Fréttablaðið - 24.12.2009, Page 24

Fréttablaðið - 24.12.2009, Page 24
4 FERÐALÖG Þýskaland! Samkvæmt Lonely Planet er Þýska- land einn heitasti áfangastaður næsta árs. Berlín hefur verið gíf- urlega vinsæll áfangastaður meðal ungs fólks á Íslandi undanfarin ár enda er þar blómstrandi listalíf, nokkuð ódýrt að lifa svona miðað við marga aðra staði og ekki sem verst að djamma þar heldur. En Berlín er ekki upphaf og endir Þýskalands heldur spáir Lonely Planet að Hamborg komi gríðar- lega sterk inn, sérstaklega vegna þess að þar er í uppbyggingu nýtt og spennandi hafnarhverfi sem er að fyllast af ungu fólki. Dómkirkj- an í hinni sundursprengdu Dresden hefur verið endurreist og þeirri borg er líka spáð frægð og frama á næsta áratug. Sumsé, Þýskaland, ja bitte! Argentína! Stöðugur straumur Íslendinga flykkist til Argentínu á veturna enda heilmargt spennandi þangað að sækja. Landið er ótrúlega fal- legt og býður upp á allt milli stór- fenglegra fjallgarða, saltsléttna og eyðistranda. Svo er borgin Buenos Aires iðandi af litum og lífi. Menningarlífið er vægast sagt hresst: tangó, tónleikar og fjölbreytt næturlíf. Maturinn er sagður hreinasta lostæti og eins og flestir vita eru nautasteikurn- ar hvergi betri. Tískubúðir hafa sprottið upp í Buenos Aires und- anfarin ár og því ættu allir að geta gert góð kaup, sérstaklega á vönduðum leðurvörum. Það kann að vera dálítið dýrt að fljúga til Argentínu ( Reykjavík- New York- Buenos Aires er sennilega besta leiðin) en þegar þangað er komið er virkilega ódýrt að lifa. Ísland! Bíðið nú hæg … Ísland? Jú, nákvæmlega, Ísland skorar gríð- arlega hátt á listum yfir bestu áfangastaðina á næsta ári. Þar er talin upp stórbrotin fegurð lands- ins, hreint loft og vatn, endalaus- ir afþreyingarmöguleikar, jökla- klifur, hestaferðir, hvalaskoðun, kajakferðir og fossaskoðun. Svo auðvitað hið gríðarlega spennandi næturlíf þar sem hægt er að virða fyrir sér Reykvíkinga gersamlega missa sig í miðbænum: ovurölvi og með skrílslæti. Og já, konurn- ar eru víst alveg gríðarlega falleg- ar líka. Aðalástæðan fyrir þessum vinsældum Íslands árið 2010 er samt hversu drjúgur túristadollar- arnir eru. Það er jú kreppa á sker- inu. Það er allavega gott fyrir þá sem hafa ekki efni á því að ferðast neitt á næsta ári að landið okkar er á ný gífurlega trendí. New York! New York? Er það ekki alltaf vin- sæll áfangastaður? Hvað er svona nýtt við það. Ferðalög spá New York auknum vinsældum meðal Íslendinga á næsta ári vegna þess að flugfélagið Iceland Express verður byrjað að fljúga þangað og vonandi verður þessi aukna sam- keppni til þess að hægt verði að komast þangað fyrir aðeins minni pening. Fyrir þá sem hafa aldrei komið til stóra eplisins þá skal hér tekið fram að ferð þangað verð- ur alltaf ógleymanleg. New York suðar af lífi og andar spenningi, hvort sem þú fílar artí stemning- una í Williamsburg eða Greenwich Village eða „Sex and the City“ smartheitin á Manhattan. Ég vil verða hluti af henni söng Frank Sinatra af góðri ástæðu. Gana! Ha? Jú, ferðalangar verða að hugsa hlutina aðeins upp á nýtt og hug- leiða siðræna ferðamennsku. Þetta þýðir að þegar þú heimsækir þró- unarlönd þá verður þú að skoða hvernig hugað er að ferðamennsku í hverju landi, hvernig umhverfis- verndarsjónarmið þeirra eru og hvort arður af ferðamennsku skili sér yfirleitt til fólksins. Því miður er það nefnilega þannig hjá fátæk- ari þjóðum að ferðamennska getur haft afleit áhrif á skóga, höf og rót- gróna menningu. Á lista hjá síð- unni The Ethical Traveller skorar Vestur-Afríkuþjóðin Gana mjög hátt og því vert að hafa hana í huga þegar hin myrka og stórfenglega heimsálfa er heimsótt. Gana, eins og svo fjölmargar afrískar þjóðir, hefur til að bera dásamlega hlýtt fólk, ríkan menningararf, heillandi landslag og ævintýralegt dýralíf. Nepal! Samkvæmt Lonely Planet er Him- alayafjallaríkið Nepal einn heit- asti áfangastaður ársins 2010. Þessi smáa þjóð sem er undir kín- verskri stjórn hefur heillað vest- urlandabúa í áraraðir og göngu- ferðalag í Nepal er orðið ómissandi lífsreynsla fyrir flesta, líkt og að skoða píramídana, Louvre eða að kafa á kóralrifi. „Þú munt aldrei gleyma Himalaya-fjöllunum,“ segir Lonely Planet. Svo er höf- uðborgin Katmandú svo exótísk, mannlífið einstakt og litirnir sem ber fyrir augun eru svo ríkuleg- ir, hvort sem það eru ævintýraleg krydd á útimörkuðum, appelsínu- gulir kuflar á búddamúnkum eða heiðblár himinninn handan fjalls- tindanna. Í Nepal geturðu líka sökkt þér djúpt í búddismann og farið í ferðalag fyrir andann. Færeyjar! Íslendingar gerðu lengi vel grín að þessari náskyldu þjóð en und- anfarin ár höfum við byrjað að uppgötva að Færeyjar eru dálítið eins og Ísland, bara betri. Veður- farið er skárra, grasið er grænna, fólkið er myndarlegra, Færeying- ar eiga meiri peninga, Færeying- ar byggja fallegri hús, og þar að auki reisa þeir við einn sögufræg- asta skemmtistað Reykjavíkur sem borgaryfirvöld sáu ekki sóma sinn í að halda opnum: Sirkus. Nú þegar Sirkus er kominn til Þórshafnar og íslensk hönnun seld í verslun- inni Zo er augljóst að hipsterar Reykjavíkur fara að flykkjast til Færeyja. Eina mögulega vanda- málið við Þórshöfn er hversu lítið er hægt að gera þar í miðri viku en við spáum því að lista-, menning- ar- og kaffihúsalífið taki við sér á næsta ári. Suður-Afríka! Á næsta ári verður FIFA-heims- meistaramótið haldið í þessu stórbrotna og söguríka landi og búist er við miklum ferðamanna- straumi til Höfðaborgar í tengsl- um við fótboltann. Suður-Afríka TOPP TÍU FYRIR 2010 Hverjir verða vinsælustu og jafnframt sniðugustu áfangastaðirnir á nýju ári? Anna Margrét Björnsson fl etti helstu ferðasíðum heims og komst að því að Ísland er heitt, Færeyjar enn heitari og Þýskaland jafnvel það heitasta af öllu. Hvað er nú þetta? Jú, Egilsstaðir á austurhluta Íslands. Færeyjar Þórshöfn er spáð titlinum Hipsterbær norðursins á næsta ári. New York Sjarmerandi stemning í Greenwich Village.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.