Samtíðin - 01.04.1955, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.04.1955, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN 11 Siffur&u.r ^íúi aóon: Kyiiuiiiii íslenzka þíóðmenningu MIG HEFUR oft furðað á því, hve tómlátir við Islendingar erum við að túlka öðrum þjóðum menningar- arf okkar. Þegar litið er á menning- arleg viðskipti íslendinga og annarra þjóða, ber einna mest á því, að þar sé skipzt á íþróttaflokkum. Taflmenn okkar hafa að undanförnu þreytt íþrótt sína á erlendum vettvangi, ís- lenzkir karlakórar og blandaðir kór- ar hafa stöku sinnum sungið erlend- is, og frá því er sagt endrum og eins, að menntamaður héðan hafi farið utan og flutt 1—2 fyrirlestra, venju- lega í viðurvist nokkun'a sérfræð- inga. I þessu sambandi ber vitanlega ekki að telja utanfarir íslenzkra full- trúa á alls konar fundi og ráðstefnur. Þess háttar ferðalög hafa fæi’zt gíf- ui’lega í vöxt síðustu árin og ei'u sjálfsagt góðra gjalda verð innan skynsamlegra takmai'ka. Við komurn vai’la svo í ei’lenda höfuðboi’g, að ekki séu þar á ferð fai-andflokkar, er túlka þjóðlega list og menningu heimalands síns. Þann- ig hefur mér í hvert sinn, sem ég hef komið til meginlands Evrópu sein- ustu árin, veitzt tækifæri til að sjá spænska listdansendui', sem eru á sífelldum ferðalögum erlendis til að kynna foi’na, spænska dansmenningu og syngja þjóðleg, spænsk kvæði. Ég minnist i þessu sambandi heims- fi’ægra dansflokka, söngvai’a og hljóðfæi’aleikára undir stjói’n Elvira Lucena, José Estrada, José Greco og þeirra Teresa og Luisillo. Það er enginn smái’æðis atvinnuvegur, sem danslist hinnar fomu, suðrænu menningarþjóðar hefuroi’ðiðlistdans- endum hennar, og ákjósanlegi'i þjóð- kynningu er örðugt að hugsa sér. Þá senda Italir óperusöngfólk viða um lönd, enda virðist það til þess kjöi’ið öðrum fremur að túlka æði’i söng- list. Síðastliðið sumar kom japanskur listdansflokkur í fyi’sta sinn til Evrópu og hafði nokkrar vikur danssýningar i einu af leikhúsum Parísar. Sýndi flokkurinn þar margra alda gamla dansa, en einnig fluttu söngvarar hans japönsk þjóðlög og léku undir á kynleg hljóðfæri. Var að öllu þessu hin eftirminnilegasta skemmtun. Nú vill svo til, að Islend- ingar eiga sér þjóðlega list, sem vekja mundi athygli á horð við raul það, er spænska og japanska lista- fólkið býður heiminum upp á, en það er rímnakveðskapur. Séu rímur kveðnar vel og stillilega, er gaman á að hlýða og mætti fella kveðskap- inn að sýningu á kvöldvöku í ís- lenzkri baðstofu. Þá væri vandalítið að mynda hér úrvalsflokk, er sýndi þjóðdansa, að ógleymdri íslenzkri glímunni, en allt þetta mundi, ef vel væri á lialdið, vekja mikla athygli útlendinga, sem alltaf vantar eitthvað nýtt. Árið 1948 sýndi leikflokkur frá þjóðleikhúsi Israelmanna i Tel Aviv sjónleikinn Goleni vikum saman við góða aðsókn á Broadway í New York, og skildu

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.