Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.12.2009, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 24.12.2009, Qupperneq 54
 24. desember 2009 FIMMTUDAGUR JÓLAMYNDIN 2009!GLEÐILEG JÓL! GLEÐILEG JÓL! SÍMI 564 0000 10 10 10 L 10 AVATAR 3D kl. 1 - 4.40 - 5.40 - 8 - 9 - 11.15 AVATAR 2D kl. 1 - 4.40 - 8 - 11.15 AVATAR LÚXUS kl. 1 - 4.40 - 8 - 11.15 ALVIN OG ÍKORNARNIR 2 kl. 1 - 2 - 3.10 - 4.10 - 6.20 - 8.30 2012 kl. 10.40 SÍMI 462 3500 ALVIN OG ÍKORNARNIR 2 kl. 2* - 4 - 6 - 8 AVATAR 2D kl. 2* - 5 - 8 - 10 *Aðeins laugardag og sunnudag L 10 10 10 L 7 12 10 AVATAR 3D kl. 1 - 4.40 - 8 - 11.15 AVATAR 2D kl. 1 - 4.40 - 8 - 11.15 ALVIN OG ÍKORNARNIR 2 kl. 1.30 - 2.40 - 3.40 - 4.50 - 5.50 - 7 WHATEVER WORKS kl. 8 A SERIOUS MAN kl. 10.10 DESEMBER kl. 9 SÍMI 530 1919 L L 10 L ALVIN OG ÍKORNARNIR 2 kl. 4 - 6 - 8 - 10 íslenskt tal ALVIN & THE CHIPMUNKS 2 kl. 4 - 6 - 8 - 10 enskt tal AVATAR 2D kl. 3.20 - 6.45 - 10.10 JULIE AND JULIA kl. 3 - 5.30 - 8 - 10.35 SÍMI 551 9000 .com/smarabio AÐDÁENDUR GETA UNNIÐ BÍÓKORT ÚT ÁRIÐ, BOÐSMIÐAÁ FORSÝNINGAR O.M.FL. ATH: TÍMAR GILDA FRÁ 26. - 31. DESEMBER 600kr. 550kr. 600kr. 600kr. 950 kl. 1 950 kl. 1 AKUREYRIKRINGLUNNIÁLFABAKKA BJARNFREÐARSON kl. 1 - 3:20 - 5:40 - 6:20 - 8 - 9 - 10:20 - 11:20 BJARNFREÐARSON kl. 1 - 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 PRINSESSAN OG FROSKURINN ísl. Tali kl. 1:30 - 2 - 3:40 - 4:10 - 5:50 OLD DOGS kl. 2 - 4 - 6 - 8 SORORITY ROW kl. 10:30 NINJA ASSASSIN kl. 10:20 TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 8 - 10:30 A CHRISTMAS CAROL M/ ísl. Tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 A CHRISTMAS CAROL M/ Ensku. Tali kl. 8 BJARNFREÐARSON kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 9 - 10 - 10:20 - 11:20 PRINSESSAN OG FROSKURINN M/ ísl. Tali kl. 1 - 2 - 4:10 - 6 OLD DOGS kl. 2 - 4 - 8 A CHRISTMAS CAROL M/ ísl. Tali kl. 6:20(3D) PRINSESSAN OG FROSKURINN M/ ísl. Tali kl 1:30 - 4 BJARNFREÐARSON kl 1:30 - 3:30 - 5:45 - 8 - 8:30 - 10:20 A CHRISTMAS CAROL M/ ísl. Tali kl 6 SORORITY ROW kl 10:40SÝNINGARTÍMARNIR GILDA 26., 27. OG 28. DESEMBER 16 7 7 L L L L L L L L V I P 16 16 12 7 7 MEÐ ÍSLENSKU TALI SELMA BJÖRNSDÓTTIR - LADDI - RÚNAR FREYR GÍSLASSON - EGILL ÓLAFSSON NÝTT Í BÍÓ - bara lúxus Sími: 553 2075 550 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu! GLEÐILEG JÓL ALVIN OG ÍKORNARNIR 2 kl. 2, 4, 6 og 8 L AVATAR 3D - POWER kl. 3.50, 7, 8, 10.10 og 11 10 BAD LIEUTENANT kl. 10.10 16 ARTÚR 2 - Íslenskt tal kl. 2 og 4 L FRIÐÞJÓFUR FORVITNI 2 kl. 2 og 6 - Íslenskt tal L JÓLAMYNDIN Í ÁR LOKAÐ Á AÐFANGADAG OG JÓLADAG. SÝNINGARTÍMAR OG TILBOÐ GILDA FYRIR 26. og 27. desember POWERSÝNING KL. 10.10 TENGDAFORELDRARNIR ELDA „Ég fer til tengdaforeldra minna á aðfangadags- kvöld. Þar verður rjúpusúpa í forrétt, hreindýr í aðalrétt og svo sérrí-ís í eftirmat,“ segir Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran, sjónvarpskokkur á Skjá einum og eigandi Fiskmarkaðarins. Sjálf segist hún ekki koma nálægt eldamennskunni að þessu sinni. „Tengdaforeldrar mínir vilja eiginlega bara að ég sé í fríi. Þetta er í fyrsta sinn sem ég borða hreindýr á jólunum svo ég er mjög spennt fyrir því,“ bætir hún við og brosir. Spurð hvað sé hennar hefðbundni jólamatur segir hún það breytilegt frá ári til árs. „Það hefur alltaf verið sitt á hvað hjá okkur og við höfum alltaf verið mjög dugleg að prófa eitthvað nýtt á aðfangadagskvöld,“ segir hún. „Mér finnst samt tartalettur með hangikjöti ómissandi og ég hef þær alltaf allavega einu sinni yfir jólin,“ segir hún. Jólamaturinn hjá sjónvarpskokkunum Fólk hefur eflaust sínar hugmyndir um hvernig jólamatur- inn er hjá sjónvarpskokkunum. Fréttablaðið ákvað að slá á þráðinn til þeirra og forvitnast um hvað væri borið á borð hjá þeim í kvöld KONAN KEMUR EKKI INN Í ELDHÚSIÐ „Á aðfangadagskvöld fer ég fjörutíu ár aftur í tímann og er með hamborgarhrygg upp á gamla mátann,“ sagir Jóhannes Felixson bakari, betur þekktur sem Jói Fel. „Í meðlæti er ég með heima- lagað rauðkál sem ég geri jólalegt með því að setja hindberjaedik út í, brúna svo kartöflur og geri alvöru svína-sveppasósu,“ útskýrir Jói og segir hrygginn vera vinsælan meðal heimilisfólksins. „Það eru fjórir krakkar hjá okkur og þau vilja þetta, en konan er ekkert rosalega ánægð þar sem hún ólst upp við rjúpur. Jólin eru samt svo langur tími að við erum með rjúpur, gæs og önd hina dagana, allt sem ég er búinn að skjóta,“ segir Jói. Aðspurð- ur segist hann sjálfur sjá um eldamennskuna á aðfangadagskvöld. „Ég hleypi konunni ekki inn í eldhúsið, ekki þá frekar en aðra daga. Það eina sem hún fær að gera er að búa til eplaköku í eftirmat sem hún ólst upp við og mér er farin að finnast nokkuð góð,“ bætir hann við og segir að uppskriftina að kökunni megi finna í Hagkaupsbókinni sem kom út fyrir jólin. EYÐIR AÐFANGADEGI Í ELDHÚSINU „Á aðfangadagskvöld er kalkúnn með fyllingu. Það er alveg ófrávíkjanleg regla,“ segir Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttakona og sjónvarpskokkur, „Sem meðlæti er heimagert rauðkál og kartöflur sem eru soðnar í kraftinum af kalkúninum, bæði sætar og venjulegar. Svo erum við með salat og yfirleitt tvær tegundir af sósu því þetta er svona kvöld þegar allir eiga að fá það sem þeim þykir best,“ útskýrir Jóhanna, sem sér um að elda jólamatinn. „Ég er allan aðfangadag í eldhúsinu og finnst það mjög gaman. Á meðan fjölskyldan keyrir út pakkana elda ég matinn,“ segir hún. „Í eftirmat erum við með heimatilbúinn ís. Ég set möndlu út í ísinn þegar ég bý hann til og svo bræði ég rjómasúkkulaði í vatnsbaði og helli yfir,“ segir Jóhanna Vigdís. SJÁVARRÉTTIR Í FORRÉTT „Ég er rosalega íhaldssöm á aðfangadagskvöld og er alltaf með hamborgarhrygg, brúnaðar kartöflur, grænar baunir, rauðkál og sveppasósu. Það er búið að vera í fjölskyldunni minni í þrjátíu ár,“ segir Friðrika Hjördís Geirsdóttir, sjónvarpskynn- ir og kokkur. „Ég er alveg til í eitthvert stuð og fjölbreytni aðra daga, en ekki þennan dag. Ég er mjög ánægð með þetta og er ekkert að fara að breyta,“ útskýrir hún og segist elda sjálf á aðfanga- dagskvöld. „Ég er búin að taka við af mömmu og nú kemur hún í mat til mín. Hún skottast í kring- um mig og hjálpar mér. Þetta er akkúrat búið að snúast við því áður var það ég sem var að skottast í kringum hana í eldhúsinu,“ bætir hún við og brosir. „Við erum með sjávarrétti í forrétt og síðan er eftirrétturinn breytilegur. Ég er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að hafa núna, en er að hugsa um að gera einhvers konar útfærslu af pekan-böku,“ segir Friðrika. - ag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.