Fréttablaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 46
24. desember 2009 FIMMTUDAGUR
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
HAROLD PINTER (1930-2008)
LÉST ÞENNAN DAG.
„Stundum óskaði ég mér að ég
gæti skrifað eins og einhver annar,
verið einhver annar. Enginn sér-
stakur. Bara að ég byrjaði að
skrifa og skyndilega kæmi allt
öðruvísi texti.“
Harold Pinter var breskt leikrita-
skáld, leikstjóri og Nóbelsverðlauna-
hafi. Pinter vakti athygli þegar hann
gagnrýndi utanríkisstefnu Bandaríkj-
anna þegar honum voru veitt Nóbels-
verðlaunin.
timamot@frettabladid.is
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, bróðir, mágur og afi,
Guðmundur Cesar
Magnússon
Blikaási 21, Hafnarfirði,
lést af slysförum miðvikudaginn 16. desember sl.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju Hafnarfirði mið-
vikudaginn 30. desember kl. 13.00. Við afþökkum blóm
og kransa, en biðjum þá sem vilja minnast hans að
styrkja björgunarsveitirnar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Oddrún Kristófersdóttir
Elísabet Sigríður Guðmundsdóttir Jóhanna Þórisdóttir
Atli Már Guðmundsson Hrafn Leó Guðjónsson
Arna Rún Cesarsdóttir Ívar Smári Guðmundsson
Guðbjörg Krista Cesarsdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýju vegna andláts
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
sonar, tengdasonar, bróður og mágs,
Hans Alberts Knudsen
flugumsjónarmanns,
Lúxemborg.
Þökkum af alhug öllum vinum okkar hér á Íslandi og
í Lúxemborg fyrir ómetanlega hjálp og stuðning í veik-
indum hans. Guð gefi ykkur gleðileg jól og gæfuríkt
komandi ár.
Laufey Ármannsdóttir
Henrik Knudsen
Helen Sif Knudsen
Guðmunda Elíasdóttir
Guðbjörg Eyvindsdóttir
Sif Knudsen Stefán Ásgrímsson
Hjartanlegar þakkir sendum við öllum
þeim sem með hlýhug og vináttu vott-
uðu minningu
Péturs H. Ólafssonar
virðingu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar
L-5 á Landakoti fyrir elsku þess við umönnun hans.
Sendum ykkur öllum óskir um gleðilega jólahátíð og
farsæld á komandi ári.
Hrefna Pétursdóttir
Hugrún Pétursdóttir Marteinn Geirsson
Pétur Pétursson Anna S. Einarsdóttir
Ólína Björk Pétursdóttir
afabörnin öll og systkini hin látna.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför föður okkar, tengdaföður, afa,
langafa og langalangafa,
Vigfúsar Sigurðssonar
húsasmíðameistara, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sólvangs fyrir
frábæra umönnun og hlýhug.
Inga Sigrún Vigfúsdóttir Óli Rafn Sumarliðason
Guðfinna Vigfúsdóttir Aðalsteinn Valdimarsson
og afabörnin.
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ingeborg Grimm Jónsson
Þorsteinsgötu 11, Borgarnesi,
verður jarðsungin frá Borgarneskirkju þriðjudaginn
29. desember kl. 14.00.
Guðmundur Jónsson
Úlfar Guðmundsson Joan Andersen
Sverrir og Guðmundur Úlfarssynir
Kristófer Þór, Michael Van Eric,
Timothy Manfred, Melinda og Christie.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát föður okkar, tengdaföður, afa,
langafa og bróður,
Einars Magnússonar
Suðurhólum 14, Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 1. desember sl. Sérstakar þakk-
ir til starfsfólks V3, hjúkrunarheimilinu Grund. Við
óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar.
Petrína Einarsdóttir Hörður Kolbeinsson
Elísabet Einarsdóttir
Skarphéðinn Scheving Einarsson
Pálína Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Anna Sigrún
Snorradóttir
lést á Hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn
22. desember.
Birgir Þórhallsson
Snorri Sigfús Birgisson
Guðrún Sigríður Birgisdóttir Martial Nardeau
Þórhallur Birgisson Kathleen Bearden
og barnabörn.
Hjónin Ingibjörg Jónasdóttir og
Guðmundur A. Elíasson frá
Suðureyri við Súgandafjörð eiga
60 ára brúðkaupsafmæli þann
26. desember nk.
Þau fá innilegar haming juósk ir
frá börnum, tengdasyni og barna-
börnum í tilefni dagsins.
Demantsbrúðkaup
Innilegar þakkir færum við öllum
þeim sem sýndu okkur samúð og hlý-
hug við andlát og útför föður okkar,
tengdaföður, afa, langafa og bróður,
Haraldar Torfasonar
fyrrum bónda í Haga í Nesjum,
sem lést fimmtudaginn 10. desember. Sérstakar
þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar
Suðausturlands fyrir hlýja og góða umönnun.
Elín Dögg Haraldsdóttir
Gunnar Björn Haraldsson Guðrún Kristjánsdóttir
Halldór Sölvi Haraldsson Anna Halldórsdóttir
Sigrún Brynja Haraldsdóttir Þorvaldur Helgason
Þorleifur Haraldsson
Harpa Cilia Ingólfsdóttir Ivon Stefán Cilia
börn, barnabörn, barnabarnabarn og systkini.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýju við andlát
og útför elskulegrar eiginkonu minnar,
móður, dóttur og systur,
Elvu Daggar Pedersen
Mosarima 12, Reykjavík.
Við þökkum sérstaklega góðum vinum okkar fyrir ein-
stakan stuðning og vináttu á erfiðum tímum. Einnig
þökkum við sérstaklega því heilbrigðisstarfsfólki sem
annaðist Elvu Dögg í veikindum hennar.
Haukur Sigurðsson
Alexander Hauksson
Palle Skals Pedersen
Sæunn Elfa Pedersen
Daníel Thor Skals Pedersen
Arnór Ingi Ingvarsson
Sigmundur G. Sigurðsson, fyrrverandi útgerðarmaður á
Akranesi, söðlaði um fyrir nokkrum árum og skráði sig í
húsasmíði. Hann er nú nýútskrifaður frá Fjölbrautaskóla
Vesturlands og þrátt fyrir breytt landslag á vinnumarkaði
sér hann ekki eftir ákvörðuninni og er bjartsýnn á að hús-
næðismarkaðurinn glæðist.
Sigmundur rak útgerðarfélagið Keili ehf. á Akranesi
um 23 ára skeið ásamt eiginkonu sinni, Guðríði Guð-
mundsdóttur, Friðriki Þ. Magnússyni og eiginkonu hans,
Aðalheiði Skarphéðinsdóttur. Hann og Friðrik höfðu áður
unnið saman í járnblendinu á Grundartanga og áttu því
um aldarfjórðungs sameiginlegan starfsferil að baki. En
hvað varð til þess að Sigmundur skipti um gír? „Það var
bara kominn tími til að breyta til. Húsasmíðin, og sú sköp-
un sem henni fylgir, hefur alltaf blundað í mér og ég hef
tvisvar áður reynt að skrá mig til náms. Þegar Friðrik
keypti mig út fyrir tæpum þremur árum gafst loks tæki-
færi og ég lét slag standa,“ segir Sigmundur sem hefur að
eigin sögn verið í helgarnámi síðan þá.
Á þeim tíma sem Sigmundur rak útgerðina var upp-
gangurinn mikill en það sama á ekki við um húsasmíð-
ina í dag. „Mig grunaði auðvitað ekki hvernig staðan yrði
í dag þegar ég ákvað að rífa mig upp á gamals aldri en
menn verða líka að fylgja hjartanu. Ég trúi ekki öðru en
að kreppan taki enda og að fólk fari að byggja á ný.“
Talsvert er um nýbyggingar á Akranesi og festi Sig-
mundur nýverið kaup á hálfkláruðu parhúsi sem hann
stefnir á að vinna að á komandi ári. „Vonandi verður eitt-
hvað farið að glæðast þegar því verkefni lýkur.“
vera@frettabladid.is
SIGMUNDUR G. SIGURÐSSON:
ÚR ÚTGERÐ Í HÚSASMÍÐI
Fylgdi hjartanu
Hér er Sigmundur á toppi Kerlingarinnar, sem er hæsta fjall Eyjafjarð-
arsýslu, en hann hefur ferðast töluvert með Toppförum og átti tuttugu
metra í að komast á Hvannadalshnúk í vor. Þá gerði aftakaveður en
hann er staðráðinn í að fara aftur. MYND/ÚR EINKASAFNI