Fréttablaðið - 24.12.2009, Page 42

Fréttablaðið - 24.12.2009, Page 42
6 FERÐALÖG E f fólk hefur gaman af því að skoða maísakra ætti það endilega að skella sér til Vestur-Ohio!“ segir Colin Scott McKinstry, nítján ára bandarískur skiptinemi, spurður að því hvað sé helst að sjá í hans heimahögum og hvort hann myndi mæla með því að ferðast þangað. Við nánari umhugsun mælir hann reyndar með Októberfest í Cinc- innati, sem er ekki fjarri hans heimabæ. Það mun vera önnur stærsta Októberfest heims, sem margir leggja á sig langt ferðalag til að komast að. Colin hefur dvalið á Íslandi í fjóra mánuði sem skiptinemi í Menntaskólanum í Kópavogi. Hann lætur vel af dvöl sinni á landinu og hefur dýft sér á bólakaf í íslenska menningu. Hann bragðaði meðal annars skötu á Þorláksmessu, þrátt fyrir viðvaranir fólks í kringum hann, og hlakkar mikið til þess að smakka heima lagað rauðkál hinnar íslensku móður sinnar í kvöld. Aðdragandi íslenskra jóla er ekki ósvipaður þeirra banda- rísku, segir Colin. Helsta breyt- ingin felist í því að Íslendingar fagni jólunum 24. desember en ekki á jóladag eins og Bandaríkja- menn. Eitt hefur hann þó upplif- að í aðdraganda jólanna sem hann myndi seint gera heima. Hann er mikill áhugamaður um sögu Norð- urlandanna og norræn goðafræði hefur alltaf heillað hann. Þessi áhugi hans leiddi hann á jóla- blót Ásatrúarfélagsins, sem hann segir með eftirminnilegri stund- um hans hér. Colin er ekki þjakað- ur af heimþrá og segir sitt fólk á Íslandi hafa lagt sitt af mörkum til þess að hann sakni ekki foreldra sinna, systkina og allra gæludýr- anna allt of mikið yfir hátíðirnar. „Ég hef varla fundið fyrir heim- þrá frá því ég kom hingað, enda var mér strax látið líða eins og ég væri einn af fjölskyldunni og hef verið svo heppinn að eignast mikið af vinum hérna.“ UPPÁHALDSVEITINGASTAÐUR- INN? Ég held mikið upp á veit- ingastaðinn Jules Verne sem er á efstu hæð Eiffel-turnsins. Þar er ljúffengur franskur matur og útsýni yfir alla borgina. BESTA BÚÐIN TIL AÐ KAUPA SÉR TÍSKUFÖT? Verslunin H&M stend- ur alltaf fyrir sínu, sérstaklega eftir að þeir fóru að selja hönnun Soniu Rykiel á góðu verði! SKEMMTILEGASTI STAÐURINN TIL AÐ FARA MEÐ BÖRN? Disney- land er óneitanlega ómissandi fyrir smáfólkið en ég er sjálf mjög hrifin af skóginum rétt utan Parísar þar sem ég bý sem nefnist La forêt de Compiègne. Þar er skemmtilegur garður fyrir börn þar sem þau geta klifrað og leikið sér í trjánum. ÁTTU ÞÉR LEYNISTAÐ Í PARÍS? Já, lítið torg efst á Montmartre- hæðinni sem er afar rómantískt og sjarmerandi. HVERJU MÁ MAÐUR ALLS EKKI MISSA AF Í DESEMBER? Jóla- skrautinu í miðborginni sem er ótrúlega fallegt. HVAR ER SKEMMTILEGAST AÐ FÁ SÉR DRYKK? Á L‘hotel Kube sem er í 18. hverfi. HVER ER UPPÁHALDS FRANSKI RÉTTURINN ÞINN Á VEITINGA- HÚSUM? Hörpudiskur, flamberað- ur í koníaki. OG HVERJU MÁ ALLS EKKI GLEYMA EF MAÐUR SKREPPUR TIL PARÍSAR? Soulages-sýning- unni sem er í Centre Pompidou. HEIMAMAÐURINN  París FLORENCE HELGA THIBAULT MYNDSKREYTTI NÝVERIÐ ÞJÓÐSÖGUR JÓNS ÁRNASONAR Í NÝRRI ÚTGÁFU. BLÓT Á JÓLAFÖSTU Bandaríski skiptineminn Colin Scott McKinstry hefur lengi haft áhuga á nor- rænni goðafræði. Sá áhugi leiddi hann á jólablót Ásatrúarfélagsins, sem hann segir með eftirminnilegustu stundum hans hér. Þingblót ásatrúarmanna Colin hefur ætíð verið heillaður af norrænni goðafræði. Colin Scott McKinstry Mælir ekki sérstaklega með því að fólk ferðist til heimahaga hans í vesturhluta Ohio í Bandaríkjunum, nema það hafi sérstak- an áhuga á maísökrum. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /S TE FÁ N Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.