Samtíðin - 01.04.1955, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.04.1955, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 17 ist taka því að vera að rífast út úr þeim. Og svo lét ég undan; það gerði ég alltaf, þegar fram í sótti, hvort sem um stórt eða smátt var að ræða. Hann fékk alltaf að ráða. Ég varð að fara með hann alveg eins og fúlegg, og mér fannst ég alltaf vera í eilífum línudansi, því að ég gat aldrei vitað, hvenær hann fyndi upp á því að finna að einhverju og rek- ast í öllum sköpuðum hlutum. Ég fór að hugsa um taugarnar. Var í-étt að leggja þetta á þær? Um það hugsar maður víst elcki, þegar maður er 24 ára. En mér var innan hrjósts eins og alltaf væri verið að fótumtroða mig, og það gerði mig bæði öryggislausa og ó- hamingjusama. Vinir mínir sáu og fundu breytingu þá, sem á mér var orðin. Loksins, einn góðan veðurdag, féllst hann á, að ég mætti eiga frí einn dag, heilan dag út af fyrir mig. Þessum degi eyddi ég hjá góðum vin- um, sem áttu heima kippkorn frá okkur. Allan þennan dag var ég frjáls eins og nýfædd vera. Ég var aftur orðin að sjálfri mér — allt önnur manneskja en ég var vön að vera daginn út og daginn inn heima hjá honum. Þá skildist mér, að ekki mátti lengur við svo búið standa. Við ullum hvort öðru vonhrigðum, þvi að við höfðum alveg gagnólíkar skoðanir á tilgangi hjónahandsins. Hann vildi eiga „undirgefna“ konu. Það var ég ekki, og ég vildi ekki vera það — i þeim skilningi. Jæja -— svo leystum við bæði frá skjóð- unni og urðum ásátt um að skilja — og það helzt sem allra fyrst!“ „Og bamið?“ „Það fæddist hálfu ári seinna, og mikið varð ég fegin, að það skyldi verða dóttir. Okkur mæðgunum lið- ur báðum ágætlega og kemur prýði- lega saman. Vinnuveitandi minn hafði borið það traust til mín, að hann lét mig vita, að ég gæti fengið sömu atvinnuna hjá sér og ég hafði áður haft, ef ég óskaði einhvern tíma að vinna aftur fyrir mér sjálf. Systir mín gætir barnsins á daginn, því að hún á sjálf barn á sama reki — og kaupið mitt hrekkur vel fyrir þörf- um lífsins. Okluir liður alveg ágæt- lega.“ „Og þér ætlið ekki að gifta yður aftur?“ „Hver veit? En ef til kemur, ætla ég að velja mér mann, sem er dá- lítið meiri nútímamaður en fyrri maðurinn minn!“ Ingrid Koch ------• ----- Einu sinni var sent eftir skozkum presti til að þjúnusta veikan mann. „En þessi sjúklingur er ekki í minum söfnuði,“ sagði presturinn, þegar liann kom að sjúkrabeðinum. „Af hverju senduð þið ekki eftir gkkar presti?“ „Æ,“ stundi sjúklingurinn, „þetta er bráðsmitandi taugaveiki, svo við vildum ekki eiga neitt á hættu með hann.“ KJÖT & GRÆNMETI Matarbúðir okkar fullnœgja kröfum nú- tímans um hreinlœti og hollan mat. Snorrabraut 56, (símar 2853 og 80253); Nesveg 33, (sími 82653); Melhaga 2, (sími 82936).

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.