Samtíðin - 01.04.1955, Blaðsíða 23

Samtíðin - 01.04.1955, Blaðsíða 23
SAMTÍÐIN 19 Hann (Flettir símaskránni, taut- ar): Ljómi — Ljósafoss — Ljósbog- inn — Ljósmyndastofa — Lloyds!!!! (Kallar): Það er engin Ijósmóðir í símaskránni! Hún (Kallar): Gáðu aftast! — Ó! Þú ert svo lengi! Hringdu bara í næturlækni. Hann (Hringir í lögreglustöðina og biður þá að senda næturlækni í dauð- ans ofboði, því að konan sín sé að ala barn. Hann liefur fengið hug- hreystandi svar og kemur vongóður inn til konu sinnar): Læknirinn kemur eins og skot. Hún (Skeytir því engu, en réttir hendurnar í áttina til Krumma): Ó! Krummi! Æ! Hjálpaðu mér! Hann (Honum lízt nú ekki á blik- una. Tekur í hendur henni, og svit- inn sprettur fram á enni honum): Ástin min, vertu sterk. Elsku Svala. -----I sömu andránni er dyrabjöll- unni hringt, og Krummi er ekki seinn á sér að opna. Læknirinn er kominn. Hann fleygir frá sér yfir- höfninni og lítur rétt sem snöggvast á konuna. Biður um vatn og þvær sér. Scgir Krumma að hringja í ljós- móður, sem hann tiltekur, og um- fram allt hafa til soðið vatn. Krummi gerir það, sem honum er sagt. Þeg- ar hann er að reyna að finna út, hvernig eigi að kveikja á rafmagns- vélinni, heyrir hann hávaða innan úr svefnherberginu — annarleg hljóð. Hann stanzar. Barnsgrátur! Hann var þá orðinn pabbi! Undarleg sælutilfinning fer um hann allan. Honum liggur við að gráta og hlæja í senn. Framkvæmum hvers konar járn- iðnað'arvinnu fyrir Sjávarútveg, Iðnað og Landbúnað Seljum og útvegum hvers konar efnivöru til málmiðnaðar. Hverfisgötu 42, sími 82422. Framh.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.