amer-
íku, Suður-Afríku og Ástralíu sem dæmi. En af þess-
ari vitleysu má auðvitað hafa gaman af því að hún
færir ólíkar þjóðir aðeins nær hver annarri, jólin eiga
sér stað víðs vegar um heim en eiga sér þó afskap-
lega rótgrónar hefðir. Fram undan er tími til þess að
leiða hugann að spennandi ferðalögum og fjarlægum
stöðum sem maður á eftir að sjá. Á síðum Ferðalaga í
þetta sinn eru taldir upp heitustu áfangastaðir heims
fyrir árið 2010 sem vonandi veita einhverjum lesend-
um innblástur á nýju ári.
Anna Margrét Björnsson skrifar
NÝTT ÁR OG NÝIR
ÁFANGASTAÐIR
Kokkaveisla í Frakklandi Oliver James töfrar fram dásamlega rétti.
flugfelag.is
Netið
Þú færð alltaf
hagstæðasta verðið
á www.flugfelag.is