Samtíðin - 01.04.1955, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.04.1955, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN 31 Þ E ■ R VITRL - SÖGÐll: MAGNÚS GlSLASON: „Eitt merk- asta nýmæli nýju fræðslulaganna eru ákvæðin um að jafna aðstöðu barna og unglinga til náms og skólagöngu. — Þetta er mjög þýðingarmikið. En dreifbýlinu hentar ekki sama skóla- form og þéttbýlinu. Það er því bæði réttmætt og nauðsynlegt, að hér- aðsskólarnir — gagnfræðaskólar sveitanna — þróist á annan veg en gagnfræðaskólar kaupstaða og sjáv- arþorpa. Þeir hafa öðru hlutverki að gegna. Það er bráðnauðsynlegt að taka stöðu þeirra — og sérstöðu — innan nýju fræðslulaganna til víð- tækrar athugunar. Sé ekkert að gert, verða þeir fyrr en varir heima- vistarmiðskólar með landspróf mið- skóla að lokamarki og verða nauðug- ir viljugir að miða verulega þætti í starfi sínu við inntökupróf í mennta- skóla (landspróf miðskóla). Svo má ekki verða. Héraðsskólunum er ætlað annað hlutverk og enn þá þýðingar- meira. Þeir hafa verið og eiga að vera menningarmiðstöðvar hver í sínu byggðarlagi og eiga að vinna að eflingu þjóðlegrar menningar og hagnýtu og lífrænu námsstarfi, sem miðað er við kröfur tímans. — Bar- átta okkar í þágu ungu kynslóðar- innar þarf að verða meira hnitmiðuð og lífrænni sókn, sem miðar að bættu þjóðaruppeldi. — Unga fólkið er okkar þjóðarauður. Einskis má láta ófreistað, svo að vel takist til um uppeldi þess til andlegs og líkam- legs þroska.“ Výjar erleHjar bœkur Gerdt von Bassewitz: Ferðin til tunglsins. Ævintýri. Freysteinn Gunnarsson þýddi. 109 bls. ib. kr. 40.00. Jón Sveinsson (Nonni): Yfir holt og liæðir. Ritsafn IX. bindi. Ferðaminn- ingar frá íslandi sumarið 1894. Harald- ur Hannesson þýddi. 219 bls., ób. kr. 30.00, íb. 40.00. Stefán Jónsson: Fólkið ó Steinshóli. Saga lianda börnum og unglingum. Myndir eftir Halldór Pétursson. 284 bls., ib. kr. 45.00. Frank G. Slaughter: María Magdalena. Saga um tímabil Krists og menn, sem þá voru uppi. Hersteinn Pálsson þýddi. 336 bls., íb. kr. 95.00. Vilhjálmur Jónsson: Ást og örlög á Vífils- stöðum. Skáldsaga. 254 bls., ób. kr. 55.00, íb. 68.00. Jón Björnsson: Bergljót. Skáldsaga. 238 bls., ób. kr. 65.00, íb. 85r00. Guðmundur Gíslason Hagalín: Blendnir menn og kjarnakonur. Sögur og þættir. 294 bls., ób. kr. 65.00, ib. 85.00. Þórunn Elfa Magnúsdóttir: Sambýlisfólk. Skáldsaga. 315 bls., ób. kr. 70.00, íb. 85.00. Þórbergur Þórðarson: Sálmurinn um blómið. Bókin er samtal listamannsins við barnið. 232 bls., ób. kr. 60.00, íb. 90.00 og 120.00. Kristmann Guðmundsson: Ritsafn VIII. bindi. Gyðjan og uxinn. Einar Bragi Sigurðsson þýddi. 498 bls., íb. kr. 135.00. Anna frá Moldnúpi: Ást og demantar. Ferðasaga um meginlandið til Bret- lands 1951. Kafli úr Parísarferð 1952. 186 bls., íb. kr. 68.00. Útvegum allar fáanlegar bækur. Kaup- ið bækurnar þar, sem úrvalið er mest. Sendum gegn póstkröfu um land allt. BÓKAVERZLUN 1SAF0LDARPRENTSMIÐJU H.F. Austurstræti 8, Reykjavík. Sími 4527.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.