Samtíðin - 01.04.1955, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.04.1955, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN Sawn tiðarhjón in Framh. LlFIÐ GENGUR sinn vanagang. Þó er það aldrei eins, heldur auðugt og margbreytilegt eins og mannver- urnar sjálfar. Tilbreytingarleysi hversdagslífsins er ekki eins hræði- legt og við viljum vera láta. Sam- tíðarhjónin eru eins og fólk er flest, og við fylgjumst með þeim í bliðu og stríðu. Fylling timans er komin — sem sé sá timi, er lítilli mannveru er ætlaður til þroska i móðurkviði. Hins vegar er ekki svo ýkjalangt liðið frá brúðkaupinu, en það út af fyrir sig gefur til kynna tíðarandann í dag. Við höfum harla litið lagt til þeirra mála, því að hver er kominn til þess að segja, hvað sé rétt og hvað sé rangt? — Þess skal að lok- um getið, að samtíðarhjónin vilja láta kalla sig Svölu og Krumma. (Myrkur). Hún (Stynur): Ó! Hann (Byltir sér í rúminu). Hún (Stynur hærra): Æ! Ó! Krummi vaknaðu. Það er byrjað. ó! Hann: Byrjað? (Rumskar. Rís upp við dogg. Kveikir. Lítur á úrið): Hún er ekkert orðin. Utvarpið byrjar ekki -— (Gerir sig líklegan til að slökkva aftur). Hún (Stynur): Ó! —Slökktu ekki. Þú verður að fara á fætur strax. Hann (Lítur undrandi á hana): Jú, en klukkan er ekki nema þrjú! — Þú ert þó ekki orðin--- Hún: Ég hugsa, að það sé alveg að koma. Ó! Nú kemur það aftur! Ó! Hann: Rýkur upp i dauðans ofboði, þvi að loksins hefur runnið upp fyrir honum ljós): Á ég að hringja upp á spítala? Hún: (Svarar honum ekki strax, en byltir sér í rúminu og stynur): Já, hringdu. — — Kannske fæ ég ekkert pláss. Hann (Þýtur eins og byssubrennd- ur inn i stofu og hringir, en meðan á samtalinu stendur, kallar hún). Hún: Ó. Krummi! Vatnið! Vatnið er að koma! Hann (I símann): Augnablik. Það flóir allt í vatni. Það hefur víst runn- ið út úr baðkerinu upp á lofti. — Skundar inn í svefnherbergið og lítur upp í loft): Ég sé ekkert vatn. Hún! Ó! Krummi. Ég er alveg á floti! — Þú verður að ná i ljósmóð- ur, ef ég kemst ekki upp eftir. Hann (Ráðalaus. Stendur á miðju gólfi i röndóttum náttfötum. Ufinn og fölur af ótta við eitthvað, sem honum er með öllu ókunnugt um. Allt í einu man hann eftir símanum, sem hann hljóp frá í miðju samiali, fer inn i stofu og tekur upp heyrnar- tólið): Halló! Halló — Ó, hver fjár- inn — það hefur farið úr símanum. (Hringir aftur, en nú er númerið á tali). Á tali! (Kallar i Svölu sína): I hvaða Ijósmóður á ég að hringja? Hún (Kallar): Það er alveg sama. Vertu bara fljótur. — Ó! Nú kemur það aftur! Radartæki, Asdictæki, Dýptarmælar, Dýpt- armælapappír, Segulbandstæki, Segul- bönd, Kvikmyndavélar, Útvarpsviðgerðir. FRIÐRIK Á. JONSSON Sími 4135. Garðastræti 11. Reykjavík.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.