Samtíðin - 01.04.1955, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.04.1955, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 15 sigurgleði markaða í þróttmikla ásjónu sína. „GET ÉG nokkuð gert fyrir yður?“ spurði eftirmaður Roosevelts, Harry S. Truman, ekkju forsetans. „Segðu mér heldur, hvað ég get gert fyrir þig“, svaraði frú Roose- velt. Áður en Roosevelt forseti andaðist, varð kona hans, stöðu sinnar vegna, að gæta tilhlýðilegrar varúðar í dómum sínum um gang opinberra mála. Eftir að frúin var orðin ekkja og flutt úr Hvíta húsin, varð hún hins vegar algerlega sjálfráð orða simia og athafna í þessum efnum. Þetta frelsi notaði hún sér óspart. Þannig tók hún óvægilega, opinbera afstöðu í málefnum Israels á sínum tima og einnig í umræðum um fræðslumál Bandaríkjanna, og eign- aðist í hæði skiptin heiftuga and- stæðinga, sem flestir urðu þó að láta í minni pokann, áður en lyki. Meðal þeirra var hinn nafntogaði Spellman kardínáli, erkihiskup í New York. I desember 1945 tilnefndi Truman forseti frú Roosevelt fulltrúa Banda- ríkjanna á aðalfund Sameinuðu þjóðanna. Frúin var í fyrstu hikandi og kvíðafull að takast þetta mikla trúnaðarstarf á hendur, en gerðist brátt skeleggur talsmaður lýðræðis- hyggjunnar á þessari virðulegu samkundu. Það urðu mörgum von- brigði, en Eisenhower veitti henni lausn frá þessu starfi í desember 1952. Þessari mikilhæfu konu er þannig lýst í amerískum heimildum, að hún sé hispurslaus og mannblendin. Hún stagar sjálf í sokkana sína og ferð- ast með neðanjarðarlestum stórborg- anna ásamt alþýðu manna, hvítri og svartri, og þætti ýmsum það líklega ekld þvílíkri höfðingjakonu sæm- andi! Hún hefur reynzt 5 börnum sínum góð móðir og ekki síður um- hyggjusöm amma og langamma 20 barnabörnum og 3 barnabamabörn- um, sem hún á, þegar þetta er ritað. Hún reykir ekki, bragðar ekki sterka, áfenga drykki, hatar bridge og notar aldrei fegurðar- eða snyrtivörur. Hún um það. En af dugnaði henn- ar fara stöðugt mildar sögur. Hún skrifar enn greinina sína í dagblaðið á hverjum degi og auk þess mánað- arlega grein fyrir kvennatímarit. Vinnudagur hennar er aldrei skemmri en 17 klst., og mikið af störfum sínum hefur hún helgað þeim, sem minnimáttar eru í lífinu, því. fólki, sem hættast er við, að troðist undir í baráttunni. „Að hugsa sér!“ sagði hún, skönnnu eftir að hún varð sextug. „Ég er orðin sex- tug, og það þýðir, að nú á ég aðeins eftir 15 ára starf í þágu nytsamlegra, opinberra mála“. Engin amerísk kona á þessari öld hefur unnið jafnviðtækt menningar- starf og hún. Það er ekki nóg með, að hún liafi barizt sleitulaust fyrir mannréttindum kúgaðra þjóða. Heima fyrir hefur hún unnið að því að tryggja milljónum fólks bætt lífskjör, betri húsakynni, betri hjúkrun o. s. frv. Hún hefur sjálf gefið liðlega hálfa milljón dollax-a til mannúðarmála. Það er rétt, sem John Guntlier, fex’ðabókahöfundur-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.