Samtíðin - 01.04.1955, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.04.1955, Blaðsíða 7
3. hefti 22. árg, Nr. 211 Apríl 1955 TÍMARIT TIL SKEMMTUNAR OG FRÓÐLEIKS SAMTÍÐIN kemur út mánaðarlega nema í janúar og ágúst. Ritstjóri: Sigurður Skúla- son, sími 2526, pósthólf 75, Reykjavik. Árgjaldið, 35 kr. (erlendis 45 kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við siðustu áramót. Áskriftargjöldum veitt móttaka í Ræk- ur og ritföng hf., Austurstræti 1 og bókabúðinni á Laugav. 39. — Félagsprentsm. hf. HILMAR STEFANSSDN : Vi'ttttt iiiínt'sli ipulttf/ Skiíihnitsstaðar KIRKJUMÁLARÁÐHERRA skipaði fyr- ir tæpu ári þriggja manna nefnd til að gera tillögur um nauðsynlegt framtíðar- skipulag í Skálholti með tilliti til 900 ára afmælis staðarins 1956, cn jafnframt skyldi nefndin gera kostnaðaráætlun um framkvæmdir þær, sem hún legði til, að ráðizt yrði í. Hilmar Stefánsson banka- stjóri er formaður Skálholtsnefndar, og hefur hann fúslega orðið við þeim tilmæl- um Samtíðarinnar að gera hér í stuttu máli grein fyrir tillögum hennar. Má ætla, að menn hafi hug á að kynnast þeim, svo ofarlega eru framtíðarörlög hins forna biskupsseturs nú í hugurn íslendinga. Hilmari Stefánssyni fórust þannig orð: „Skálholtsnefnd skyldi hafa skilað til- lögum sínuni og kostnaðaráætlunum til kirkjumálaráðuneytisins fyrir 1. okt. sl., og lauk hún því hlutverki á tilskildum tíma. Nú bíður hennar yfirstjórn þeirra fram- kvæmda í Skálholti, sem ráðherra leggur fyrir, að þar skuli gerðar. Tillögur nefnd- arinnar eru í stuttu máli þessar: 1) Að reist skuli kirkja, sem rúmi í sæti eigi færri cn 250—300 manns og sómi staðnum í hvívetna. Hefur Hörður Bjarna- son, húsameistari ríkisins, að mestu lokið uppdrætti að væntanlegri Skálholtskirkju. Ýmsir mætir menn hafa séð uppdrátt þenn- an og allir lokið lofsorði á hann. 2) Að reist skuli stórt og veglegt íbúð- arhús, sem nægi hvort heldur presti stað- arins, biskupi eða báðum þessum emb- ættismönnum. Hefur húsameistari ríkisins lokið tiRöguuppdrætti að þessu húsi. 3) Að lagður verði nýr vegur heim að staðnum, til bráðabirgða, af svonefndum Skólavegi, og liggi þessi nýi vegur að staðnum úr vesturátt, gegnt kirkjudyrum. 4) Lögð verði hitaveita til staðarins úr Þorlákshver vestur við Brúará til upphit- unar kirkju og annarra staðarhúsa. í því sambandi má geta þess, að von er á Sogs- rafmagni að Skálholti á þessu ári. 5) Að aukin verði ræktun á staðnum, bæði til gagns og prýði. Er þar fyrst og fremst átt við túnrækt, en einnig hefur verið valinn staður til trjáræktar. 6) Að núverandi kirkjugarður verði girtur og kortlagður og að hreinsað verði til heima á staðnum svo sem bezt má verða. Haustið 1953 brunnu fjós og heyhlaða bóndans í Skálholti. Vinda varð bráðan bug að endurbygging þessara húsa, sem staðið höfðu heima á staðnum. Var þeim valinn staður í túninu norðvestur af staðnum í hæfilegri fjarlægð frá honum. Var bygging húsanna að verulegu leyti lokið, er Skálholtsnefnd tók til starfa. Með tilfærslu þeirra er hægara um vik með byggingarframkvæmdir heirna á staðnum. Vonir standa til, að miklu af nauðsyn- legustu framkvæmdum í Skálholti verði lokið fyrir væntanlega afmælishátíð 1956,

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.