Samtíðin - 01.04.1955, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.04.1955, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN iJ'rdiLitin Lona íegir j-rá: Ey vnr undirohuö, en sleit uf ntér helsið HÚN KEMUR hjólandi innan úr miðbænum og reiðir barn á stýrinu. Röskleg og örugg smýgur hún gegnum mannhafið á þessari mestu umferðarstundu dagsins, þegar allir eru að koma frá vinnu sinni, og við og við brosir hún til barnsins síns. „Heim!“ segir hún, en barnið má ekki svara, heldur verður að láta sér nægja að kinka kolli, meðan þær eru á hjólinu. „Segið þér mér, hvers vegna þér eruð hér einar með litlu telpunni yðar?“ „Við erum margar, konurnar, sem höfum þá sögu að segja!“ „Ég veit það.“ Tíunda hver móðir í landinu er af einhverjum ástæðum ein með barnið sitt. Það iiiá vel vera, að hún sé ekkja eða skilin við manninn — eða maðurinn hefur einfaldlega laumazt frá henni einn góðan veðurdag, til þess að létta af sér skyldum heimilis- föðurins. Það er ekki alltaf, að hann skilar sér ])á heim aftur að kvöldi. „Ég treysti mér ekki til að húa við þetta, þegar til lengdar lét, eins og allt var í garðinn búið, og hann virt- ist ekki skilja neitt. Ég er alin upp við frelsi og sjálfstæði, en hef jafn- framt vanizt því frá blautu barns- inn heimsfrægi, sagði eitt sinn um frú Roosevelt: Hún er „kona með stórt hjarta". beini að hafa sjálf áhyrgðartilfinn- ingu. Ég átti duglega móður, sem hafði dálitla, sjálfstæða atvinnu og var l)lessunarlega óháð öðrum. Móð- ir hans var hins vegar ein af þessum auðsveipu konum, sem glatað hafa persónuleik sínum og andlegu sjálf- stæði. Kvöld eitt skömmu eftir brúðkaup okkar spurði ég, hvort hann vildi skreppa með mér út á lijóli. Við það var ekki komandi. Svo fór ég ein- sömul og var klukkutíma hurtu. Mér kom ekki til hugar, að við það væri neitt athugavert. I annað skipti fór ég líka ein út. Þegar ég kom heim, var hann bæði fúll og afundinn. Meðan ég var að heiman, hafði hann setið einsamall og haldið að sér hönd- um — eins og hann væri að safna kröftum til þess að barma sér og rífast. Þegar þetta hafði endurtekið sig tvisvar, gafst ég upp við að taka mér nokkuð fyrir liendur upp á eigin spýtur, og þá gekk allt prýðilega í heilt ár. En mér fannst þetta nú satt að segja óviðkunnanlegt framferði og sætti mig einungis við það til að liafa frið. Það var sjálfsagt bjánalegt af mér, — hann vildi einn öllu ráða, og með þessu móti fékk hann vilja sín- um framgengt. Hann var líka óánægður með fleira, mér við komandi — alveg saklausa hluti. Þeir voru eklci einu sinni svo mikils virði, að mér fynd-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.