Fréttablaðið - 24.12.2009, Side 48

Fréttablaðið - 24.12.2009, Side 48
BAKÞANKAR Dr. Gunna 24 24. desember 2009 FIMMTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ég ætla að fá „fylgstu með þyngdinni“ -máltíðirnar númer 4, 7 og 11. Nei, ekki vitund. Af hverju ekki? Ég er orðinn leiður á því að keyra strætó, barinn er nýr möguleiki fyrir okkur. Alveg svakalega, svakalega, svakalega vont svar Hatarðu ekki allt þetta stress og álag sem fylgir jólunum? Hvaða stress? Fyrirgefðu, er ég að trufla þig? japl japl japl japl japl japl japl japl japl japl japl Já, en hvað með vinnu- tímann, löng kvöld og svona? Beta, ég er B- maður, ég vinn gjarnan á kvöld- in og þá sleppur þú við að vekja mig með látum. Já, en hvað með launin, nægir þetta til að framfleyta okkur? Á ég að ná í launaseðlinn frá Strætó? En þú þarft að vinna öll kvöld? Nei, ég ræð mér aðstoðar- manneskju Jámm Ég er þarna mestan hluta vikunnar og nú fæ ég borgað fyrir það Ja... Sko, þá erum við sam- mála María sagði við Jósef: Ég held ég sé ólétt. Ha, hváði Jósef, sem var smið- ur og sakleysingi. Við erum ekki einu sinni búin að kyssast! bætti hann við, eitt spurningarmerki í framan. Já, ég veit, sagði María og horfði á tær sér, en sko, þú veist. Það kom engill í heimsókn. RÚMLEGA TVÖ ÞÚSUND ÁRUM síðar er ég í Toys „R“ Us að redda því síð- asta. Ég er alls ekki í neinu jólastressi. Þegar ég hugsa um það fór ég aldrei í jólastress fyrir þessi jól. Var aldrei á síðustu stundu með neitt. Redd- aði öllu löngu fyrir tímann. Það er samt eins og það sé búið að vera samstillt átak í þjóðfélaginu að búa til stress. Í desember er bog- inn spenntur til fulls með auglýs- ingaholskeflu, umferðaröngþveiti og troðfullum bílastæðum, gólandi og uppáþrengjandi jólasvein- um, glysi hér og glingri þar. Yfir öllu hljóma jólalög- in eins og bumbusláttur í þrælaskipi. Þau ganga flest út á að æsa upp í hlust- endum þrá eftir JÓL. UN.UM. Jólin koma og ég hlakka svo til. End- urtekið út í hið óendan- lega. VIÐ HÖFUM því öll markvisst verið æst upp í að hlakka óskaplega til dagsins í dag. Og það stórmerkilega er að þegar aðfangadagur rennur loksins upp reyn- ist tilhlökkunin vera þess virði. Kannski það sé aðallega vegna þess að nú er sam- stillta stressátakinu lokið og allt fellur í ljúfa löð. Gott ef það er ekki bara byrjað að snjóa úti og lögin um kærleika og frið loksins byrjuð að meika sens. MÉR FINNST AÐ JÓLIN eigi að vera gamaldags og hallærisleg. Svört jóla- tré með snarhönnuðu jólaskrauti í stíl eru mér ekki að skapi. Jólaskrautið á að vera gamalt og úr öllum áttum. Það á að hafa safnast saman á löngum tíma og búa til tímalínu fjölskyldunnar. Amma og afi koma og segja frá gömlu jólunum. Frá eplalyktinni sem bjó til jólin. Það er alltaf jafn gaman að heyra það. Gott er að hafa krakka nálægt til að koma sér í ærlegt jólaskap. Ég man hvað mér fannst jólin rosalega spennandi og get endur- nýjað þessa tilfinningu í gegnum börnin. Í ár ætla ég auðvitað að passa mig á að éta ekki á mig algjört gat. Miðað við það sem er búið að kaupa inn er þetta auðvit- að vita vonlaust markmið. Æ, það eru nú einu sinni jólin og maður þarf að fagna því að daginn er farið að lengja. Gleði- leg jól! Samstillta stressátakinu lokið Óskum viðskiptavinum okkar nær og fjær og landsmönnum öllum gleðilegra jóla FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali Yfi rvélstjóri Erlent útgerðarfyrirtæki leitar að yfi rvélstjóra á frystitogara sem stundar veiðar í Barentshafi . Viðkomandi þarf að hafa full réttindi (4. stig) og reynslu af frystitogara vélstjórn. Enskukunnátta nauðsynleg. Um er að ræða langtímastarf. Yfi rvélstjóri er á afl ahlut og er kauptrygging 10.000 evrur per mánuð. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, með tölvupósti til: barentstrawl@live.com. Villa Bergshyddan Menningarmálasvið Stokkhólmsborgar býður dvöl í gestabústaðnum Villa Bergshyddan, sem staðsettur er í miðborg Stokkhólms. Bústaðurinn er 3 herbergi og eldhús í endurbyggðu húsi frá 18. öld. Fólk sem starfar að listum og menningu og býr í einhverri höfuðborga Norðurlanda getur fengið bústaðinn að láni, án endurgjalds, í eina eða tvær vikur á tímabilinu 1. apríl til 30. september 2010. Umsóknareyðublöð fást á www.reykjavik.is, www.kultur.stockholm.se og í upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur. Umsóknir sendist í síðasta lagi 1. febrúar 2010 til: Stockholms Kulturförvaltning, Nordiskt kultursamarbete, Yvonne Boulogner, Box 16113 SE 103 22 Stockholm Nánari upplýsingar veitir Kristjana Nanna Jónsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, s. 590-1520, netf. nanna@reykjavik.is og yvonne.boulogner@kultur.stockholm.se Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.